Reykjavíkurmót einstaklinga 2006

Facebook
Twitter

Reykjavíkurmót einstaklinga hófst í morgun, laugardag. Keppni átti að hefjast kl. 9:00 en þar sem keppendur komu að lokuðum dyrum í Keiluhöllinni tafðist keppi af þeim sökum um tæpan klukkutíma. Alls mættu 22 keppendur til leiks, 12 karlar og 10 konur og spiluðu 6 leiki í forkeppni. 4 efstu keppendurnir í kvenna- og karlaflokki keppa síðan til úrslita á morgun sunnudag og á keppni að hefjast kl. 10:00. Úrslitin eru spiluð þannig að keppandi í 1. sæti keppir við keppanda í 4. sæti og keppandi í 2. sæti keppir við keppanda í 3. sæti og sigrar sá sem fyrr vinnur tvo leiki. Sigurvegararnir í leikjunum keppa síðan til úrslita, en þeir sem tapa leikjunum keppa um þriðja sætið og þarf einnig að vinna tvo leiki til að sigra í þeim viðureignum. Í úrslitum í kvennaflokki keppa Sigfríður Sigurðardóttir KFR, Guðný Gunnarsdóttir ÍR, Ragna Matthíasdóttir KFR og Theódóra Ólafsdóttir KFR. Í úrslitum í karlaflokki keppa Hafþór Harðarson KFR, Freyr Bragason KFR, Björn Birgisson KR og Atli Þór Kárason ÍR.

Sjá skor úr forkeppni kvenna og forkeppni karla

Nýjustu fréttirnar