300 leikur á Íslandsmótinu

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson KFR gerði sér lítið fyrir í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga í dag og spilaði fullkominn leik eða 300.

Leikurinn kom í síðasta leik Arnars í forkeppninni. Með þessum frábæra leik tryggði Arnar Davíð sér efsta sætið í karlaflokki eftir forkeppnina og skaust þar upp fyrir Jón Inga Ragnarsson KFR.

Frábær leikur hjá Arnari og gaman verður að fylgjast með honum í framhaldinu en hann reynir að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar hann varð Íslandsmeistari.

Nýjustu fréttirnar