Íslandsmót félaga 2018

Í kvöld var leikin  4.umferð Íslandsmóts félaga sem einnig er loka umferðin.
Það var KFR Karlar sem að trygðu sér 1.sætið

Í ár voru það 5 lið sem að tóku þátt í Íslandsmóti félaga:
ÍA kom með blandað lið
ÍR Karlar
ÍR Konur
KFR Karlar
KFR Konur

 

1.Sæti KFR Karlar með 85stig

 

2.Sæti ÍR Karlar með 60stig

 

3.Sæti ÍR Konur með 44stig

 

Loka stöðu úr mótinu má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Páskamót Toppveitinga og ÍR 2018

Páskamót Toppveitinga og ÍR verður laugardaginn 24. mars kl. 10:00 í Egilshöll. 3 leikja sería spiluð – Allir þátttakendur fá glaðning – Verð aðeins kr. 2.700,-

Mótið er flokkaskipt og eru verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir hæsta leik utan verðlaunasætis og hæstu leiki ungmenna U18 utan verðlaunasæta.

Happdrætti í lokin til styrktar unglingastarfi ÍR – Vinningar frá m.a. Shake & Pizza, Hamborgarafabrikkunni, Vífilfell, Danól og Ölgerðin, Hreysti o.fl.

Olíuburður verður Stone STREET 42 fet:

Skráning á vefnum.
Skráningu lýkur föstudaginn 23. kl. 19

Flokkaskipting:
* flokkur 180 +
A flokkur 165 – 179,9
B flokkur 150 – 164,9
C flokkur – 149,9

 

Gengið frá samningi við Robert Andersson

Eins og áður hefur komið fram hefur KLÍ gengið frá samningi við Robert Andersson sem ráðgjafa við afreksstarf KLÍ

Um helgina var Robert á landinu og var með æfingabúðir fyrir afrekshópa KLÍ. Við það tækifæri var undirritaður samningur á milli aðila. 
Það er gríðalegur fengur fyrir KLÍ að fá Robert til starfa og væntir sambandið mikils af samstarfinu.

Íslandsmeistarar Öldunga 2018

Ragna Matthíasdóttir KFR og Guðmundur Sigurðsson ÍA eru Íslandsmeistarar öldunga 2018. Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandsmóti öldunga en þá var leikið í 6 manna undanúrslitum og loks úrslitum tveggja efstu í hvorum flokki. Eftir forkeppnina var Björn G. Sigurðsson KFR í efsta sæti í karlaflokki og Guðmundur Sigurðsson í öðru sæti. Ragna Matthíasdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki en Helga Sigurðardóttir KFR var í öðru sæti. Efra sætið eftir undanúrslit þurfti tvo vinninga í úrslitum til að hampa titlinum en neðra sætið þurfti 3 sigra. Guðmundur byrjaði af krafti og vann fyrstu tvo leikina en Björn náði sigri í þriðja leiknum. Því varð hreinn úrslitaleikur hjá körlunum í leik 4 og fór svo að Guðmundur hafði betur þar 226 gegn 166. Guðmundur varði því titilinn en hann sigraði einnig í fyrra.

Helga hafði líka betur í fyrstu tveim leikjunum úrslitum í kvennaflokki en Ragna náði sigri í leik þrjú og því þurfti líka hreinan úrslitaleik hjá þeim. Tók Ragna þann leik með 183 pinnum gegn 159.

Í þriðja sæti í karlaflokki varð síðan Sveinn Þrastarson KFR og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Sigurlaug Jakobsdóttir KFR.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslandsmót einstaklinga 2018

 

Íslandsmót einstaklinga 2018

verður haldið dagana 3. til 7. Apríl í Keiluhöllinni Egilshöll.

Olíuburður í mótinu er ECC2017 – 40fet

Nú verður ekki posi á staðnum. 
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ 
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520

Forkeppni  3 & 4 apríl kl 19:00

Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.

Verð í forkeppni kr. 14.000kr

16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar halda áfram í milliriðil.

Milliriðill laugardaginn 7.apríl kl 08:00 

Spilaðir eru 6 leikir.

Verð í milliriðil kr. 6500kr

Efstu 8 karlar og 8 konur halda áfram í undanúrslit.

Undanúrslit  laugardaginn 7.apríl kl 11:45

Verð í undanúrslit kr. 7500kr

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð. 
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig: 
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig 
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig 
Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit laugardaginn 7.apríl kl: 16:00 og verða í beinni útsendingu á RUV

Úrslit:

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti (fyrst annað kynið og síðan hitt) Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur sunnudag 1.apríl kl 21:00

Reglugerð um mótið

Mótanefnd KLÍ

Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.


Íslandsmót öldunga – Forkeppni lokið

Í gærkvöldi lauk forkeppni á Íslandsmóti öldunga 2018, úrslit mótsins fara fram í kvöld í Keiluhöllinni Egilshöll. Best karla í gær spilaði enn og aftur Björn G Sigurðsson úr KFR en hann lék leikina fjóra með 838 skori eða 209,5 í meðaltal. Næstur á eftir var Magnús Reynisson KR með 815 eða 203,7 í meðaltal. Best kvenna lék Ragna Matthíasdóttir úr KFR en hún náði 707 pinnum eða 176,8 í meðaltal. Næst best lék Jóna Gunnarsdóttir KFR en hún náði 676 eða 169,0 í meðaltal. Undanúrslit og úrslit fara fram eins og segir í kvöld. 6 efstu keilarar úr kvenna- og karlaflokki keppa og er þá fyrst leikið maður á mann ein umferð of því næst fara tveir efstu í úrslitakeppnina. Keppni hefst kl. 19 í kvöld.

Íslandsmót öldunga – Forkeppni

Í morgun fóru fram fyrstu leikirnir í forkeppni á Íslandsmóti öldunga 2018. Alls eru 16 skráðir til leiks í ár og komast 6 efstu áfram úr forkeppninni úr hvorum flokki. Mótið heldur áfram á morgun sunnudag og svo á mánudag og þriðjudag en þá fara úrslitin fram. Best kvenna í dag spilaði Bára Ágústsdótttir KFR eða 647. Best karla spilaði Björn G Sigurðsson KFR eða 780. Staða annarra er þessi: