QubicaAMF mótið – Fjórði keppnisdagur

Facebook
Twitter

Þá er forkeppninni lokið á QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmóti einstaklinga í keilu sem nú fer fram í Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi.

Guðný Gunnarsdóttir hóf keppni kl. 12:00 að staðartíma eða kl. 4:00 í nótt að íslenskum tíma. Eftir frekar erfiða byrjun náði hún sér á strik og endaði með samtals 1.159 pinna. Leikir hennar í dag voru 170, 168, 222, 171, 200 og 228. Guðný endaði í 34. sæti með samtals 4.705 pinna 196,04 að meðaltali í 24 leikjum sem er hennar besti árangur á þessu móti. Sjá leiki Guðnýjar og stöðuna í kvennaflokki

Arnar Sæbergsson spilaði síðustu leikina í forkeppninni kl. 16:00 að staðartíma, eða kl. 8:00 að íslenskum tíma. Hann átti góðan dag og spilaði samtals 1.363 pinna og var kominn í 29. sæti áður en seinni hollið byrjaði að spila. Leikir Arnars í dag voru 243, 268, 202, 225, 237 og 188. Arnar endaði síðan í 28. sæti með samtals 5.373 pinna og 223,88 að meðaltali í 24 leikjum. Sjá leiki Arnars og stöðuna í karlaflokki

Þegar forkeppninni er lokið í kvennaflokki röð efstu keppenda óbreytt. Caroline Lagrange frá Kanada er efst í kvennaflokki með samtals 5.956 pinna eða 248,17 að meðaltali í 24 leikjum. Í 2. sæti er Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu með 5.751 pinna og 239,63 að meðaltali. Danielle McEwan frá Bandaríkjunum er í 3. sæti með 5.649 og 235,38 og Cheri Tan frá Singapore er í 4. sæti með samtals 5.605 pinna og 231,79 að meðaltali. Maria Lourdes Arles Filippseyjum spilaði annan 300 leikinn í kvennaflokki í morgun og er komin upp í 5. sætið. Meðaltalið í forkeppninni í kvennaflokki var 196,96 eða 6 pinnum hærra en á síðasta ári og það þurfti 208,42 að meðaltali í leik til að komast áfram í 24 manna úrslitin, en á síðasta ári þurfti 195,7 að meðaltali. Eins og er þarf 224,33 að meðaltali til að komast áfram í 8 manna úrslit kvenna. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Svíanum Peter Hellström tókst að halda forystunni í karlaflokki í dag þrátt fyrir harða atlögu Belgans Mats Maggi sem spilaði 1.502 í 6 leikjum. Nú þegar forkeppninni er lokið er Peter Hellström efstur í karlaflokki með samtals 5.892 pinna eða 245,5 pinna að meðaltali í 24 leikjum. Mats Maggi Belgíu komst í 2. sætið með 5.861 pinna og 244,21 að meðaltali. Heimamaðurinn Alexei Parshukov er í 3. sæti með 5.836 pinna og 243,17 að meðaltali og Ísraelinn Or Aviram er kominn í 4. sæti með 5.778 pinna og 240,75 að meðtaltali. Þrír karlar spiluðu 300 leiki í dag, Or Aviram spilaði sinn annan 300 leik í mótinu, næstur var Mykhaylo Kalinka Úkraínu og loks spilaði Chis Sloan Írlandi sinn annan 300 leik í mótinu. Meðaltalið í karlaflokki í forkeppninni var 214,46 og það þurfti 227,71 að meðaltali í leik til að komast áfram í úrslitin. Eins og staðan er núna þarf 235,42 að meðaltali til að komast áfram í 8 manna úrslit karla. Sjá stöðuna í karlaflokki

Dagskrá mótsins:
Föstudagur 15. og laugardagur 16. nóvember – Koma
Sunnudagur 17 . nóvember – Æfingar og setningarathöfn
Mánudagur 18. nóvember – Fyrstu 6 leikir, Arnar keppir í holli A kl. 12:00 (4:00) og Guðný keppir í holli B kl. 20:00 (12:00)
Þriðjudagur 19. nóvember – Aðrir 6 leikir, Arnar keppir í holli A kl. 8:00 (24:00) og Guðný keppir í holli B kl. 16:00 (8:00)
Miðvikudagur 20. nóvember – Þriðju 6 leikir, Guðný keppir í holli B kl. 8:00 (24:00) og Arnar keppir í holli A kl. 20:00 (12:00)
Fimmtudagur 21. nóvember – Fjórðu 6 leikir, Guðný keppir í holli B kl. 12:00 (4:00) og Arnar keppir í holli A kl. 16:00 (8:00)
Föstudagur 22. nóvember – Efstu 24 keppendurnir spila 8 leiki, Konur kl. 8:00 og karlar kl. 11:30
Laugardagur 23. nóvember – Efstu 8 keppendurnir spila 8 leiki kl. 9:00 og efstu 3 keppa til úrslita kl. 14:00

Tíminn í Krasnoyarsk er GMT + 8 klst þannig að þegar klukkan þar er 24:00 á miðnætti er hún 16:00 á Íslandi. Sjá World Clock

Hægt er að fylgjast með gangi keppninnar á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni og boðið verður upp á bæði beina útsendingu á You tube rás Qubica AMF (live streaming) og að fylgjast með skori í leikjunum (On-line scoring) á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar