Nanna & Einar ÍR Íslandsmeistarar para 2017

Facebook
Twitter

Um helgina fór fram Íslandsmót para 2017

Voru það 15 pör sem að hófu keppni á laugardagsmorgun og eftir 6 leiki kom í ljós hvaða 8 pör kæmust áfram í milliriðil á sunnudeginum

 

 

 

 

 

Staðan eftir leiki laugardagsins:

1. Nanna & Einar 2325
2. Vilborg & Gummi 2288
3. Ástrós & Gústi 2218
4. Linda & Stebbi C 2213
5. Hafdís & Gulli 2187
6. Katrín & Arnar 2179
7. Dagný & Hafþór 2156
8. Halldóra & Andrés 2127
—————————————
9. Jóhanna & Aron 2102
10. Elva & Svavar 2061
11. Bergþóra & Gunnar 2050
12. Helga & Alexander 2048
13. Ragna & Böddi 2034
14. Margrét & Skúli 1958
15. Guðný & Addi 1860

 

Staða eftir milliriðil þar sem að um æsispennandi 5 og 6 leik var að ræða þar sem að pör skiftust á sætum og kom ekki í ljós fyrr en í loka kasti hvaða par það sem færi inn í úrslit á móti Nönnu Hólm og Einari Má

1. Nanna & Einar 4669
2. Vilborg & Guðmundur 4491
3. Katrín Fjóla & Arnar Davíð 4482
4. Linda Hrönn & Stefán C 4474
5. Ástrós & Gústaf Smári 4456
6. Hafdís Pála & Guðlaugur V 4453
7. Dagný Edda & Hafþór H 4357
8. Halldóra & Andrés Páll 4212

 

Til úrslita spiluðu Nanna Hólm & Einar Már frá ÍR á móti Vilborgu & Guðmundi frá ÍA
Þurftu Vilborg & Guðmundur að vinna 3 leiki en Nönnu & Einari nægði að vinna 2
Vilborg (190) & Guðmundur (196) náðu að vinna leik 1 með 386 gegn 363 Nanna (181), Einar (182) og var þá staðan orðin 1 – 1 
Nanna (179) & Einar (200) unnu leik 2 með 379 gegn 318 Vilborg (158)) Guðmundur (160)  og staðan orðin 2 – 1 fyrir Nönnu og Einari
Í byrjun 3 leiks setti Guðmundur í 6 fellur í röð og stefndi allt í að það yrði spilaður hreinn úrslita leikur en þá kom Nanna og svaraði með 5 fellum í röð og unnu því Nanna (244) og Einar (198)  þann leik 442 gegn 404 hjá Vilborgu (170) og Guðmundi ( 234).

 

Íslandsmeistarar para 2017
Nanna Hólm Davíðsdóttir og Einar Már Björnsson úr ÍR

Nýjustu fréttirnar