Keilumót RIG 2013 – Undanúrslit

Facebook
Twitter

Íslensku keppendurnir byrjuðu vel í undanúrslitunum, en gáfu flestir eftir á endasprettinum. Joline Person-Planefors spilaði best allra keppenda í undanúrslitunum, samtals 2.118 pinna eða 235,33 að meðaltali í 9 leikjum og vann alla sína leiki. Rebecka Larsen var í 2. sæti með 2.164, Hafþór Harðarson ÍR var með 2.126 í 3. sæti og Robert Andersson endaði í 4. sæti með 2.119.

Magnús Magnússon ÍR sem hafði spilað best allra keppenda í milliriðlinum varð í 5. sæti með 2.011, 10 pinnum á eftir honum og í 6. sæti varð Skúli Freyr Sigurðsson ÍA með 2.001. Róbert Dan Sigurðsson ÍR hafnaði í 7. sæti með 1.964 og tveimur pinnum á eftir honum varð Kim Ojala með 1.962 í 8. sæti. Matthias Arup varð í 9. sæti með 1.921 og Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA hafnaði í 10. sæti með 1.865. Staðan eftir undanúrslit

Á myndinni eru efstu fjórir keppendurnir Hafþór Harðarson ÍR, Rebecka Larsen, Joline Person-Planefors og Robert Andersson.
 

Nýjustu fréttirnar