Evrópumót unglinga

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Unglingalandslið Íslands tekur þátt í evrópumóti unglinga sem haldið er í St. Maximin, sem er lítill bær rétt fyrir utan París, Frakklandi.  Liðið er þannig skipað Ástrós Pétursdóttir, ÍR, Steinunn Inga Guðmundsdóttir, ÍA, Arnar Davíð Jónsson, KFR, Einar Sigurður Sigurðsson, ÍR, Guðlaugur Valgeirsson, KFR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA.  Þjálfarar og farastjórar eru Theódóra Ólafsdóttir og Guðmundur Sigurðsson.

Kekppni hefst á mánudag og er hægt að fylgjast með á heimasíðu mótsins (www.eyc2010.fr).  Ég reikna með að setja inn fréttir hvern keppnisdag og jafnvel bæta við fréttina, þannig að endilega að smella á meira þegar þið kíkið á síðuna og athuga viðbætur.

Nýjustu fréttirnar