Lærlingar og Afturgöngur bikarmeistarar

Facebook
Twitter

Úrslit í Bikarkeppni KLÍ fóru fram í Egilshöllinni um helgina. Það voru KFR liðin Afturgöngur og Lærlingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Í karlaflokki mættust KFR-Lærlingar og KFR-Grænu Töffararnir þar sem Lærlingarnir fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. Grænu töffararnir náðu sér aldrei á strik á meðan Lærlingarnir spiluðu mjög vel allan tíman og sigruðu 3-0, samanlagt 1849-1542 og var Guðlaugur Valgeirsson Lærlingur hæstur með 642.

Meiri spenna var þó í kvennaflokki þar sem áttust við ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög jafnir og munaði aðeins 1 pinna í öðrum leiknum. Afturgöngurnar náðu þó að sigra þá báða og tóku svo þann þriðja örugglega til að innsigla 3-0 sigur sinn samanlagt 1444-1280, þar sem Ragna Matthíasdóttir spilaði best 517.

Sýnt var frá 2 leikjum í hvorri viðureigninni í beinni útsendingu á RÚV og hægt er að horfa á upptöku af henni hér http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/meistaradagar-2017-keila/20170408

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjustu fréttirnar