Leikur ÍR-PLS og KFR-Þrasta skal leikinn aftur.

 Á fundi stjórnar KLÍ þann 15. febrúar var tekin fyrir atvik sem varð í leik ÍR-PLS og KFR-Þrasta þann 13. febrúar.

Þessi leikur var frestuð viðureign frá því í leikvikunni 21. – 27. janúar en leiknum var frestað vegna bilunar í olíuvél.
Var þetta heimaleikur ÍR-PLS en í leiknum rugluðu liðin saman reitum þannig að KFR-Þrestir lék leikinn sem heimalið (róteraði ekki leikmönnum) og ÍR-PLS lék sem útilið (róteraði leikmönnum). 

Það er niðurstaða stjórnar KLÍ að framkvæmd leiksins hafi verið ófullnægjandi vegna þess sem  er getið hér á undan og úrskurðar stjórn því leikinn ómerkan.  Leika skal leikinn aftur og leggst kostnaður vegna brautarleigu á viðkomandi félög. 

Mótanefnd mun setja leikinn á í samráði við félögin.

Jafnframt minnir stjórn á að aðeins þeir leikmenn sem löglegir voru með viðkomandi liðum í upphaflegri leikviku (21. – 27. janúar) eru löglegir í þessum leik.

Unglingar í Katar.

Þessa dagana eru haldnir í Doha í Katar Vináttuleikar og á Ísland 8 keppendur þar. 

Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:

Stúlkur – Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir, Helga Ósk Freysdóttir, Málfríður Jóna Freysdóttir og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir.

Piltar – Ágúst Ingi Stefánsson, Alexander Halldórsson, Jóhann Ársæll Atlason og Steindór Máni Björnsson.

Þjálfarar eru Stefán Claessen og Theódóra Ólafsdóttir.

Hægt er að fylgjast með þeim á FB síðu hópsins.

20 ára Íslandsmet slegin

Mikael Aron Vilhelmsson KFRÁ WOW-RIG 2018 voru 20 ára gömul Íslandsmet slegin í 4. flokki pilta 11 – 12 ára. Mikael Aron Vilhelmsson KFR bætti met í 4 leikjum, 5 leikjum og 6 leikjum og spilaði þá 742, 924 og 1062. Tók hann metið í 6 leikjum af Matthías Leó ÍA en Matthías hafði slegið það met vikuna áður, sjá frétt. Öll þessi met voru áður í eigu Andra Þórs Halldórssonar þá KFR sem setti þau í Keilu í Mjódd 1997. Óskum Mikeal til hamingju með metin.

Frestannir vegna veðurs

Þar sem að vegagerðin er með lokannir á vegum að norðan koma leikir sem að eiga að spilast við Þór Plús núna um helgina falla niður vegna ófærðar. Unnið er að því að finna nýja dagsettningu fyrir leikina
Einnig hefur Íslandsmóti unglingaliða verið frestað um viku og verður laugardaginn 17.febrúar kl 09:00
 

Frábæru keilumóti lokið á WOW RIG 2018

Jesper Agerbo DanmörkUm helgina lauk keilumóti sem ÍR Keiludeild hélt á WOW RIG 2018. Úrslit mótsins fóru fram í beinni útsendingu á RÚV og má sjá útsendinguna á vef RÚV.

Daninn Jesper Agerbo sem m.a. varð Heimsmeistari einstaklinga 2016 sigraði Svíann Robert Anderson í úrslitum 2 – 1 og náði m.a. fullkomnum leik í úrslitarimmunni eða 300 stigum. Í undanúrslitum sigraði Jepser ÍR-inginn unga Hlyn Örn Ómarsson 2 – 0 en Hlynur var grátlega nálægt því að knýja fram oddaleik í viðureigninni við hann. Robert sigraði einn besta íslenska keilarann Arnar Davíð Jónsson úr KFR í undanúrslitum einnig 2 – 0.

Mótið fór afskaplega vel fram og hafa líklegast aldrei verið fleiri þátttakendur á því eins og nú í ár. Skorið var líka mjög hátt og komu fjórir fullkomnir leikir í mótinu í ár, einn á dag hjá mismunandi keilurum. Til að ná inn í 24 manna úrslit í ár þurfti að ná 224 í meðaltal í 6 leikja seríu sem keppendur þurftu að skila af sér í forkeppninni. Í fyrra þurfti 209 í meðaltal til að komast inn í top 24. Hæstu seríuna í ár náði Jesper Agerbo en hann spilaði 1.553 eða 258,8 í meðaltal. Efst kvenna í keppninni í ár varð Ástrós Pétursdóttir úr ÍR en hún endaði 28. sæti með 218,8 í meðaltal.

ÍR Keiludeild þakkar stuðningsaðilum mótsins kærlega fyrir stuðninginn sem var ómetanlegur. Keiludeildin þakkar einnig keilurum sem tóku þátt í mótinu fyrir ánægjulega helgi og að sjálfsögðu öllum sjálfboðaliðunum sem komu að framkvæmd mótsins. Án þeirra væri þetta ekki hægt.

Þessi leikmenn náðu fullkomnum leik á mótinu í ár:

Gústaf Smári Björnsson KFR

Robert Anderson Team Pergamon Sweden/ÍR

Andrés Páll Júlíusson ÍR

Jepser Agerbo Team SAS Denmark

Nánari upplýsingar um mótið, skor, stöður o.fl. má nálgast hér.

Forkeppni á WOW-RIG lokið – 3 fullkomnir leiki

Jesper Agerbo frá DanmörkuForkeppni á WOW – Reykjavik Inetrnational Games 2018 lauk um hádegisbilið í dag. Efstu 24 keilararnir halda áfram á morgun í útsláttarkeppni þar sem leikið er maður á mann. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í þeirri keppni þar til einn stendur eftir sem sigurvegari WOW-RIG 2018. Undanúrslit og úrslit verða í beinni útsendingu á aðalrás RÚV frá kl. 15:30 til 17:00.

Í forkeppninni í ár náðu þrír keilarar fullkomnum leik eða 300 pinnar í einum leik. Það voru þeir Gústaf Smári Björnsson úr KFR, Svíinn Robert Anderson Team Pergamon og Andrés Páll Júlíusson úr ÍR. Lægsta meðaltal inn í úrslitadaginn er 224,0 eða um 1.344 pinnar í 6 leikja seríu. Efstur eftir forkeppnina er Daninn Jesper Agerbo með 1.553 pinna eða 258,3 í meðaltal. Jesper varð Heimsmeistari einstaklinga 2016 sem og Evrópumeistari það árið. Sannarlega öflugur keilari hér á ferð.

 Í öðru sæti forkeppninnar varð Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR með 1.525 pinna eða 254,2 í meðaltal og í þriðja sæti varð sigurvegari WOW-RIG 2017 Arnar Sæbergsson úr ÍR með 1.481 pinna eða 246,8 í meðaltal. Sjá má öll úrslit leikja á vef ÍR Keiludeild.

Kúluhappdrætti á WOW-RIG 2018

Jesper Agerbo frá Danmörkuí þeim þrem riðlum sem spilaðir verða á WOW-RIG 2018 verður haldið keilukúluhappdrætti i lok hvers riðils. Okkar erlendu gestir, Jesper Agerbo, Chris Sloan og Pontus Anderson ætla hver fyrir sig að gefa eina keilukúlu. Allir sem taka þátt í riðlunum eiga því séns á að vinna kúluna. Hana er þá hægt að fá áritaða af þessum köppum nú eða bara bæta henni við í vopnabúrið sitt.

Fullt er í riðilinn á fimmtudaginn kemur en skráning stendur enn yfir í riðilinn á föstudaginn kl. 14:30 og laugardaginn kl. 09:00.

Íslandsmet á Early bird RIG

Í dag náði Matthías Leó Sigurðsson nýju íslandsmeti.
Hann er nú búinn að færast upp um flokk og setti met í 6 leikjum í flokki 11-12 ára.
Fyrra met í 6 leikjum var 935 sem Andri Þór Halldórsson KFR átti og var það sett í Keilu í Mjódd 31. maí. 1997.
Núna rúmum 20 árum seinna náði Matthías Leó að bæta metið með 3 pinnum og náði 938 sem ekki réðist fyrr en í 10 ramma.
Óskum Matthíasi til hamingju með árangurinn.

Frestanir á leikjum

Þar sem að bilun kom upp í olíuvél í Egilshöll í gær þurti að fresta leikjum.
Mótanefnd hefur fært leikina til 31.jan og er búið að uppfæra í dagskrá
Ef einhver lið geta ekki spilað þennan dag þá þarf að senda inn á
[email protected] og unnið verður úr því.

1.d karla 12.umferð

31.01.18  KR A – KFR Lærlingar (21-22)

13.02.18  ÍR PLS – KFR Þröstur (21-22)

21.02.18  ÍR KLS – Kfr Grænu Töffararnir (21-22)

1.d Kvenna 13.umferð

31.01.18   KFR Afturgöngur – ÍR Buff (17-18)
31.01.18   ÍR TT – KFR Valkyrjur Z (15-16)

13.02.18   KFR Valkyrjur – ÍR N  (19-20)

2.d Kvenna 13.umferð

31.01.18   ÍR KK – KFR Elding (19-20)

Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf 2018

Íslandsmót einstaklinga 2018 með forgjöf
verður haldið dagana 24. til 27. Febrúar í Keiluhöllinni Egilshöll
.

 

Olíuburður í mótinu er:    Middle Road – 39 fet 
http://patternlibrary.kegel.net/PatternLibraryPattern.aspx?ID=600

 

Forkeppni helgina 24 & 25 febrúar 2018

Spilaðir eru 8 leikir í tveimur 4 leikja blokkum.

Keppni byrjar kl. 10:00 laugardag og sunnudag.

Verð í forkeppni kr. 10.000,-

Nú verður ekki posi á staðnum. 
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ 
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520

 

12 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar halda áfram í milliriðil.

Milliriðill mánudaginn 26.febrúar kl. 19:00

Spilaðir eru 4 leikir.

Verð í milliriðil kr. 5.500,-

Efstu 6 karlar og 6 konur halda áfram í undanúrslit.

 

Undanúrslit þriðjudaginn 27.febrúar kl. 19:00

Verð í undanúrslit kr. 5.500.

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð. 
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig: 
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig 
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig 
Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit þriðjudaginn 27.febrúar á eftir undanúrslitum

Úrslit:

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti (fyrst annað kynið og síðan hitt) Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 22:00.
 

 

Mótanefnd KLÍ

Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.