Skip to content

Hafþór keppir á Evrópsku mótaröðinni

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hafþór Harðarson ÍR keppni nú á 13th Quatar Open mótinu sem fer fram í borginni Doha í Quatar. Mótið er 19. mót ársins á Evrópsku mótaröðinni og einnig samþykkt af heimssambandinu WTBA og keppa þar margir af fremstu keilurum í heiminum í dag. Þegar keppni er lokið í 12 hollum af 17 er Hafþór í 71. sæti af 117 keppendum en 34. keppendur komast áfram í næstu umferð. Sjá heimasíðu mótsins

 

Í framhaldinu mun Hafþór fara til Svíþjóðar eftir áramótin og keppa á AIK International Tournament 2014 sem fer fram í Stokkhólmi 26. desember – 6. janúar 2014. Arnar Davíð Jónsson úr KFR mun einnig keppa á mótinu.

Sjá heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar