Unglingalandslið U18 valið

Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson þjálfarar unglinga landsliðsins hafa valið þá sem leika fyrir Íslands hönd á Evrópumóti Unglinga EYC 2017 sem fram fer  í Helsinki Finnlandi daganna 8. – 17. apríl n.k.

Liðið skipa:

Stúlkur
Elva Rós Hannesdóttir ÍR
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
Helga Ósk Freysdóttir KFR
Málfríður Jóna Freysdóttir KFR

Piltar
Jóhann Ársæll Atlason ÍA
Jökull Byron Magnússon KFR
Steindór Máni Björnsson ÍR
Ólafur Þór Hjaltalín Ólafsson Þór

Á myndinni eru Helga Ósk og Guðgjörg Harpa.
 

Íslandsmót unglingaliða 4.umferð

8 lið þriggja félaga áttust við í tveim riðlum í fjórðu umferð af 5

Efstu tvö liðin úr hvorum riðli leika svo til úrslita. ÍA 1 og ÍR 1 hafa tryggt sig áfram en 5 lið berjast um seinni 2 sætin. 

 

 Íslandsmót unglingaliða 2016-2017 staðan eftir 4.umferð

A riðill   L U J T Stig Skor    
ÍA 1   12 12 0 0 24 5846 : 4084
ÍR 2   12 5 0 7 10 4428 : 4577
KFR 1   12 4 0 8 8 4243 : 4908
ÍR 4   12 3 0 9 6 3820 : 4768
B riðill   L U J T Stig Skor    
ÍR 1   12 11 0 1 22 5629 : 3943
ÍA 2   12 7 0 5 14 4377 : 4409
ÍR 3   12 5 0 7 10 3911 : 4298
KFR 2   12 1 0 11 2 3360 : 4627

 

Keilarar á faraldsfæti

Íslenskir keilarar verða á faraldsfæti í þessum mánuði en þá taka 7 keilarar þátt í tveimur mótum erlendis. 

Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni taka Arnar Davíð Jónsson og Magnús Guðmundsson þátt í AIK International í Stokkhólmi. Um miðjan mánuðinn fer svo fram Irish Open í Dublin. Þar mæta til leiks þeir Guðmundur Sigurðsson, Gústaf Smári Björnsson, Einar Már Björnsson, Alexander Halldórsson, Stefán Claessen, Linda Hrönn Magnúsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir.  Hægt er að fylgjast með okkar fólki á netinu, AIK International og Irish Open.

Íslandsmet í 4 og 5 leikjum

Íslandsmet frá 2011 og 2007 féllu í kvöld í karlaflokki.

Arnar Davíð Jónsson spilaði í kvöld á Veitvet Dbl Tour í Noregi. Arnar Davíð átti frábært kvöld þar sem hann spilaði frábærlega eða 1352 í 5 leikjum eða 270,4 í meðaltal.  Í þessari 5 leikja röð gerði hann sér lítið fyrir og bætti tvö íslandsmet, í 4 og 5 leikja röð.  Fyrra metið, 1069 4 leikja röð, var sett af Hafþóri Harðarsyni árið 2011 en Arnar bætti það um 25 pinna, spilaði 1094.  Hafþór átti einni metið í 5 leikja röð, 1284 en Arnar bætti það um heila 68 pinna og spilaði 1352.
Arnar býr sig nú undir stórt mót í Svíþjóð, AIK International, sem haldið er í Stokkhólmi þessa dagana og lýkur um næstu helgi. Gaman verður að fylgjast með honum þar en Magnús Guðmundsson mun einnig spila í mótinu.
Þeir sem vilja fylgjast með Arnari Davíð á Facebook geta smellt hér og svo er hér einnig tengill á AIK International. 

Hafþór og Linda Hrönn keilarar ársins hjá ÍR

Þann 27. desember sl.fór fram athöfn í ÍR heimilinu þar sem íþróttafólk ÍR fyrir árið 2016 var kunngjört. 

Hjá keiludeildinni voru það Hafþór Harðarson úr ÍR PLS og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR TT sem voru valin. Auk þess fengu þeir félagarnir Andrés Haukur Hreinsson og Guðmundur Jóhann Kristófersson í ÍR Keila.is silfurmerki ÍR fyrir óeigingjörn störf þeirra fyrir deildina á liðnum árum.

Afrek Hafþórs á þessu ári eru m.a. að hann varð Íslandsmeistari með liði sínu ÍR PLS í vor. Einnig varð hann ásamt Einari Má liðsfélaga sínum Íslandsmeistari í tvímenningi nú nýverið. Hafþór varð meðaltalshæsti einstaklingurinn að loknu síðasta keppnistímabili og náði góðum árangri á RIG leikunum en þar endaði hann í 2. sæti á eftir Rikke Holm Agerbo eftir æsispennandi keppni. Hafþór sigraði einnig AMF forkeppnina hér heima á árinu og var fulltrúi Íslands á AMF World Cup sem fram fór í Shanghai nú í október s.l.

Afrek Lindu á þessu ári eru m.a. þau að hún varð í 2. sæti á Íslandsmóti einstaklinga kvenna, varð í 2. sæti á Íslandsmóti para með Stefáni Claessen úr ÍR KLS. Linda varð Bikarmeistari 2016 með liði sínu ÍR TT og tók þátt í landsliðsverkefnum KLÍ og keppti á EM 2016 í Vín en þar tryggði landsliðið sér þátttökurétt á HM 2017.

Stjórn keiludeildarinnar óskar þeim Hafþóri og Lindu til hamingju með kjörið, þakkar Andrési og Ganda fyrir vel unnin störf þeirra í þágu deildarinnar sem og þjálfurum okkar og öðrum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf. Stjórn keiludeildarinnar óskar einnig öllum ÍR keilurum góðs gengis á komandi ári með von um sigursælt ár, fullt af verðlaunum og hærra meðaltal.

Guðmundur og Bergþóra keilarar ársins hjá Þór

Stjórn keiludeildar Þórs hefur valið íþróttafólk ársins 2016 í keilu

Karlar: Guðmundur Konráðsson
Mundi stóð sig vel með liði sínu Þór í efstu deild karla í keilu á síðasta tímabili og var hann bæði með hæsta meðalskor allra keilara innan raða Þórs í deild sem og flest unnin stig fyrir lið sitt.
Á árinu sem er að líða varð Mundi Bikarmeistari Þórs, Akureyrarmeistari ásamt þvi sem hann vann 6 vikna mót Þórs.
Mundi er góð fyrirmynd fyrir aðra keilara enda æfir hann mikið og til fyrirmyndar á allan hátt.

Konur: Bergþóra Pálsdóttir
Á árinu varð hún fyrsti Íslandsmeistari sem Þór eignast í keilu þegar hún sigraði íÍlandsmeistaramót einstaklinga með forgjöf.
Hún sigraði Akureyri Open og varð í 2. sæti í bikarkeppni Þórs og tvímenningskeppni.
Bebba hefur æft mikið á þessu ári og hefur uppskorið eftir því. 

Dregið í Bikarkeppni kvenna.

 Um daginn var dregið í Bikarkeppni kvenna, bæði 16 liða og 8 liða úrslitum.. Spila þarf tvo leiki í 16 liða úrslitum.

 Drátturinn fór þannig:

 16 liða úrslit
 1.   KFR Valkyrjur Z – ÍR-Buff
 2.   ÍA – ÍR KK 

 8 liða úrslit
 1.   KFR Afturgöngur – KFR Skutlurnar
 2.   Sigurvegari leikur 2 16 liða úrslit – Sigurvegari leikur 1 16 liða úrslit
 3.   Þór Þrumurnar – ÍR BK
 4….ÍR TT – KFR Valkyrjur

 Leikirnir í 16 liða úrslitum verða settir á í samvinnu við liðin sem þar leika.
 Leikirnir í 8 liða úrslitum verða leiknir 7. febrúar fyrir utan leiki 2 og 3. Mótanefnd setur þá leiki á í samvinnu við liðin.

Íslenskur sigur á Moss open

Arnar Davíð Jónsson keppti um helgina á Moss Open í Noregi. Eins og sagt var frá í gær þá spilaði hann 300 í forkeppninni og í dag setti hann svo punktinn yfir frábært keiluár með því að vinna mótið.

 Arnar komst inn í úrslitin með því að spila 890 í undanúrslitum sem tryggði honum síðasta sætið inn í úrslitin, 8 pinnum á undan næsta manni. Í úrslitum spiluðu 5 manns og var fyrirkomulagið þannig að allir spiluðu fyrst einn leik og datt sá sem spilaði lægsta leikinn út. Haldið var áfram þar til tveir voru eftir. Þar spilaði Arnar við svíann Bjorn Linqvist og sigraði 246 – 226 og tryggði sér því 10.000 nkr eða um 130.000 ikr. í verðlaunafé. Frábær árangur hjá okkar manni og frábært að loka árinu svona.