Undanúrslit 1. deildar karla og kvenna – Fyrri leikur

Facebook
Twitter

Undanúrslit 1. deildar karla og kvenna á Íslandsmóti liða fara fram mánudaginn 22., þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. apríl. Í undanúrslitunum mætast ÍR-KLS og ÍA-W, ÍR-PLS og ÍA í 1. deild karla og KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar í 1. deild kvenna. Sjá brautaskipan í undanúrslitum

 

Fyrri leikur undanúrslitanna í báðum deildum fór fram í Egilshöllinni í kvöld:
ÍR-KLS vann ÍA-W mjög sannfærandi 18 – 2 og nægir því að vinna 2,5 stig í útileiknum á Skaganum annað kvöld.
ÍR-PLS vann ÍA 14 – 6 og þurfa því að vinna 6,5 stig í útileiknum á Skaganum á miðvikudaginn.
KFR-Valkyrjur áttu stórleik í kvöld og unnu ÍR-Buff 15 – 5 og nægir því að vinna 5,5 stig í Egilshöllinni annað kvöld.
ÍR-TT mátti sætta sig við 7 – 13 tap á heimavelli á móti KFR-Afturgöngunum. KFR-Afturgöngurnar eiga heimaleik í Öskjuhlíðinni annað kvöld og þurfa að vinna 7,5 stig til að tryggja sér sigur í viðureigninni.

Stöðuna í úrslitakeppninni má sjá hér

Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi, það er að liðið sem er í efsta sæti deildarinnar keppir við liðið í 4. sæti og liðið í 2. sæti keppir við liðið í 3. sæti. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þremur viðureignum ráða. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Nýjustu fréttirnar