Heil umferð í 2. deild karla

Facebook
Twitter

Óbreytt staða í 2. deild karla eftir 11. umferð

 Einn leikur fór fram í Egilshöll þar sem ÍR T hafði 12-8 sigur gegn ÍR A

Á braut 7 og 8 í Öskjuhlíð áttust við Þrestir og Broskarlar það er skemmst frá því að segja að Þrestir áttu góðan dag og Broskarlar fá svör. Þrestir unnu fyrsta leik 758-657 annan leikinn 680-642 þriðji leikurinn vannst í 10.ramma á síðustu skotum þar sem Broskarlar höfðu sigur 726-710. Heildin Þrestir 2148-2026 eða 12-8. Sumarliði með hæstan leika 247 og Siggi með 638 seríu (báðir spila með Þröstum).
 
Á braut 9 og 10 léku Jp Kast gegn ÍR Nas. 1.leikur var æsispennandi þar sem Nas tapaði heildinni á tveimur pinnum 660-662 leikur 2 fór 688-751 og síðasti 579-631. Heild upp á 2044 hjá Jp Kast gegn 1927 Nas manna 15,5 gegn 4,5. Jón með hæsta leik upp á 235 og 557 seríu (ÍR Nas).
 
Keila.is tók á móti ÍR Blikk á brautum 11 og 12. Blikkarar höfðu sigur í öllum þremur leikjunum 679-640, 666-653 og 741-647 =2086-1940 eða 14-6. Óli með hæstan leik og seríu 243 og 641.
 
ÍR L og Naddóður áttust síðan við á braut 13 og 14 þar sem liðið á toppnum hafði auðveldan sigur á botnliðinu 785-572,719-521 og 766-571 2270-1664 eða 19-1. Tóti með hæstu seríu 589 og Birgir með hæstan leik 241.
 
Staðan í deildinni breytist ekkert eftir þessa umferð. Nema hvað að ÍR L hafa orðið gott forskot á önnur lið.
 
1.ÍR L 171
 2.ÍR Broskarlar 150,5
 3.ÍR A 127,5
 4.KFR JP Kast 122,5
 5.ÍR Blikk 116,5
 6.KFR Þröstur 104,5
 7.ÍR T 101,5
 8.ÍR Nas 80,5
 9.ÍR Keila.is 79
 10.ÍR Naddóður 46,5
 
 

 

Nýjustu fréttirnar