Stefán Claessen og Steinþór Geirdal Íslandsmeistarar í tvímenningi

Facebook
Twitter

Á þriðjudagskvöld voru leikin undanúrslit og úrslit á Íslandsmótinu í tvímenningi.  Þeir Stefán Claessen og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR léku allra best, sigruðu alla sína leiki ogvoru með 234,3 að meðaltali í undanúrslitunum.  Þeir unnu sig þannig upp úr fjórða sæti og í það fyrsta.  Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR héldu í annað sætið, en þeir Arnar Sæbergsson og Árni Geir Ómarsson úr ÍR, sem voru efstir eftir milliriðilinn, féllu hinsvegar niður í það þriðja.

Í úrslitunum mættu því Stefán og Steinþór þeim Jóni Inga og Róbert Dan, og þrátt fyrir góða spilamennsku þeirra síðarnefndu, þá sigruðu Stefán og Steinþór fyrstu tvo leikina, 499 gegn 450 og 546 gegn 445, og hömpuðu því Íslandsmeistaratitlinum. 

Keilusambandið vill þakka Atlantsolíu, sem gaf verðlaunin í mótið, fyrir stuðninginn.

Nýjustu fréttirnar