Skip to content

ÍR-KLS Íslandsmeistarar liða 2013

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Lið ÍR-KLS tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla annað árið í röð, en liðið var að vinna titilinn í áttunda sinn frá upphafi. Í liði ÍR-KLS eru Magnús Magnússon, Einar Sigurður Sigurðsson, Andrés Páll Júlíusson, Arnar Sæbergsson, Árni Geir Ómarsson og Stefán Claessen.

Þriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á móti ÍR-PLS fór fram í Egilshöllinni í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld var ÍR-KLS komið með 25 stig á móti 15 stigum ÍR-PLS. ÍR-KLS vann fyrsta leikinn 5 – 1 og tryggði sér sigurinn í öðrum leik sem fór 1 – 5 og gaf því þriðja leikinn. Samtals vann því ÍR-KLS með 31 stigi á móti 29 hjá ÍR-PLS.

Lið ÍR-KLS mætti mjög ákveðið til leiks og vann fyrsta leikinn 5 – 1 með 779 á móti 745 hjá ÍR-PLS. ÍR-PLS vann síðan annan leikinn með 825 á móti 715 hjá ÍR-KLS sem var þar með búið að tryggja sér titilinn og gaf því þriðja leikinn. Samtals var ÍR-KLS með 1.494 og ÍR-PLS með 1.570. Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði best í kvöld með 435 í tveimur leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS var með 411. Stöðuna í úrslitakeppninni er hægt að sjá hér

Nýjustu fréttirnar