Jón Ingi í 5. sæti

Facebook
Twitter

 Forkeppni Norska opna meistaramótsins í keilu lauk í dag. Þrír Íslendingar hafa komist í gegnum niðurskurð en 208 keppendur tóku þátt í mótinu.

Jón Ingi Ragnarsson gerði sér lítið fyrir og spilað 1440 í dag sem gera 240 í meðaltal. Frábær spilamennska hjá Jóni. Þetta setur hann í 5. sæti mótsins eftir forkeppnina og um leið sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður á morgun. Arnar Davið Jónsson er einnig kominn í úrslitin en hann endaði í 9. sæti með 1376 sem gera 229.33 í meðaltal.
Skúli Freyr Sigurðsson er kominn í undanúrslit sem leikin verða kl. 19 kvöld. Hann spilaði 1343 í morgun sem gera 223.83 í meðaltal og er í 31. sæti.
Sextíu efstu komast áfram. Í undanúrslitum leika þeir sem enduðu í sætum 29 – 60. Úrslitin hefjast svo í fyrramálið en þá leika fyrst 12 efstu úr undanúrslitum og þeir sem voru í sætum 25 – 28 í forkeppninni.

Þetta mót er hluti af Evrópsku mótaröðinni og lokaundirbúningur íslenska karla hópsins fyrir HM í Las Vegas í nóvember. Íslenski hópurinn fyrir HM verður kynntur í hádeginu á miðvikudag kl. 12.

Sjá umfjöllun Bowling digital frá deginum í dag. http://www.bowlingdigital.com/icelands-jon-ingi-ragnarsson-storms-into-top-5-in-oslo/

Nýjustu fréttirnar