Opna Reykjavíkurmótið í keilu 2017

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hafdís Pála og Gústaf Smári úr KFR eru Reykjavíkurmeistarar kvenna og karla 2016Búið er að opna á skráningu á Opna Reykjavíkurmótið í keilu 2017 en það fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 29. ágúst og hefst keppni kl. 18:00 Fyrirkomulag mótsins í ár er þannig að leikin er 6 leikja sería, skipt um brautarpar eftir hvern leik. Að lokum fara 5 efstu karlar og konur í Step Ladder úrslit þar sem 5. sætið keppir einn leik við 4. sætið og svo koll af kolli. Sigurvegarinn verður Reykjavíkurmeistari í keilu 2017 

Skráning í mótið fer fram á vefnum og er hér. Skráningu lýkur mánudaginn 28.8. kl. 21:00

Olíuburður verður R – Gateway Arch 42 fet.

Verð í mótið er aðeins kr. 5.500,-

Reykajvíkurfélögin

Nýjustu fréttirnar