Skip to content

ÍR-TT Íslandsmeistarar liða 2013

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Lið ÍR-TT tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í keilu annað árið í röð. Þetta var í þriðja skiptið sem liðið hampar titlinum, en þær urðu í fyrsta skiptið Íslandsmeistarar árið 2010. Í liði ÍR-TT eru Katrín Fjóla Bragadóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir.

Þriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á móti deildarmeisturunum KFR-Valkyrjum fór fram í Egilshöllinni í kvöld. ÍR-TT vann viðureignina í spennandi keppni með 14 stigum á móti 6 og vann því samtals í úrslitunum með 39 stigum á móti 21 hjá  KFR-Valkyrjum. Sömu lið eigast við í úrslitum Bikarkeppni liða á laugardaginn.

KFR-Valkyrjur mættu mjög ákveðnar til leiks í kvöld og byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn 5 – 1 með 718 á móti 707 hjá ÍR-TT og staðan í einvíginu var því orðin 25 hjá ÍR-TT á móti 15 hjá KFR-Valkyrjum. Lið ÍR-TT var hins vegar ekki á því að gefast upp og vann næsta leikinn 6 – 0 með 747 á móti 691 og voru þær þá búnar að tryggja sér titilinn. ÍR-TT vann síðan síðasta leikinn 5 – 1 með 713 á móti 606 hjá KFR-Valkyrjum samtals spilaði ÍR-TT 2.167, en KFR-Valkyrjur 2.015. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði best allra í kvöld með 587 seríu og unglingalandsliðskonan Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR-TT setti persónulegt met í einum leiki þegar hún spilaði 233 og þremur leikjum með 583 seríu. Stöðuna í úrslitakeppninni er hægt að sjá hér

Nýjustu fréttirnar