Reykjavíkurmót einstaklinga

Facebook
Twitter

Þá er Reykjavíkurmóti einstaklinga lokið.  Reykjavíkurmeistara urðu, annað árið í röð, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, KFR og Magnús Magnússon, ÍR. 

Magna byrjaði að spila við Ástrós og vann 2-1 á meðan Ragna vann Sigurlaugu með sama mun.  Síðan vann hún Rögnu 2-0 og Sigurlaug vann Ástrós 2-1.

Magnús byrjaði á að spila við Róbert og vann 2-0 á meðan Arnar Davíð og Jón Ingi kepptu. Arnar vann 2-1 og var um hörkuviðureign að ræða.  Fyrsti leikur fór 278 – 267 fyrir Arnari.  Síðan kepptu Magnús og Arnar og vann Magnús 2-0 og kom nú hæsti leikur mótsins er Magnús spilaði 297 í fyrri leiknum.  Róbert vann síðan Jón Inga 2-0 í keppninni um þriðja sætið.  Lokastöðuna má sjá hér.

Þess má geta að Arnar Davíð Jónsson setti 4 Íslandsmet í morgun, 492 í 2 leikjum, 706 í 3 leikjum, 940 í 4 leikjum og 1171 í 5 leikjum.

Nýjustu fréttirnar