Íslandsmót para 2015 um næstu helgi

Facebook
Twitter

Hafþór Harðarson ÍR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR eru Íslandsmeistarar oara 2014Mótið verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 28. til 29. nóvember. Sjá reglugerð um Íslandsmót para.  Olíuburður verður: Alcatraz – 38 fet – ratio 2.19

Forkeppni laugardaginn 28. nóvember kl. 9:00
Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 9.500,- pr. Par
Milliriðill sunnudaginn 29. nóvember kl. 8:00

 

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil kr. 9.000- pr. Par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Auglýsing fyrir Íslandsmót para 2015Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para“.

Sjá nánar í reglugerð KLÍ um Íslandsmót Para.

Skráning hefst á hádegi 19. nóv. á kli.is.

Skráning í mótið.

Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

 

Nýjustu fréttirnar