Eins og fram hefur komið stendur nú um páskana yfir Evrópumót ungmenna U18 í Vín í Austurríki. Af okkar fólki er það að frétta að í liðakeppni enduðu strákarnir í 21. sæti með 168,0 í meðaltal á meðan stelpurnar enduðu í 12. sæti með 163,7 í meðaltal. Í liðakeppni pilta áttust við Danir og Frakkar og sigruðu Danirnir með 758 pinnum gegn 750, nokkuð spennandi viðureign þar. Hjá stúlkum áttust einnig dönsku stúlkurnar við þær ensku og fór leikurinn hjá þeim þannig að um jafntefli var að ræða 761 gegn 761 og varð því að grípa til bráðabana eða Roll Of og sigruðu ensku stúlkurnar með 38 gegn 36.
Í einstaklingskeppni pilta varð Steindór Máni Björnsson ÍR efstur en hann endaði í 32. sæti með 195 í meðaltal, Jóhann Ársæll Atlason ÍA varð skammt undan í 34. sæti með 194 og þeir Matthías Leó Sigurðsson ÍA og Mikael Aron Vilhelmsson KFR urðu í 85. og 92. sæti með 164,2 og 152 í meðaltal.
Stúlkurnar enduðu einstaklingskeppnina með því að Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR varð í 35. sæti með 182,2 í meðaltal og í næsta sæti þar á eftir varð Elva Rós Hannesdóttir ÍR með 181,3 í meðaltal. Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR varð síðan í 63. sæti með 154,8 og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór varð í 65. sæti með 145,7.
Með þessu lauk þátttöku Íslendinga á þessu móti en síðustu keppnir mótsins eru All Events og Masters.
Þessa dagana eru U18 landslið pilta og stúlkna að keppa á Evrópumóti ungmenna en mótið fer fram í Vín Austurríki nú um páskana. Tvímenningskeppni lauk í gær og hjá piltum spiluðu Jóhann Ársæll Atlason ÍA og Steindór Máni Björnsson ÍR saman. Enduðu þeir í 35. sæti með 179,9 í meðaltal eftir 6 leikja seríu. Ungu drengirnir þeir Matthías Leó Sigurðsson ÍA og Mikael Aron Vilhelmsson KFR enduðu í 44. sæti með 158,9 í meðaltal. Stúlkurnar voru ansi jafnar og enduðu þær Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir og Sara Bryndís Sverrisdóttir báðar í ÍR í 26. sæti með 165,6 í meðaltal en Elva Rós Hannesdóttir ÍR og Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór voru í næsta sæti með 165,4.
Um páskana fer fram Evrópumót ungmenna EYC 2019 en mótið fer núna fram í Vín Austurríki. Í dag eru opinberar æfingar og setningarathöfn en okkar fólk hefur leik á mótinu á mánudaginn kemur. Fylgjast má með mótinu bæði á 
Nanna Hólm Davíðsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson bæði úr ÍR eru Íslandmeistarar einstaklinga 2019 í keilu, bæði í fyrsta sinn á ferlinum. 

Í morgun lauk deildarkeppni í 1. deildum kvenna og karla. KFR Valkyrjur eru deildarmeistarar 1. deildar kvenna en þær kláruðu mótið með 187 stigum og í lokaumferðinni sigruðu þær ÍR TT með 11 stigum gegn 3. Í öðru sæti í deildinni urðu ÍR Buff og leika þessi lið því um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Úr deildinni féll ÍR BK en ÍR Elding er í bestri stöðu í 2. deildinni þegar tvær umferðir eru þar eftir.
