Frá HM í Las Vegas – Liðakeppnin, fyrri dagur

Facebook
Twitter

Í gær var fyrri dagur keppni í fimm manna liðum á HM. Fimm manna liða keppnin er talsverð þolraun, spilamennska er hæg, talsverður biðtími á milli skota og brautirnar breytast hratt. Okkar fólk spilaði ágætlega í dag.

Karlaliðið byrjaði vel og spilaði 958 í fyrsta leik þar sem Jón Ingi og Skúli Freyr fóru fyrir liðinu, Jón með 241 og Skúli með 244. Síðan tók að halla undan fæti og urðu næstu leikir 871 og 921. Liðið er því í 30. sæti eftir fyrri daginn með 183,33 í meðaltal sem er aðeins fyrir neðan markmið og væntingar. Það var Skúli Freyr Sigurðsson sem spilaði best strákana í dag eða 621 sem gera 207 í meðaltal.

 

Stelpurnar  stóðu sig ágætlega í dag þar sem Katrín Fjóla Bragadóttir átti frábæran dag og spilaði hún 622 sem gera 207,33 í meðaltal. Stelpurnar spiluðu 2.628 í heildina eða 175,2 í meðaltal og sitja í 25. sæti eftir fyrri dag liðakeppninnar.

Seinni dagur liðakeppninnar er á morgun, sunnudag.

Nýjustu fréttirnar