Fyrsti keppnisdagur kvenna á ECC2014 lokið

Facebook
Twitter

Birgit Pöppler frá ÞýskalandiFyrsta keppnisdegi í kvennaflokki er lokið á Evrópumóti landsmeistara sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll. Keppendur léku 8 leiki í dag og það er Brigit Pöppler frá Þýskalandi sem lék best. Hún er með 1858 stig sem gerir 232,2 í meðaltal á leik. Í öðru sæti er Reja Lundén frá Finlandi með 1774 stig og í því þriðja Lisa John frá Englandi með 1760 stig.

Ástrós Pétursdóttir er sem stendur í 18. sæti með 1563 stig eða 195,4 í meðaltal.

Keppni hjá konunum heldur áfram á morgun kl. 14:30 en keppni hefst í karlaflokki kl. 14:30. Ókeypis aðgangur er að mótinu.

Allar stöður úr leikjum má finna á síðu mótsins www.ecc2014.is

 

 

 

 

Meðfylgjandi myndir eru af Birgit Pöppler.

Birgit Pöppler frá Þýskalandi  Birgit Pöppler frá Þýskalandi á setningarhátíð leikanna, Christian Rechenberg gegnur þar á eftir.

Nýjustu fréttirnar