Frábær dagur á HM í dag.

Facebook
Twitter

Í dag var leikið í tvímenningi á HM í keilu hér í Abu Dhabi. Leiknir voru 3 riðlar af fjórum.
Íslensku strákarnir léku allir í dag og áttu frábæran dag, engin samt eins og Arnar Davíð sem lék frábæra keilu.


 

Fyrst léku Stefán Claessen og Skúli Freyr Sigurðsson í fyrsta riðli í morgun. Srákarnir voru smá stund í gang en uxu þegar leið á.  Skúli spilaði 1270 (211.67 í mtl) og Stefán 1181 (196.83 í mtl). Samtals spiluðu þeir því 2451 sem gera 204.25 í meðaltal.
 
Í öðrum riðli léku Hafþór Harðarson og Arnar Sæbergsson. Það var sama upp á teningnum þar, fyrstu tveir leikir voru slakir en restin mjög góð. Hafþór spilaði 1248 eða 208 í meðaltal en Arnar 1198 sem gera 199.67 í meðaltal. Samtal voru þeir með 2446, 203.83 í meðaltal.

Í þriðja riðli spiluðu Arnar Davíð Jónsson og Magnús Magnússon. Sama léku þeir frábæra keilu en það var Arnar Davíð sem lék virkilega vel.  Hann lék 1356 sem eru 226 í meðaltal en Magnús 1240 sem gera 206.67 í meðaltal.

Þegar 99 tvímenningar hafa lokið keppni og aðeins einum riðli er ólokið eru Arnar Davíð og Magnús í 8. sæti í heildina í tvímenningnum sem er frábær staða.  Vonandi verður niðurstaðan sú að þeir verði í topp 10. Það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun þegar keppni í tvímenning lýkur.

Á morgun á hópurinn hins vegar frí en keppni í þrímenningi hefst á miðvikudag.

Eins og komið hefur fram áður þá komast 24 efstu eftir einstaklings, tvímennings, þrímennings og 5 manna liðakeppni áfram í svo kölluð masters úrslit.
Arnar Davíð er þar í 17. sæti eins og staðan er í dag en aldrei hefur Íslendingur komist í þessi úrslit. Vonandi helur sú spilamennska sem hann hefur sýnt áfram seinni helming mótsins þannig að Ísland eigi í fyrsta skipti mann í þessum úrslitum.

Nýjustu fréttirnar