Steindór með 3 íslandsmet í Reykjavíkurmóti unglinga.

Í vikunni fór fram Reykjavíkurmót unglinga í keilu í Keiluhöllinni Egilshöll 

Þar fór Steindór Máni Björnsson á kostum þegar hann sigraði 2. flokk pilta og setti í leiðinni 3 íslandsmet.

Metin sem um ræðir eru í flokki 15 – 16 ára pilta og voru þau í tveimur, fimm og sex leikja seríu.

Metin eru:

2 leikir 501

5 leikir 1168

6 leikir 1367

 

Við óskum Steindóri til hamingju með frábæra spilamennsku.

Guðmundur og Guðbjörg eru Akureyrarmeistarar í keilu 2017

Guðmundur Konráðsson (Mundi) og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir (Bubba) urðu Akureyrarmeistarar í keilu þriðjudaginn 25. apríl síðastliðinn 

 

Spiluð var þriggja leikja sería í karla- og kvennaflokkum og röðuðust keppendur svo í sæti eftir því hvernig skorið var. 6 efstu karlarnir komust áfram og 5 efstu konurnar og var því næst spilað til úrslita með stepladder fyrirkomulagi. Það virkar þannig að sá sem sat í 6. sæti karla þurfti að spila við 5. sætið og sigurvegarinn í þeirri viðureign myndi spila við 4. sætið og svo koll af kolli þar til komið væri að þeim sem sat í 1. sæti. Til úrslita í karlaflokki spiluðu Ólafur Þór Hjaltalín og Mundi og hjá konunum voru það Guðbjörg Harpa og Erna Hermannsdóttir.

Erna tók sér hlé frá keilu í vetur og var þetta hennar eina mót og því athyglisverður árangur hjá henni.
Einnig má nefna góðan árangur hjá Birki Erni Erlingssyni sem hafnaði í 3. sæti en hann náði að vinna sig upp úr 6. sætinu með því að slá út nokkra sterka andstæðinga.

Karlar
1. Sæti Guðmundur Konráðsson
2. Sæti Ólafur Þór Hjaltalín
3. Sæti Birkir Örn Erlingsson

Konur
1. Sæti Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir
2. Sæti Erna Hermannsdóttir
3. Sæti Geirdís Hanna Kristjánsdóttir

ÍR Íslandsmeistarar unglingaliða

 

Úrslitakeppni í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í dag

ÍA 1 og ÍA 2 öttu kappi og svo ÍR 1 og KFR 1 vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitaleikinn.

ÍA 1 og ÍR 1 unnu bæði tvo leiki og spiluðu því til úrslita. ÍR 1 vann fyrsta leikinn og ÍA 1 svaraði til baka og vann annan leikinn. ÍA var einungis 16 pinnum frá því að slá Íslandsmetið í 2 leikjum. Þriðji leikurinn var síðan jafn og spennandi frá upphafi til enda og réðust úrslitin í síðasta kasti ÍR vann 573 gegn 565 ÍA og hjuggu ÍR ingar nærri Íslandsmeti í 3 leikjum.

Spilamennskan stórglæsileg og skemmtun á að horfa hjá báðum liðum ÍR varði því titilinn frá í fyrra það verður eftirsjá af þessum spilurum úr þessari keppni því allir strákarnir sem spiluðu til úrslita í dag voru að keppa í unglingaliðakeppninni í síðasta skipti sökum aldurs. 

 

 

 

 

Íslandsmót unglingaliða 5.umferð

 

8 lið þriggja félaga áttust við í tveim riðlum í síðustu umferð af 5

Efstu tvö liðin úr hvorum riðli leika svo til úrslita. ÍA 1 og ÍR 1 höfðu tryggt sig áfram fyrir daginn í dag.

ÍA 2 vann fyrsta leikinn sinn og tryggði sig áfram í úrslitin úr B riðli ásamt ÍR 1.

A riðillinn var öllu meira spennandi í síðasta leik unnu ÍR 2 lið ÍR 4 og voru jöfn KFR 1 að stigum en pinnafall gildir og stóðu ÍR 2 betur að vígi, ÍA 1 og KFR 1 öttu kappi og var leikurinn jafn og spennandi þar til síðasta skotið reið af Málfríður átti þá 2 pinna eftir og þurfti einn til að skjóta KFR inn í úrslitin sem hún og gerði og leikurinn endaði í jafntefli 1 stig á lið KFR síðasta lið til að tryggja sér leik á morgun í úrslitunum.

ÍA 1 og ÍA 2 eigast því við og hins vegar ÍR 1 og KFR 1 vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitin.

Leikirnir hefjast klukkan 9:00 23.04.2017

Hvetjum fólk til að kíkja og horfa á framtíðarspilara.

 

 

 

 

 Íslandsmót unglingaliða 2016-2017 staðan eftir 5. umferð 

A riðill   L U J T Stig Skor    
ÍA 1   15 14 1 0 29 7246 : 5128
KFR 1   15 6 1 8 13 5573 : 5938
ÍR 2   15 6 0 9 12 5711 : 5662
ÍR 4   15 3 0 12 6 4450 : 6252
B riðill   L U J T Stig Skor    
ÍR 1   15 13 0 2 26 6836 : 4938
ÍA 2   15 8 0 7 16 5476 : 5520
ÍR 3   15 7 0 8 14 4947 : 5310
KFR 2   15 2 0 13 4 4272 : 5763
 

Aðalfundur KR

 

 

 

 

Aðalfundur keiludeildar KR fór fram 21.Apríl

Þáttakan var fín og létt yfir klúbbnum.
Enda glatt á hjalla hjá KR eftir Íslandsmót félaga. 

Ný stjórn var kjörin og mun hún blása til sóknar.

 

Stjórn Keiludeildar KR er.
Formaður: Höskuldur Þór Höskuldsson.
Varaformaður: Þorleifur Jón Hreiðarsson.
Gjaldkeri: Magnús Reynisson.
Ritari: Björn Kristinsson.
Meðstjórnandi: Bragi Már Bragason.

Magna Ýr ekki á ECC eða HM

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Íslandsmeistari kvenna, mun ekki taka þátt í verkefnum afrekshóps KLÍ á þessu ári. 

Magna sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hún segir frá því að hún sé ólétt og muni því ekki taka þátt í ECC (Evrópumóti landsmeistara) sem fram fer í Austuríki í haust og ekki á HM sem fram fer í Kuwait í desember. Hún stefnir á að vera komin á fullt fyrir EM 2018.
Við óskum Mögnu og fjölskyldu innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir.

 

 

 

 

Íslandsmót í tvímenningi deildarliða

Úrslit í tvímenning deildarliða verður Sunnudaginn 23.Apríl 2017 kl: 20:00

 

Þau lið sem að keppa eru:

KFR Lærlingar
KR A
KR E
ÍR L
ÍR KLS
ÍR PLS

Spilað er á brautum 17 – 22

 

Leikur 1:
17 – 18 ÍR PLS – KR A
19 – 20 ÍR L – KFR Lærlingar 
21 – 22 ÍR KLS – KR E

Leikur 2
17 – 18 ÍR KLS – KFR Lærlingar
19 – 20 KR A – KR E 
21 – 22 ÍR PLS – ÍR L

Leikur 3
17 – 18 KR E – ÍR PLS
19 – 20 ÍR KLS – ÍR L
21 – 22 KR A – KFR Lærlingar

Leikur 4
17 – 18 ÍR L – KR E
19 – 20 KFR Lærlingar
21 – 22 KR A – ÍR KLS

Leikur 5
17 – 18 KR A – ÍR L
19 – 20 ÍR PLS – ÍR KLS
21 – 22 KFR Lærlingar – KR E