Frá Qatar – Tvímenningur

Facebook
Twitter

Ungmennalandslið Íslands áður en það lagði af stað í ferðinaÍ gær var  keppt í tvímenningi á boðsmóti unglingaliða í Doha í Qatar. Það vantaði lítið upp á að Katrín Fjóla og Jóhanna Ósk næðu á verðlaunapall en þær enduðu í 5. sæti eftir að hafa verið í því öðru fyrir síðasta leik. Katrín Fjóla er núna í 3. sæti í samanlögðu á mótinu. Í dag er liðakeppnin og er hún hafin og má fylgjast með úrslitum á síðu mótsins.

Tvímenningurinn fór annars þannig að hjá stúlkunum enduðu eins og fyrr segir þær Katrín Fjóla og Jóhanna Ósk í 5. sæti með 2.253 pinna eða 187,75 í meðaltal. Þær Elva Rós og Helga Ósk urðu svo í 11. sæti með 1.893 pinna eða 157,75 í meðaltal.

Hjá strákunum voru það Andri Freyr og Jökull Byron sem urðu í 13. sæti með 2.210 pinna eða 184,17 í meðaltal og þeir Aron Fannar og Þorsteinn urðu í 17. sæti með 2.067 pinna eða 172,25 í meðaltal.

Nýjustu fréttirnar