Meistarakeppni ungmenna 3. umferð

Á laugardaginn fór fram 3. umferð í Meistarakeppni ungmenna. Alls voru 53 ungmenni sem tóku þátt í þessari umferð og mun það vera fjölmennasta mótið sem haldið hefur verið. Glæsilegir krakkar hér á ferð.

Að venju hófu eldri iðkendur leikinn um morguninn og spiluðu 6 leiki. Best allra spiluðu Alexander Halldórsson í 1. fl. pilta en hann var með 1.130 pinna eða 188,3 í meðaltal og Helga Ósk Freysdóttir KFR í 2. fl. stúlkna en hún náði 1.033 eða 172,2 í meðaltal.

Af yngri iðkendum, sem hófu keppni um kl.. 11 voru það Matthías Leó Sigurðsson úr ÍA í 4. fl. pilta með 368 pinna í þrem leikjum eða 122,7 í meðaltal og Fjóla Dís Helgadóttir KFR í 4. fl. stúlkna með 269 pinna eða 89,7 í meðaltal.

Lokastöður úr mótinu voru þessar:

  1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 1997-1999)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Alexander Halldórsson ÍR 1.130 188,3
2 Gunnar Ingi Guðjónsson KFA 1.047 174,5
3 Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 1.032 172,0
4 Benedikt Svavar Björnsson ÍR 959 159,8
         
  1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 1997-1999)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍR 1.016 169,3
         
  2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2000-2002)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Steindór Máni Björnsson ÍR 1.121 186,8
2 Jóhann Ársæll Atlason KFA 1.090 181,7
3 Ólafur Sveinn Ólafsson KFA 1.017 169,5
4 Arnar Daði Sigurðsson KFR 999 166,5
5 Ágúst Ingi  Stefánsson ÍR 987 164,5
6 Einar Máni Daníelsson KFR 916 152,7
7 Adam Geir Baldursson ÍR 882 147,0
8 Daníel Trausti Höskuldsson KFA 817 136,2
         
  2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2000 -2002)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Helga Ósk Freysdóttir KFR 1.033 172,2
2 Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór 968 161,3
3 Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 899 149,8
4 Elva Rós Hannesdóttir ÍR 863 143,8
5 Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR 837 139,5
6 Wiktoria Chilimoniuk ÍR 489 81,5
         
  3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2003 -2005)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Nikolas Lindberg Eggertsson KFR 934 155,7
2 Hlynur Atlason KFA 916 152,7
3 Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 911 151,8
4 Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR 852 142,0
5 Ísak Birkir Sævarsson KFA 706 117,7
6 Bárður Sigurðsson ÍR 675 112,5
7 Vébjörn Dagur Kristinsson KFR 657 109,5
8 Micael Þór Arnarsson ÍR 639 106,5
9 Arnar A. Zarioh Baldvinsson  ÍR 582 97,0
         
  3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2003 -2005)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Sara Bryndís Sverrrisdóttir ÍR 1.027 171,2
2 Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 926 154,3
3 Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 847 141,2
4 Eyrún Ingadóttir KFR 791 131,8
5 Harpa Ósk Svansdóttir KFA 787 131,2
6 Emma Rún Baldvinsdóttir KFR 758 126,3
7 Sonja Líf Magnúsdóttir ÍR 755 125,8
8 Bergrún Birta Liljudóttir KFA 683 113,8
9 Agnes Rún Marteinsdóttir KFA 510 85,0
         
  4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2006 -2008)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Matthías Leó Sigurðsson KFA 368 122,7
2 Hrannar Þór Svansson KFR 359 119,7
3 Ásgeir Karl Gústafsson KFR 311 103,7
4 Mikael Aron Vilhelmsson KFR 298 99,3
5 Róbert Leó Gíslason KFA 297 99,0
6 Tristan Máni Nínuson ÍR 294 98,0
7 James Andre Oyola Yllescas ÍR 294 98,0
8 Ísak Freyr Konráðsson KFA 229 76,3
9 Kristófer Sveinbjörnsson KFA 216 72,0
10 Ólafur Hjalti Haraldsson KFA 212 70,7
11 Kristján Guðnason ÍR 210 70,0
12 Tómas Freyr Garðarsson KFA 207 69,0
13 Jónas Zarioh Baldvinsson ÍR 169 56,3
14 Ragnar Páll Aðalsteinsson KFA 142 47,3
         
  4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2006-2008)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Fjóla Dís Helgadóttir KFR 269 89,7
         
  5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2009-2013)
Sæti Nafn Félag Samtals M.tl.
1 Ingimar Guðnason ÍR 91 30,3

1. flokkur pilta

1. flokkur stúlkna

2. flokkur pilta

2. flokkur stúlkna

3. flokkur pilta

3. flokkur stúlkna

4. flokkur pilta

4. flokkur stúlkna

5. flokkur pilta

HM í Las Vegas lokið

Um helgina lauk okkar fólk keppni á HM í Las Vegas í Bandaríkjunum. Eins og fram hefur komið voru bæði karla- og kvennalandslið Íslands í fyrsta sinn saman á mótinu.  Á HM landsliða í keilu er keppt í nokkrum keppnum. Einstaklingkeppni, tvímenningi, þrímenningi og liðakeppni fimm manna liða. Einnig fara 24 meðaltalshæstu leikmenn áfram í svokallaða Masterskeppni og er sigurvegarinn þar krýndur Heimsmeistari einstaklinga. Sú keppni fer fram í dag 4. desember. Jón ingi Ragnarsson úr KFR verð efstur íslensku karlanna samanlagt með 200,33 í meðaltal og Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR efst kvenna í 138. sæti með 174,5 í meðaltal.

Besta árangri okkar fólks náði Hafþór Harðarson úr ÍR í einstaklingskeppninni sem fram fór fyrstu dagana en hann endaði í 26. sæti með 207,8 í meðaltal. Efst kvenna varð Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR en hún endaði í 128. sæti með 177,0 í meðaltal.

Í tvímenningi spiluðu saman þeir Hafþór Harðarson og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR en þeir enduðu í 58. sæti með 192,6 í meðaltal. Dagný Edda og Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR enduðu í 80. sæti með 164,2 í meðaltal.

Í þrímenningskeppni náðu Hafþór, Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Arnar Davíð Jónsson KFR 41. sætinu með 191,9 í meðaltal og Dagný, Katrín og Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR náðu 47. sætinu með 173,2 í meðaltal.

Í keppni fimm manna liða enduðu karlarnir í 23. sæti af 36 með 189,0 í meðaltal og konurnar enduðu í 28. sæti af 30 með 167,3 í meðaltal.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess.

Frá HM í Las Vegas – Liðakeppnin, fyrri dagur

Í gær var fyrri dagur keppni í fimm manna liðum á HM. Fimm manna liða keppnin er talsverð þolraun, spilamennska er hæg, talsverður biðtími á milli skota og brautirnar breytast hratt. Okkar fólk spilaði ágætlega í dag.

Karlaliðið byrjaði vel og spilaði 958 í fyrsta leik þar sem Jón Ingi og Skúli Freyr fóru fyrir liðinu, Jón með 241 og Skúli með 244. Síðan tók að halla undan fæti og urðu næstu leikir 871 og 921. Liðið er því í 30. sæti eftir fyrri daginn með 183,33 í meðaltal sem er aðeins fyrir neðan markmið og væntingar. Það var Skúli Freyr Sigurðsson sem spilaði best strákana í dag eða 621 sem gera 207 í meðaltal.

 

Stelpurnar  stóðu sig ágætlega í dag þar sem Katrín Fjóla Bragadóttir átti frábæran dag og spilaði hún 622 sem gera 207,33 í meðaltal. Stelpurnar spiluðu 2.628 í heildina eða 175,2 í meðaltal og sitja í 25. sæti eftir fyrri dag liðakeppninnar.

Seinni dagur liðakeppninnar er á morgun, sunnudag.

Frá HM í keilu – Dagur 6, þrímenningur klárast

Lið Ísland 1 í þrímenningi kvenna: Dagný Edda, Katrín Fjóla og Linda HrönnÞrímenningskeppni HM hélt áfram í gær í Las Vegas á Heimsmeistaramótinu í keilu.
Leiknir voru seinni þrír leikirnir í karla- og kvennaflokki og gekk upp og ofan hjá okkar fólki.

Í kvennaflokki léku saman:

Ísland  1
Katrín Fjóla Bragadóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Ísland 2
Guðný Gunnarsdóttir
Bergþóra Rós Ólafsdóttir
Hafdís Pála Jónasdóttir

Ísland 1 lenti í erfiðleikum með brautirnar og spiluðu talsvert lakar en í gær. Þær spiluðu 1.489 eða 165,4 í meðaltal. Enduðu þær í 47. sæti eftir að hafa verið í 40. sæti eftir fyrri daginn. Sama má segja um Ísland 2, það gekk erfiðlega hjá þeim og spiluðu þær 1.460 sem gera 162.2 í meðaltal. Þær urðu í 52. sæti og féllu því um eitt sæti frá í gær. Það var Linda Hrönn Magnúsdóttir sem spilaði best af íslensku stelpunum í dag, 556.

Í karlaflokki léku saman:

Karlalið Ísland 1 í þrímenningi: Hafþór, Arnar Davíð og Jón IngiÍsland 1
Jón Ingi Ragnarsson
Arnar Davíð Jónsson
Hafþór Harðarson

Ísland 2
Gunnar Þór Ásgeirsson
Gústaf Smári Björnsson
Skúli Freyr Sigurðsson

Ísland 1 byrjaði rólega í dag en unnu á eftir því sem leið á. Þeir spiluðu 1.762 sem gera 195,78 í meðaltal og skilaði það þeim í 41. sæti. Þeir hoppuðu því um 14 sæti frá því í gær. Ísland 2 náði aldrei að finna taktinn í dag. Brautirnar reyndust erfiðar og spiluðu þeir 1.494 sem gera 166 í meðaltal.  Þeir enduðu í 61. sæti eftir að hafa átt frábæran fyrri dag þar sem þeir voru í 27. sæti.

Hafþór Harðarson spilaði best strákana í dag eð 598 en annars voru strákarnir í Ísland 1 mjög jafnir í dag því Arnar Davíð var með 585 og Jón Ingi 579.

Fjögur efstu lið karla og kvenna komust í úrslit sem leikin verða á sunnudag. Eftirtalin lið komust í úrslit:

Konur:
USA með 212,2 í meðaltal
Þýskaland með 210,3
Taiwan með 206,7
Indonesía með 206,8

Karlar:
Japan með 214,9 í meðaltal
Hong Kong með 211,6
Finland með 210,2
Taiwan með 208,7

Næstu tvo daga verður leikið í 5 manna liðum á HM í Las Vegas. Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess. Þar má sjá stöður í keppnum, stöður leikja í rauntíma og beinar útsendingar frá ákveðnum brautum sem og upptökur úr keppninni.

Frá HM í Las Vegas – Þrímenningskeppnin

Linda Hrönn MagnúsdóttirÍ gær hófst keppni í þrímenning og var leikið bæði í karla- og kvennaflokki. Leiknir voru þrír leikir og voru 56 þrímenningar í kvennaflokki og 69 í karlaflokki.

Í kvennaflokki léku saman:

Ísland  1
Katrín Fjóla Bragadóttir
Linda Hrönn Magnúsdóttir
Dagný Edda Þórisdóttir

Ísland 2
Guðný Gunnarsdóttir
Bergþóra Rós Ólafsdóttir
Hafdís Pála Jónasdóttir

Ísland 1 spilaði ágætlega og var skorið þeirra 1.628 sem gera 181 í meðaltal og eru þær í 40. sæti.
Þær áttu frábæran þriðja leik en hann spiluðu þær 627 og það var Linda Hrönn sem fór fyrir liðinu í þeim leik með 243 stig. Frábær leikur hjá Lindu og hæsti leikur íslensku stelpnanna það sem af er móti. Ísland 2 spilaði 1.524 sem gera 169 í meðaltal og eru í 51. sæti.

Í karlaflokki léku saman:

Jón Ingi RagnarssonÍsland 1
Jón Ingi Ragnarsson
Arnar Davíð Jónsson
Hafþór Harðarson

Ísland 2
Gunnar Þór Ásgeirsson
Gústaf Smári Björnsson
Skúli Freyr Sigurðsson

Ísland 1 hóf daginn. Þeir spiluðu 1.692 sem gera 188 í meðaltal. Jón Ingi spilað vel, 646 sem gera 215 í meðaltal.  Þetta settur þá í 55. sæti eftir fyrri daginn. Ísland 2 fylgdi á eftir og ætluðu sér ekki minna en Ísland 1. Þeir spiluðu mjög vel í kvöld, 17.99 sem gerir 200 í meðaltal. Þeir eru í 27. sæti.

Keppni í þrímenning heldur áfram á morgun þegar seinni 3 leikirnir verða leiknir.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess. Þar má finna stöður, sjá beinar útsendingar frá keppni sem og upptökur.

HM í keilu – Tvímenningur kvenna

Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla BragadóttirKeppni hélt áfram á HM í keilu í gær. Keppt var í tvímenning kvenna og voru 85 tvímenningar skráðir til þátttöku. Stelpunum okkar gekk ekki nógu vel en bestum árangri okkar tvímenninga náðu Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir en þær spiluðu 1.970 sem gera 164,17 í meðaltal en það skilaði þeim 80. sæti.

Fjórir efstu tvímenningarnir léku svo til úrslita í kvöld bæði í karla og kvennaflokki. Það voru Dawun Jung og Moonjeong Kim frá Suður Kóreu sem urðu heimsmeistarar kvenna þegar þær sigruðu Li Jane Sin og Shalin Zulkifli frá Malasíu í úrslitum 454 – 397. Í karlaflokki urðu Bandaríkjamennirnir Chris Barnes og Tommy Jones heimsmeistarar en þeir sigruðu Kwun Ho Lau og Eric Tseng frá Hong Kong 420 – 409.

Á morgun er fyrri dagur þrímenningskeppninnar og er þá leikið bæði í karla- og kvennaflokki. Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess. Þar er hægt að sjá skor í rauntíma og beinar útsendingar sem og stöður í mótinu.

Dagur 3 á HM – Tvímenningur karla

Í gær, mánudaginn 27. nóvember, var leikið í tvímenning karla á HM í keilu í Las Vegas. Alls tóku 108 tvímenningar þátt í þeirri keppni.

Það voru Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson sem náðu bestum árangri íslensku tvímenninganna en þeir enduðu í 58. sæti með 2.311 stig sem gera 192.58 í meðaltal.
Hafþór hélt áfram að spila vel og náði 1.210 pinnum eftir 6 leiki tvímenningsins og situr í 36. sæti í heildarkeppninni eftir einstaklings- og tvímenningskeppnina.

Í dag þriðjudaginn 28. er leikið í tvímenningi kvenna en þar leika þrír tvímenningar frá Íslandi:

  • Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir  kl. 17:00 að íslenskum tíma
  • Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Hafdís Pála Jónasdóttir kl. 17:00
  • Dagný Edda Þórisdóttir og Katrín Fjóla Bragadóttir kl. 21:40

Í gær var einnig leikið til úrslita í einstaklingskeppni karla og kvenna. Til úrslita í kvennaflokki léku Mai Ginge Jensen frá Danmörku og Futaba Imai frá Japan. Futaba sigraði nokkuð örugglega 191 – 163 og er því heimsmeistari einstaklinga 2017.

Í karlaflokki léku til úrslita Hollendingurinn Xander van Mazjik og Hao-Ming Wu frá Kínversku Taipai. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrra en í síðasta ramma. Xander van Mazjik spilaði 224 á móti 190 stigum Ming Wu og er því  heimsmeistari einstaklinga 2017.

Mótið heldur síðan áfram næstu daga en þá er keppt í þrímenningi, liðakeppni 5 manna liða og loks fara 24 meðaltalshæstu karlar og konur í svokallaða Masterskeppni. Hafþór situr eins og er í 36. sæti og á ágætis möguleika á að ná þar inn.

Upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess. Þar má sjá stöður í rauntíma, sjá beinar útsendingar og upptökur frá ákveðnum brautum í South Point Hotel Casino í Las Vegas þar sem keppnin fer fram.

Karlarnir hefja keppni á HM

Í gær hófst keppni í karlaflokki á HM í Las Vegas.  Keppt var í einstaklingskeppni karla. Til leiks voru skráðir 213 keppendur.

Strákunum okkar voru flestir smá stund að finna taktinn í dag í þeim erfiðu aðstæðum sem eru í mótinu.  Hafþór Harðarson spilaði best af Íslendingunum í dag. Hann spilaði 1247 sem gera 207,83 í meðaltal.  Þetta setur Hafþór í 26. sæti og í frábæra aðstöðu upp á framhaldið.  Þegar leikið hefur verið í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liðum komast 24 efstu keilararnir í svokölluð Master úrslit og því er stað Hafþórs gagnvart þeim úrslitum góð eftir spilamennsku dagsins.

Í dag, mánudag, kl. 9:00 leika 4 efstu karlarnir og 4 efstu konurnar til úrslita í einstaklingskeppninni og síðan hefst tvímenningskeppni karla og er leikið í tveimur riðlum, kl. 11:20. og 16:00

Í tvímenning leika eftirtaldir saman:

Gunnar Þór Ásgeirsson og Hafþór Harðarson kl. 11:20

Gústaf Smári Björnsson og Skúli Freyr Sigurðsson kl. 11:20

Jón Ingi Ragnarsson og Arnar Davíð Jónsson kl. 16:00

Öll úrslit og annað frá mótinu er hægt að skoða á heimasíðu mótsins.

Fyrsti dagurinn á HM 2017

Dagný Edda Þórisdóttir KFRHeimsmeistaramótið í keilu byrjaði í Las Vegas í gær þegar einstaklingskeppni kvenna hófst.

Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir bæði karla og kvennalið saman á Heimsmeistaramót, en 6 konur og 6 karlar skipa liðið. Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og 5 manna liða. Alls er 46 þjóðir sem taka þátt í mótin og eru 176 keppendur í kvennaflokki. Nær allir sterkustu keppendur heims taka þátt í mótinu. 

Aðstæður eru erfiðar en olíuburðurinn á brautunum var útbúinn þannig að keppendur ættu erfitt með að ná háu skori.

Íslensku keppendurnir lentu í erfiðleikum með aðstæðurnar en spilamennska dagsins er góður lærdómur fyrir áframhaldið. Það var Dagný Edda Þórisdóttir sem spilaði best íslensku keppendanna í dag. Hún var með 1062 stig í 6 leikjum sem gera 177 í meðaltal. Hún er í 128 sæti.

Í dag hefst einstaklinskeppni karla og verða leiknir 6 leikir. Klukkan 9 að staðartíma leika Gústaf Smári Björnsson, Gunnar Þór Ásgeirsson, Jón Ingi Ragnarsson og Arnar Davíð Jónsson en kl. 13:40 leika Hafþór Harðarson og Skúli Freyr Jónsson.

Hægt er að fylgjast með framgöngu okkar manna á heimasíðu mótsins.

Landsliðshópana skipa:

Konur

  • Bergþóra Rós Óalfsdóttir ÍR
  • Dagný Edda Þórisdóttir KFR – Fyrirliði
  • Guðný Gunnarsdóttir ÍR
  • Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Karlar

  • Arnar Davíð Jónsson KFR – Fyrirliði
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Gústa Smári Björnsson KFR
  • Hafþór Harðarson ÍR
  • Jón Ingi Ragarsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Landsliðin í keilu keppa á HM

A landslið karla og kvenna í keilu keppa á Heimsmeistaramóti landsliða í keilu en mótið fer fram í Las Vegas dagana 24. nóvember til 4. desember. Er þetta í fyrsta sinn sem bæði karla- og kvennalið Íslands keppa á sama tíma á HM í keilu. Kvennaliðið tryggði sér þátttöku á mótinu með ágætum árangri á EM í Vín 2016 en þar náðu þær 13. sæti í liðakeppninni sem gaf þátttökurétt á mótinu. Karlaliðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sitt sæti á EM 2016 en þar sem tvær Evrópuþjóðir gáfu ekki kost á sér á HM var íslenska liðinu boðið sæti í þeirra stað.

Alls keppa 42 þjóðir á HM í ár þar af 213 karlar og 176 konur. Keppnin á mótinu fer þannig fram að keppt er í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi, liðakeppni 5 manna liða og svo er svokölluð All Events keppni þar sem meðaltalshæstu karl- og kvennkeilarar mótsins keppa sín á milli.

Landsliðin eru skipuð eftirfarandi leikmönnum

A landslið karla

  • Arnar Davíð Jónsson Keilufélag Reykjavíkur (KFR) – Fyrirliði
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Hafþór Harðarson ÍR
  • Jón Ingi Ragnarsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Ásgrímur Helgi Einarsson er þjálfari karlaliðsins

A landslið kvenna í keilu

  • Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
  • Dagný Edda Þórisdóttir KFR – Fyrirliði
  • Guðný Gunnarsdóttir ÍR
  • Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Hafþór Harðarson er þjálfari kvennaliðsins

Auk þeirra fara Hörður Ingi Jóhannsson og Theódóra Ólafsdóttir sem fararstjórar.

Keppnin hefst 24. nóvember með opinberum æfingum. Þar fá keppendur loks upplýsingar um hvaða olíuburður verður notaður á mótinu og fá að æfa á brautunum sem keppt verður á en mótið fer fram í Sout Point Bowling Plaza sem er með 60 keilubrautum. Laugardaginn 25. hefst svo einstaklingskeppni kvenna en karlarnir hefja keppni sunnudaginn 26. nóvember.

Allar upplýsingar um mótið má sjá á vefsíðu þess http://2017wc.worldbowling.org/ Þar má meðal annars fylgjast með stöðu leikja í rauntíma sem og að sjá beina útsendingu frá ákveðnum brautum.

 

Arnar Davíð jónsson KFR fyrirliði A landsliðs karla  Dagný Edda Þórisdóttir KFR fyrirliði kvennaliðsins