Guðmundur og Bergþóra keilarar ársins hjá Þór

Facebook
Twitter

Stjórn keiludeildar Þórs hefur valið íþróttafólk ársins 2016 í keilu

Karlar: Guðmundur Konráðsson
Mundi stóð sig vel með liði sínu Þór í efstu deild karla í keilu á síðasta tímabili og var hann bæði með hæsta meðalskor allra keilara innan raða Þórs í deild sem og flest unnin stig fyrir lið sitt.
Á árinu sem er að líða varð Mundi Bikarmeistari Þórs, Akureyrarmeistari ásamt þvi sem hann vann 6 vikna mót Þórs.
Mundi er góð fyrirmynd fyrir aðra keilara enda æfir hann mikið og til fyrirmyndar á allan hátt.

Konur: Bergþóra Pálsdóttir
Á árinu varð hún fyrsti Íslandsmeistari sem Þór eignast í keilu þegar hún sigraði íÍlandsmeistaramót einstaklinga með forgjöf.
Hún sigraði Akureyri Open og varð í 2. sæti í bikarkeppni Þórs og tvímenningskeppni.
Bebba hefur æft mikið á þessu ári og hefur uppskorið eftir því. 

Nýjustu fréttirnar