Hjólað í vinnuna

Facebook
Twitter

Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ ,,Hjólað í vinnuna“ hófst 3. maí og stendur til 16. maí n.k. Nú þegar hafa 220 vinnustaðir skráð lið til leiks, en hægt er að skrá lið til leiks á heimasíðu verkefnisins á www.isisport.is á meðan keppnin stendur yfir. Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Keppt er í 6 fyrirtækjaflokkum um flesta hjólaða daga og flesta hjólaða km., hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Allir þeir sem nýta eigin orku til að koma sér til vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt. Þeir sem taka strætó eru einnig gjaldgengir þátttakendur en þá telur sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð. Samhliða leiknum stendur verkefnið fyrir hjóladegi fyrir fjölskylduna í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sunnudaginn 14. maí. Allar nánari upplýsingar og skráning er á www.isisport.is.

Nýjustu fréttirnar