AMF mótið – Staðan eftir forkeppni

Facebook
Twitter

Nú er forkeppni lokið á fyrsta AMF móti vetrarins og var spilamennskan ennþá hærri í dag en í fyrri riðlinum. Kristján Þórðarson úr ÍA er efstur með samtals 1.336 pinna eða 222,67 að meðaltali í 6 leikjum. Björn Birgisson KFR er í 2. sæti með 1.284 pinna og 214 meðaltal og Arnar Sæbergsson ÍR er þriðji inn í úrslitakeppnina á sama skori.

Einar Már Björnsson ÍR sem var í efsta sæti eftir fyrri riðilinn kemur síðan næstu í fjórða sæti með samtals 1.266 og 211 meðaltal. Andrés Páll Júlíusson ÍR er í 5. sæti með 1.249 og 208,17, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 6. sæti með 1.242 og 207 í meðaltal, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR er í 7. sæti með 1.204 pinna og 200,67, Hörður Einarsson ÍA er í 8. sæti með 1.188 og 198, Snorri Harðarson ÍA er 9. með 1.184 og 197,33 meðaltal og Magnús Magnússon ÍR var síðastur inn í úrslitin með 1.171 og 195,17 að meðaltali.

Keppni um sæti í úrslitum var mjög hörð og munaði aðeins 8 pinnum á næstu fjórum keppendum. 3 pinnum á eftir Magnúsi í 11. sæti var Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA. Í 12. sæti 4 pinnum á eftir var Einar S. Sigurðsson ÍR. Róbert Dan Sigurðssoni ÍR var í 13. sæti 6 pinnum á eftir og í 13. sæti 8 pinnum á eftir var Ívar G. Jónasson KFR. Aðeins tóku tvær konur þátt í mótinu að þessu sinni Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR hafnaði í 16. sæti með 1.144 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR var í 17. sæti með 1.133. Sjá nánar

Úrslitakeppni 10 efstu keppendanna fer síðan fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á morgun sunnudag 21. október kl. 9:00. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar