Styrkir frá ÍSÍ

Facebook
Twitter


Keilusamband Íslands hefur fyrir árið 2006 fengið úthlutað tveimur styrkjum frá ÍSÍ. Úr Ólympiufjölskyldunni upphæð kr. 300.000 vegna landsliðsverkefna og að auki 4 frífarseðla á áfangastaði Flugleiða, samtals að upphæð 440.000 kr. Hins vegar úr ríkisstyrk til ÍSÍ vegna sérsambanda ÍSÍ fjárhæð að upphæð kr. 800.000. Sérsamböndunum er ekki heimilt að nota þetta fé til annars en starfsmannakostnaðar, reksturs skrifstofu og fræðslu- og útbreiðslumála viðkomandi íþróttagreinar. Verður styrkurinn greiddur út í fjórum greiðslum 1. mars, 1. júní, 1. september og 1. desember eftir uppgjör þar sem fram kemur sundurliðaður kostnaður og öll fylgiskjöl hvers sambands fyrir sig.

Nýjustu fréttirnar