Arnar Davíð Jónsson KFR í 9. sæti á AMF 2018

Nú rétt í þessu varð Arnar Davíð Jónsson úr KFR í 9. sæti á 54. Heimsbikarmóti einstaklinga Qubica AMF World Cup 2018 en mótið fer fram í Las Vegas í ár. Arnar sem var í 10. sætinu eftir forkeppnina spilaði sig fljótt upp í 8. sætið en eftir leiki kvöldsins er skorið niður í 8 manna undanúrslit. Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á þessu Heimsbikarmóti sem fram fer árlega en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmótið sem haldið er í keilu miðað við fjölda þátttökuþjóða en í ár voru fulltrúar frá 81 landi í karlaflokki.

Ástrós Pétursdóttir úr ÍR endaði í 46. sæti af 68 í mótinu. Mótið heldur áfram á morgun með 8 manna undanúrslitum karla og kvenna. Fylgjast má með mótinu á vefsíðu þess.

Skrifstofa KLÍ flutt um set

Skrifstofa Keilusambansins hefur verið flutt milli húsa í Laugardalnum. KLÍ hefur haft skrifstofu sína í húsi 4 frá upphafi en beiðni kom frá ÍSÍ um að KLÍ flytti sig milli húsa þar sem Fimleikasambandið vantaði stærri aðstöðu en það hefur sína skrifstofu á 3. hæðinni í húsi 4. Nýja skrifstofa KLÍ er í húsi  3, sama hús og fundarsalirnir eru, og er KLÍ með sína skrifstofu í herbergi nr. 1 á 2. hæð.

Við tiltekt á skrifstofunni fannst eitt og annað merkilegt eins og verða vill þegar flutningar eru. Það sem m.a. fannst er fundargerð stofnfundar KLÍ 1992 sem og Ársskýrsla 1. þings KLÍ auk annarra merkilegra gripa sem hefur nú verið sett á netið.

Arnar Davíð Jónsson í 24. manna úrslitum AMF

Núna er forkeppninni á 54. Heimsbikarmóti einstaklinga Qubicka AMF World Cup 2018 lokið. Arnar Davíð Jónsson úr KFR spilaði sig í lokaseríunni úr 18. sæti upp í það 10. með stórglæsilegri 8 leikja seríu í lokaumferð forkeppninnar. Arnar Davíð var með þriðju hæstu seríu lokadagsins 1.878 pinna eða 234,75 í meðaltal og voru leikirnir 210, 237, 236, 259, 207, 257, 225 og 247. Arnar leikur í dag í 24 manna úrslitum og eru þá spilaði aðrir 8 leikir en að þeim loknum verður skorið niður í 8 manna úrslit og hefur Arnar Davíð ágæta möguleika á að komast þar inn.

Ástrós Pétursdóttir úr ÍR lauk forkeppninni í 46. sæti með 181,46 í meðaltal eftir 24 leiki forkeppninnar en 194,83 þurfti til að komast í topp 24 hjá konunum. Efst kvenna í keppninni er Li Jane Sin frá Malasíu með 212,96 í meðaltal.

Hjá körlum er efstur Bandaríkjamaðurinn Kyle Troup með 236,42 í meðaltal en hann hefur náð einum fullkomnum leik í mótinu eða 300 pinnum en það hafa einnig gert Kanadamaðurinn Ryan Reid og Donald Lee frá Panama.

Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.

Fyrsti dagurinn á AMF 2018

Arnar Davíð og Ástrós á AMF 2018Í gærkvöldi og nótt voru spilaðir fyrstu 8 leikirnir í forkeppni Heimsbikarmóts einstaklinga Qubica AMF 2018 en mótið fer fram í Las Vegas. Arnar Davíð Jónsson úr KFR hóf keppni og er sem stendur í í 14. sæti með 215,12 í meðaltal en Ástrós er í 41. sæti með 181,62 í meðaltal en 24 efstu keilararnir komast áfram eftir 24 leiki forkeppninnar. Sem stendur þar 195 til að komast í topp 24 hjá konum en hjá körlum er það 204,62.

Efstur í forkeppni karla er Bandaríkjamaðurinn Kyle Troup með 245,38 í meðaltal og hjá konum er það litáíska Diana Zavjalova með 218,62 í meðaltal.

Forkeppnin heldur síðan áfram í dag en hægt er að fylgjast með mótinu, beinum útsendingum, úrslitum leikja o.fl. á vefsíðu mótsins.

Arnar Davíð og Ástrós keppa á Qubica AMF World Cup

Þessa dagana fer fram Heimsbikarkeppni einstaklinga Qubica AMF World Cup í Las Vegas í Bandaríkjunum. Arnar spilar sína fyrstu 8 leiki í dag kl. 16:30 að íslenskum tíma en Ástrós hefur leik kl. 22:00. Arnar sigraði forkeppni AMF hér á landi í vor og tryggði sér þátttökurétt á mótinu en Ástrós varð efst kvenna í forkeppninni.

Er þetta 54. Heimsbikarmótið sem fram fer nú og er það vanalega fjölmennasta einstaklingsmótið sem haldið er ár hvert miðað við fjölda þátttökuþjóða. Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.

Ungir keilarar á Opna írska ungmennamótinu í Dublin

Þessa dagana fer fram Opna írska ungmennamótið og eru þar allnokkrir íslenskir keilarar að taka þátt frá bæði ÍR og ÍA. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra á vef mótsins. Þess má geta að Matthías Leó Sigurðsson sigraði sinn flokk á mótinu í fyrra. Nánari fréttir verða fluttar af mótinu um helgina.

 Þau sem keppa á mótinu eru:

ÍR

  • Hinrik Óli
  • Tristan
  • Hlynur Freyr
  • Hafdís
  • Alexandra
  • Adam
  • Steindór
  • Sara
  • Alexander

Frá ÍA

  • Jóhann Ársæll
  • Matthías Leó
  • Tómas

Mikael Aron Vilhelmsson í 3. sæti á YET-International í Belgíu

Mikael Aron Vilhelmsson KFRÁ dögunum keppti Mikael Aron úr KFR í móti á Youth-Euro-Trophy-International mótaröðinni en mótið sem Mikael fór á fór fram í Andverpen í Belgíu. Mikael sigraði forkeppnina í B flokki pilta en hann lék 6 leikja seríu á 1.021 pinnum eða 170,7 í meðaltal. Í milliriðli var hann í 2. sæti og keppti því í topp þrem í úrslitum þar sem hann hafnaði í 3. sæti. Þetta er sannarlega frábær árangur hjá piltinum og alveg ljóst að keilarar eiga eftir að sjá hans nafn oftar í fréttum.

Ástrós Pétursdóttir í 16. sæti á ECC18

Ástrós Pétursdóttir og Gústaf Smári BjörnssonUm helgina lauk Evrópumóti landsmeistara í Langen í Þýskalandi. Ástrós Pétursdóttir spilaði sig inn í topp 16 með góðum lokaspretti í seinni umferð forkeppninnar og fór milliriðillinn fram á laugardaginn. Ástrós náði sér ekki almennilega á strik þar og endaði í 16. sæti sem engu að síður er fínn árangur. Gústaf Smári Björnsson endaði í 32. sæti eftir forkeppnina.

Til úrslita á mótinu hjá konum léku þær Mai Ginge Jensen frá Danmörku og Eliisa Hiltunen frá Finnlandi. Var það Jensen sem stóð uppi sem sigurvegari í tveim leikjum. Hjá körlum var það Íslandsvinurinn Jesper Agerbo frá Danmörku sem sigraði mótið 2016 sem lék á móti heimamanninum Bodo Konieczny. Var sú úrslitaviðureign ansi spennandi en fór svo að heimamaðurinn Konieczny sigraði í þrem leikjum. Tapaði hann fyrsta leik 196 – 255 hjá Agerbo en vann næstu tvo leiki báða í 10. ramma 242 – 236 og loks 263 – 258.

Þess má geta að Jesper Agerbo verður gestur ÍR á RIG 2019 og kemur hann með tæplega 30 manna hóp á mótið.

Allar upplýsingar um ECC2018 má finna á vefsíðu mótsins.

Ástrós Pétursdóttir fyrsta íslenska konan í 16 kvenna úrslit á ECC18

Ástrós Pétursdóttir fyrst íslenskra kvenna í 16 manna úrslit á ECCÁstrós Pétursdóttir úr ÍR komst í gær, fyrst íslenskra kvenna, í 16 kvenna úrslit á Evrópumóti landsmeistara en mótið í ár fram fer í Langen í Þýskalandi. Í gærkvöldi voru spilaðir seinni 8 leikirnir í forkeppninni hjá konunum og náði Ástrós 1.582 seríu eða 197,8 í meðaltal. Alls taka 37 konur þátt í keppninni í ár og var Ástrós í 19. sæti eftir fyrri keppnisdaginn en spilaði sig upp í 15. sæti með góðum endaspretti en síðustu þrír leikirnir hjá henni voru 223 – 226 og 240 en besti leikur hennar í gær var þó 268.

Efst kvenna í keppninni er Eliisa Hiltunen frá Finnlandi með 220,8 í meðaltal eftir 16 leiki forkeppninnar. Á morgun laugardag verður keppt í 16 manna úrslitum og verða leiknir 8 leikir. Að lokum komast síðan 8 efstu áfram í sjálfa úrslitakeppnina sem fram fer á sunnudag.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á vefnum auk þess sem hægt er að sjá skor leikmanna á LaneTalk. Aðrar upplýsingar mótsins er að finna á vefsíðu þess.

Gústaf Smári Björnsson úr KFR lék sína seinni 8 leiki í forkeppninni í morgun og spilaði 1.516 og er sem stendur í 18. sæti en seinni riðilinn á eftir að spila og því ljós að Gústaf kemst ekki áfram í ár.

 

Fyrri dagur einstaklingskeppninnar á ECC18

Í gær hófst keppni á Evrópumóti landsmeistara 2018, ECC-18, sem fram fer í Langen í Þýskalandi. Þau Ástrós Pétursdóttir úr ÍR og Gústaf Smári Björnsson úr KFR keppa fyrir Íslands hönd á mótinu en þau eru Íslandsmeistara einstaklinga 2018. Skúli Freyr Sigurðsson er þjálfari þeirra í ferðinni. Í gær voru spilaðir fyrstu 8 leikirnir af 16 í forkeppninni og hóf Ástrós keppni í riðli 2. Gústaf Smári byrjaði svo í riðli 1 seinna um daginn.

 

Ástrós átti heilt yfir ágætis seríu og náði 1.499 pinnum í 8 leikjum eða 187,4 í meðaltal. Nokkrir 150+ leikir inn á milli en allir hinir yfir 200 og þar af best 213. Er hún sem stendur í 19. sæti 29 pinnum frá niðurskurðinum sem er 16. sæti. Gústaf Smári átti þokkalega byrjun og sótti svo ögn á og endaði með 1.536 pinna eða 192,0 í meðaltal, besti leikur í seríunni var 212, sem skilar honum í 31. sæti 126 pinnum frá niðurskurðinum.

Best hjá konum í mótinu spilaði hin danska Mai Ginge Jensen 1.808 eða 226,0 í meðaltal. Viktor Danielsson frá Svíþjóð spilaði best karla 1.874 eða 234,2 í meðaltal. Einn 300 leikur er kominn í mótinu en það var hin ítalska Giada Di Martino sem skellti strax í 300 í fyrsta leik dagsins. Hún situr í 9. sæti forkeppninnar eins og er.

Í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma leikur Ástrós seinni 8 leikja seríu sína á mótinu en Gústaf Smári leikur sína seinni seríu kl. 7:00 á morgun föstudag. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá mótinu bæði á YouTube og LaneTalk sem og eru úrslit og aðrar upplýsingar mótsins að finna á vefsíðu þess.

Mótið heldur svo áfram inn í helgina og verða 16 manna úrslit spiluð á laugardaginn en mótinu lýkur svo á sunnudag með 8 manna og úrslitakeppni í beinu framhaldi.