Keppnistímabilið 2007 – 2008

Facebook
Twitter

Keppnistímabilið 2007-2008 hefst á hefðbundinn hátt með Meistaramóti KLÍ, „Meistarar meistaranna“, fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í kvennaflokki keppa Íslands- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur við ÍR-TT sem urðu í öðru sæti í bikarkeppni liða og Íslandsmóti liða. Í karlaflokki keppa Íslandsmeistarar KFR-Lærlingar við bikarmeistara ÍR-PLS.

Deildarkeppni liða hefst svo sunnudaginn 30. september kl. 13:00 með viðureign kvennaliðs KFA-ÍA og nýliðanna í kvennadeildinni KFK-GK og kl. 16:00 hefst síðan viðureign nýliðanna í 2. deild karla KFA-ÍAW og KR-C í Keilsalnum á Akranesi.

Mánudaginn 1. október hefst keppni í 1. deild kvenna og 2. deild karla í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 19:00, en þar mætast í 1. deild kvenna: KFR-Valkyrjur – KFR-Skutlurnar, ÍR-KK – KFR-Afturgöngurnar, ÍR-TT – ÍR-BK. Og í 2. deild karla mætast: ÍR-T – KFA-ÍA-B, ÍR-Blikk – ÍR-Línur, ÍR-NAS – KFK-Keila.is, ÍR-P – KFR-JP-kast, en leikur KFR-Þrastanna og KFK-A fer fram á sama tíma á þriðjudag.

Þriðjudaginn 2. október hefst keppni í 1. deild karla í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 19:00, en þar mætast: KR-A – ÍR-L, ÍR-KLS – KFA-ÍA, ÍR-A – ÍR-PLS, KFR-Stormsveitin – KR-B, KFR-Lærlingar – KFK-Keiluvinir og þá fer einnig fram áðurnefndur leikur í 2. deild karla KFR-Þröstur – KFK-A.

Dagskrá fyrstu 5. umferðanna:
1. deild kvenna
1. deild karla
2. deild karla

Dagskráin er birt með fyrirvara um leiðréttingar og breytingar.

Að þessu sinni eru skráð til keppni 8 kvennalið og eru nýliðarnir KFK-GK og er það í fyrsta sinn sem KFK sendir kvennalið til keppni. Að jafnaði verður keppt í 1. deild kvenna kl. 13:00 á sunnudögum í Keilusalnum á Akranesi og á mánudögum kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.

Karlaliðin eru samtals 22 að tölu, 10 lið í 1. deild karla og 12 lið í 2. deild karla. Að jafnaði verður keppt í 1. deild karla á sunnudögum kl. 16:00 eða kl. 10:00 í Keilusalnum á Akranesi og á þriðjudögum kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í 2. deild karla verður að jafnaði keppt kl. 16:00 eða kl. 10:00 á sunnudögum í Keilusalnum á Akranesi og á mánudögum kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, nema leikir KFR-Þrasta og KFK-A sem fara fram um leið og leikir í 1. deild karla kl. 19:00 á þriðjudögum. En nauðsynlegt var að færa leiki til vegna fjölda liða.

Í Bikarkeppni liða eru skráð til keppni 7 kvennalið, öll nema KFR-Skutlurnar, öll lið 1. deildar karla og 8 lið úr 2. deild karla. Í 32 liða úrslitum karla keppa því 4 karlalið um að komast áfram í 16 liða úrslit og bikarmeistararnir KFR-Lærlingar sitja hjá í 32 liða úrslitunum. Og í 8 liða úrslitum kvenna sitja bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur hjá meðan hin liðin keppa um sæti í 4 liða úrslitum.

Í Deildarbikar liða eru skráð 10 lið, 9 karlalið og 1 kvennalið. Keppt verður í einum riðli og spilaðir 9 leikir á kvöldi. Fyrsta umferð Deildarbikars fer fram þriðjudaginn 16. október og þá verður tekið hlé á keppni í 1. deild karla.

Nýjustu fréttirnar