Þátttöku Íslands á EM lokið

Facebook
Twitter

Í dag lauk liðakeppninni á EM í keilu. Íslenska liðið spilaði vel í dag, fékk 3146 stig eða um 210 að meðaltali.

Þrátt fyrir þessa góðu spilamennsku tókst liðinu ekki að ná markmiðinu sem var að tryggja sig inn á HM í Kuwait 2017.  Strákarnir voru nálægt þessu markmiði og segja má að leifaspilið hafi orðið til þess að þetta takmark náðist ekki. Ísland endaði í 18 sæti í liðakeppninni.

Arnar Davíð Jónsson spilaði best Íslendinga á mótinu, var með 212,29 að meðaltali í hverjum leik. Arnar endaði í 56. sæti af 218 keppendum.

Árangur var annars sem hér segir:

Skúli Freyr Sigurðsson varð í 93. sæti með 204,9 í mtl.

Gústaf Smári Björnsson varð í 106. sæti með 203,3 í mtl.
Bjarni Páll Jakobsson varð í 130. sæti með 198,2 í mtl.
Stefán Claessen varð í 169. sæti með 191,9 í mtl.
Guðlaugur Valgeirsson varð í 189. sæti með 188,6 í mtl.
 
„Við vorum grátlega nálægt því að ná markmiði okkar og strákarnir eiga heiður skilinn fyrir að berjast fyrir markmiðinu alveg fram í rauðan dauðann. Þeir spiluðu vel í liðakeppninni en herslumuninn vantaði þar og því fór sem fór. Við förum ekki á HM að þessu sinni en eigum þó okkar fulltrúa þar því kvennaliðið mun keppa þar. Nú þarf að fara í að finna verkefni fyrir karlaliðið því fyrst þetta klikkaði er langtí næsta verkefni og liðið verður að hafa eitthvað að gera til að staðna ekki“  sagði Ásgrímur H. Einarsson þjálfari liðsins virkilega svekktur eftir að móti lauk.

Þó Íslenska liðið hafi lokið keppni þá er mótinu ekki lokið. Á morgun er keppa 24 efstu keppendurnir til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í all event.  Íslenska liðið heldur heim á mánudaginn.

Nýjustu fréttirnar