Staðan í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

Að loknum 6. umferðum í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða er ÍR-TT enn í efsta sæti deildarinnar með 88,5 stig og einn leik til góða. ÍR-BK er í 2. sæti með 77 stig og eru með tveggja stiga forskot á KFR-Valkyrjur sem eru komnar í 3. sætið með 75 stig og eiga einn leik til góða. Sjá stöðuna eftir 6. umferð

Í tilefni af 20 ára afmæli ÍR-TT er hér mynd af liðinu frá fyrsta keppnistímabili liðsins 1993 – 1994. Frá vinstri Guðrún Ósk Aradóttir, Soffía Dröfn Halldórsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Steinunn Margrét Arnórsdóttir, Ástrós Guðmundsdóttir og Steinunn Jóna Geirsdóttir — í Keilulandi, Garðabæ.

Í 6. umferð tók ÍFH-Elding á móti ÍA í Öskjuhlíðinni og áttust við í jöfnum leik sem fór 10,5 – 9,5. Leikur KFR-Skutlanna og ÍR-BK fór 5 – 15 og KFR-Afturgöngurnar tók á móti ÍR-TT sem máttu sætta sig við tap 13 – 7. ÍR-Buff tók á móti ÍR-N í Egilshöllinni og fór leikur þeirra 13,5 á móti 6.5 og KFR-Valkyrjur unnu ÍR-SK 19 – 1. ÍR-KK sátu hjá í umferðinni.

Úrslit leikja í 6. umferð sem fór fram þriðjudaginn 29. október voru eftirfarandi:
ÍFH-Elding – ÍA 10,5 9,5
KFR-Skutlurnar – ÍR-BK 5 – 15
KFR-Afturgöngurnar – ÍR-TT 13 – 7
ÍR-Buff – ÍR-N 13,5 – 6,5
KFR-Valkyrjur – ÍR-SK 19 – 1

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 6. umferð:
1. ÍR-TT 88,5 (6)
2. ÍR-BK 77 (6)
3. KFR-Valkyrjur 75 (5)
4. ÍR-Buff 73,5 (6)
5. KFR-Afturgöngurnar 60,5 (5)
6. ÍR-N 57,5 (5)
7. ÍFH-Elding 51 (6)
8. ÍR-KK 41 (5)
9. ÍA 33,5 (5)
10. KFR-Skutlurnar 28 (5)
11. ÍR-SK 14,5 (6)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 169,88, ÍR-TT er með 167,0 og KFR-Afturgöngurnar eru með 165,77. ÍR-TT á hæsta leik liðs 770, en KFR-Afturgöngurnar eiga hæstu seríu liðs 2.125.

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar 187,3 að meðaltali í leik í 15 leikjum. Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngunum er með 181,0 að meðaltali í 12 leikjum og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 178,7 í 18 leikjum. Keppni um stigameistararann er rétt að byrja. Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir KFR-Valkyrjum hefur unnið báða sína leik, Elín er með 0,867 í 15 leikjum og Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 0,806 í 18 leikjum. Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,31 að meðaltali í leik í 13 leikjum, Elín er með 4,27 og Guðný er með 4,22. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á hæsta leik deildarinnar 245, Guðný á 234 og Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum hefur spilað 225. Elín á hæstu seríuna 620, Helga kemur næst með 604 seríu og þriðja er Guðný með 593 seríu.

Sjá nánar stöðuna eftir 6. umferð

Í 7. umferð sem fer fram sunnudaginn 17. og þriðjudaginn 19. nóvember tekur ÍA á móti KFR-Skutlunum á Akranesi. Í Öskjuhlíð mætast ÍR-SK og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-N og ÍFH-Elding, ÍR-KK tekur á móti ÍR-Buff og ÍR-BK tekur á móti KFR-Valkyrjum. ÍR-TT situr hjá í 7. umferð.

Nýjustu fréttirnar