Úrslitakeppnin

Facebook
Twitter

Úrslitakeppnin í Íslandsmóti liða hófst í kvöld.  Leikið var í kvöld í Keiluhöllinni og sigruðu heimaliðin í báðum viðureignunum. 

Úrslitakeppnin í Íslandsmóti liða hófst í kvöld.  Leikið var í kvöld í Keiluhöllinni og sigruðu heimaliðin í báðum viðureignunum.  Hjá konunum leiða KFR-Valkyrjur (2061) með 13 stigum gegn 7 stigum ÍR-TT (1985), hæstu á settinu voru Magna hjá Valkyrjum (556) og Sigga hjá TT (532).  Hjá körlunum eru ÍR-PLS (2508) yfir 14 – 6 gegn KR-A (2301).  PLS-menn voru allir yfir 600, Jón Ingi hæstur (666), en hjá KR Magnús Magnússon (688).
Á sama tíma var leikið um þriðja sætið í Íslandsmótinu og unnu KFR-Afturgöngur (2060) KFR-Skutlurnar (2014) 12,5 – 7,5.  Hæstar voru Ragna Matt (538) og Ella (557).  ÍR-KLS (2061) vann svo KFR-Lærlinga (1946) 13-7.  Hæstu spilararnir voru Jöri (550) og Arnar Davíð (563).
Annar hluti keppninnar er svo annað kvöld kl. 19:00
 

Nýjustu fréttirnar