Skor hækkar á Evrópumótinu

Facebook
Twitter

Skorið hefur farið hækkandi á Evrópumótinu frá því keppni hófst í gærmorgun.   Þeir Róbert Dan Sigurðsson og Björn Sigurðsson léku í síðasta holli fyrri umferðarinnar nú í morgun, og eru í 61. til 62. sæti með 2.208, eða 184 í meðaltal.  Stefán og Andrés eru í 98. sæti og Hafþór og Árni Geir í 100. sæti.

Í efsta sæti eru danirnir Jesper Agerbo og Bo Winther Pedersen, sem léku nú í morgun, með 2.713 eða 226 að meðltali.  Þar á eftir koma svíarnir Magnus Andersson og Tobias Karlsson sem léku í gærkvöld með 2.682, en Tobias lék manna best í fyrri umferðinni og leiðir því einstaklingskeppnina, en hann spilað 1.458.  Í þriðja sæti eru Tobias Gaebler og Achim Grabowski frá Þýskalandi, og því fjórða þeir Robert Andersson og Martin Larsen sem eru okkur Íslendingum vel kunnugir, með 2.632.

 

Klukkan 13:30 heldur keppni áfram í langri olíu, þar sem Árni Geir og Hafþór spila, og klukkan 18:00 leika þeir Stefán og Andrés síðari seríu sína í tvímenningnum.  Róbert og Björn hvíla til morguns, þegar þeir leika klukkan 13:30.

Íslenska liðið að lokinni setningarathöfninni

 

Hörður Ingi í morgun

Nýjustu fréttirnar