Árlegur stafgöngudagur ÍSÍ

Facebook
Twitter


Næstkomandi laugardag, 13. maí verður árlegur stafgöngudagur ÍSÍ.  Á stafgöngudeginum taka þjálfarar á móti göngufólki á 12 stöðum á landinu og kenna rétta notkun stafanna og síðan verður gengið í uþb. 40 mínútur. Þeir sem eiga stafi eru hvattir til að hafa þá með sér en einnig verða stafir til taks sem göngufólk getur fengið lánað á meðan kennslu stendur. Allir þátttakendur fá að gjöf skrefamæla frá Kellogg´s sem nýtast vel við að mæla hve mikið er gengið. Kennslan fer fram á eftirtöldum stöðum á Suðvesturlandi: Akranes Skógræktin kl. 10:00, Garðabær  Við Vífilstaðavatn Kl. 10:00, Ásgarður kl. 11:00, Reykjavík  Skautahöllin Kl. 13:00 og 14:00. Stafir til láns á öllum stöðum. Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ www.isisport.is

Nýjustu fréttirnar