WYC í Helsinki dagur 3

Facebook
Twitter

Í dag spiluðu strákarnir tvímenning í löngum olíuburði og gekk það svona upp og ofan en þannig spiluðu þeir:

Jón Ingi:199-185-237-214-206-197 = 1238

Skúli:205-136-193-164-181-167 = 1046

og Guðmundur Óli spilaði með strák frá Kazakstan og er hann rétt orðinn 9 ára(engin prentvilla)

Mummi: 202-204-141-154-214-153 = 1068

Það byrjaði mjög vel hjá strákunum í morgun en eftir 1 leik datt Skúli úr kontakt og feikti mjög illa þ.e. hann klippti einar 6 leifar og skildi stakar eftir nokuð sem ég hef ekki séð Skúla gera mikið fyrr, en Jón Ingi spilaði nokkuð jafnt og vel.  Mummi byrjaði vel en fékk síðan magapest og þurfti að skerppa frá eftir 3 og 4 leik og það fór eiginlega með hann því hann var alltaf að hugsa um þetta, Mummi kastaði samt mjög vel og hefði undir öðrum kringustæðum spilað töluvert hærra.  Á morgun er liðakeppnin og fáum við Belga sem heitir Mats Magg og spilaði hann í dag 1476 í 6 leikjum 743-733 (í seinni seríunni var hann með 189 leik í miðjunni ) það verður því fjör að spila með honum, hann er efstur eftir 12 leiki.

meira á morgun

kveðja fræa Helsinki

Hörður Ingi

Nýjustu fréttirnar