Arnar leikur kl. 11:30 í dag

Arnar Davíð leikur seinni 8 leikina í forkeppni EM í dag. Hann á góða möguleika á að komast áfram. 

Arnar, sem lék mjög vel í gær, er sem stendur í 10. sæti en 16 efstu komast áfram í milliriðil.  Keppni hefst hér í Olomouc kl. 11:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins http://www.ecc2016.eu/ og fylgjast beint með skorinu á slóðinni http://onlinescore.qubicaamf.com/?idcenter=8730. Arnar hefur leik á braut 15 og færir sig svo eitt sett niður eftir hvern leik. 

Hafdís hefur lokið leik

Hafdís Pála hefur lokið leik á EM í Olomouc. Hún endaði í 34. sæti. 

 Hafdís lék seinni 8 leikina í forkeppninni í gær. Hún var að loka betur en í fyrri 8 leikjunum en fékk þó nokkuð af erfiðum glennum. Hún spilaði 1303 og 2622 í heildina sem gera 163,9 í meðaltal.

Baráttan á toppnum er hörð en þar er spilamennskan mjög góð. Efst er Maria Bulanova frá Rússlandi með 232.2 í mtl, í öðru sæti er Casja Wegner með 225,6 í mtl og í því þriðja er Nicole Sanders frá Hollandi með 222,4 í mtl.

Flott spilamennska hjá Arnari

Arnar Davíð hóf keppni á EM í morgun. Hann var í seinni riðli karla en spilamennskan í fyrri riðlinum var mjög góð.

Arnar byrjaði daginn mjög vel, spilaði 267 og fylgdi því eftir með 259 og 257.  Eftir það dalaði spilamennskan aðeins en allir leikir í dag, fyrir utan 7. leik, voru mjög ásættanlegir.
Dagurinn skilaði 1801 sem gera 225,1 í mtl og þegar allir hafa lokið 8 leikjum er Arnar í 10 sæti af 40 keppendum.  Á morgun eru leiknir 8 leikir til viðbótar og eftir þá komast 16 efstu keppendurnir áfram.

Hafdís Pála spilar seinni 8 leikina sína í forkeppninni síðar í dag en Arnar Davíð leikur sína seinni 8 leiki annað kvöld.

Minningarmót KFR

Laugardaginn 29. október kl. 10:00 heldur Keilufélag Reykjavíkur minningarmót um látna keilara. Leiknir eru 4 leikir og er leikið í blönduðum flokki með forgjöf. Forgjöf er 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu 5 sætin.

1. sæti – kr. 25.000.-

2. sæti – kr. 15.000.-

3. sæti – kr. 10.000.-

4. sæti – kr. 6.000.-

5. sæti – kr. 4.000.-

 

Olíuburður: 2007 USBC Junior Gold – Modified Cheetah – 34 fet – ratio 1.97

Mótið er opið og geta allir tekið þátt óháð félgai – Verð kr. 4.000.-

Lokað er fyrir skráningar föstudaginn 28 .okt. kl.21:00

Smelltu hér til að skrá þig

Erfiður dagur hjá Hafdísi

Hafdís Pála hóf leik í dag á Evrópumótinu í Olomouc.  

Eftir ágætis byrjun í fyrsta leik reyndist það sem á eftir kom frekar erfitt. Hafdís var að kasta ágætlega en gekk illa að finna línu og einnig var leifaspilið ekki að ganga nógu vel.  Hún endaði með 1319 í 8 leikjum sem gera 164,9 í meðaltal og er í 16. sæti þegar fyrsta riðli af þremur er lokið. Hin sænska Casja Wegner spilaði best í riðlinum eða 1825 sem gera 228.1 í meðaltal.

Í fyrramálið kl. 7:00 að íslenskum tíma hefst svo keppni hjá Arnari Davíð en Hafdís leikur næst á morgun kl. 11:30.

Hafdís og Arnar Davíð á ECC

Dagana 25. – 31. október fer Evrópumót landsmeistara fram í Olomouc í Tékklandi 

 Það eru Íslandsmeistararnir 2016, Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson úr KFR sem keppa fyrir Íslands hönd á mótinu. Með þeim er Ásgrímur H. Einarsson þjálfari.
Keppni hefst á miðvikudag en í dag eru æfingar á brautunum.  Olíuburður í mótinu var kynntur í morgun og verður hann 42 fet, hægt er að skoða hann nánar hér.

Hafdís byrjar fyrstu átta leikina á morgun miðvikudag kl. 9:00 (7:00 Ísl tíma) og Arnar Davíð spilar fyrstu átta leikina á fimmtudag kl. 9:00 (7:00 Ísl tíma).

Heimasíða mótsins er www.ecc2016.eu og þar eru birt úrslit jafnóðum, eins er hægt að fylgjast með skori á síðunni, onlinescore.qubicaamf.com/?idcenter=8730

Fréttir verða uppfærðar hér á síðu KLÍ daglega.

 

Íslandsmót í tvímenning 2016

 Íslandsmót í tvímenning 12 & 13 nóv 2016

Laugardagur 12.okt kl 9:00
Forkeppni 7500.- pr.tvímenning
4leikir – Efstu 10 fara áfram

Milliriðill 7500.- pr.tvímenning
4.leikir – Efstu 6 fara áfram

Sunnudagur 13.okt kl 9:00
Undanúrslit 7500.- pr.tvímenning
Einföld umferð allir við alla

Úrslit – Efstu 2 leika til úrslita

 

Olíuburðir:
Elitserien-47 fet 
http://www.swebowl.se/globalassets/svenska-bowlingforbundet/oljeprofiler-1617/elitserien- 47-2016.pdf 
Los Angeles – 35 fet 
http://www.worldbowling.org/wp-content/uploads/2014/04/WTBALosAngeles35_16.pdf

Skráning inn á:
www.keila.eventbrite.com

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna sem fornafn í skráningu

Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 10.11.16 kl 10.11pm (kl: 22.11)

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst eða að færa það til kl 8:00 ef að það verða það margir

Hafþór Harðarson keppir í Kína

Hafþór Harðarson ÍR er núna í Shanghai í Kína að keppa á Heimsbikarmóti einstaklinga í keilu, AMF Wolrd Cup. 

Þetta er eitt sterkasta einstaklingsmót í keilu sem hægt er að komast á.
SportTv.is er á staðnum og flytur fréttir af kappanum daglega á meðan mótið er. Einnig er von á innslögum í íþróttafréttum RÚV. Fyrsta viðtalið við Hafþór er komið á heimasíðu SportTV.
Hægt er að fylgjast með framvindu mála á Facebook síðu mótsins 
og á heimasíðu mótsins