Breytt úrslit í 1. deild kvenna – ÍR TT deildarmeistari

Búið er að breyta úrslitum í deildarkeppni 1. deildar kvenna fyrir tímabilið 2018 – 2019 – ÍR TT er deildarmeistari en KFR Valkyrjur færast í 3. sæti.

Eftir lokaumferð í 1. deild kvenna sem leikin var laugardaginn 30. mars s.l. kærðu ÍR TT lið KFR Valkyrjur til stjórnar KLÍ vegna meints ólögmæts leikmanns. Voru umferðir 15. og 20 kærðar af ÍR TT þar sem þessi tvö lið áttust við. Auk þess lagði KFR Afturgöngur inn kæru til stjórnar KLÍ vegna 19. umferðar. Málavextir eru þeir að liðsmaður KFR Valkyrja, Marika Katarina E. Lönnroth sem er erlendur ríkisborgari, lék ekki með liðinu fyrir 1. febrúar s.l. en í 13. gr. Reglugerðar um Íslandsmót liða segir að ef erlendur leikmaður sé í liði þurfi hann að hafa spilað fyrir 1. febrúar til að vera gjaldgengur.

Stjórn KLÍ tók málið fyrir og vísaði því frá sér þar sem það á heima fyrir Dómstól ÍSÍ sbr. dóma Dómstóls ÍSÍ #1/2018 og #3/2018.

ÍR TT kærði málið til dómstólsins og hefur Dómstóll ÍSÍ kveðið upp sína dóma # 3/2019 og # 4/2019 (á eftir að birta á vef ÍSÍ). KFR Afturgöngur kærðu málið ekki til Dómstóls ÍSÍ. Vísar dómstóllinn frá kæru varðandi 15. umferð þar sem kærufrestur var liðinn en hann dæmir leikmann KFR Valkyrja ólöglegan í 20. umferð og því ÍR TT sigur í viðureigninni 14 – 0. KFR Valkyrjur áfrýjuðu málinu til Áfrýjunardómstól ÍSÍ sem kvað upp sinn dóm í dag og staðfesti hann dóminn.

Miðað við dóm Dómstól ÍSÍ hefur hann áhrif á lokastöðu í 1. deild kvenna. KFR Valkyrjur sem urðu deildarmeistarar með 187 stig unnu ÍR TT 11 – 3 í 20. umferð sem er dæmd þeim töpuð. ÍR Buff er í 2. sæti með 178 stig og ÍR TT var í 3. sæti með 167 stig. Þar sem 11. stig dragast af KFR Valkyrjum verða þær þá með 176 stig, ÍR Buff heldur sínum 178 stigum og ÍR TT endar í 178 stigum, jafnar ÍR Buff að stigum. Þá þarf að skoða innbyrðis viðureignir ÍR TT og ÍR Buff og er ÍR TT þar með fleiri stig og verða þá deildarmeistarar 1. deildar kvenna 2019 og ÍR liðin keppa til úrslita um Íslandsmeistarartitil kvennaliða.

Fh. stjórnar KLÍ

Jóhann Ágúst Jóhannsson
Formaður

Úrslitakeppni á Íslandsmóti liða hefst í dag

Úrslitakeppni Íslandsmóts liða hefst í kvöld og verður leikið að venju í Keiluhöllinni Egilshöll en þar eigast við í 1. deild karla ÍR PLS og ÍR KLS. ÍR PLS urðu deildarmeistarar og eiga því heimaleik gegn KLS mönnum. PLS lögðu í undanúrslitum lið KFR Stormsveitarinnar á meðan KLS liðar lögðu KFR Lærlinga. Keiluhöllin verður með tilboð á mat og drykk fyrir keilara á meðan úrslitakeppni er í gangi.

Ögn snúnari staða er í 1. deild kvenna. Lið KFR Valkyrjur sem enduðu í efsta sæti deildarinnar voru kærðar til Dómstóls ÍSÍ af ÍR TT vegna ólöglegs leikmanns KFR Valkyrja í síðustu umferð deildarinnar sem og í þeirri 15. Dómstóll ÍSÍ vísaði frá kæru varðandi 15. umferð þar sem kærufrestur var liðinn en dæmdi ÍR TT í vil í 20. umferð og leikinn því 14 – 0 fyrir ÍR TT. Við það breytist staða deildarinnar en Valkyrjur voru í efsta sæti með 187 stig, ÍR Buff er í 2. sæti með 178 stig og svo kom ÍR TT í 3. sæti með 167 stig. Þar sem leikurinn fór 11 – 3 fyrir Valkyrjum en hann dæmdur þeim tapaður 14 – 0 þá breytist staðan þannig að ÍR liðin eru jöfn að stigum með 178 og Valkyrjur færast niður í 3. sæti með 176 stig. ÍR TT hafði betur í innbyrðis viðureignum við ÍR Buff og enda því í 1. sæti. KFR Afturgöngur kærðu einnig Valkyrjur til stjórnar KLÍ varðandi 19. umferð en stjórn KLÍ vísaði málinu frá sér og bendi á Dómstól ÍSÍ.

Þess ber að geta að KFR Valkyrjur áfrýjuðu dómi Dómstóls ÍSÍ til Áfrýjunardómstóls og verður málið tekið fyrir kl. 14 í dag. Ef niðurstaða kemur ekki frá dómnum í dag verður að fresta úrslitakeppni 1. deildar kvenna þar til dómur fellur.

Keilarar og aðrir áhugasamir eru þó hvattir til að mæta í Egilshöll og styðja sín lið í úrslitakeppninni.

Tvöfaldur KFR sigur í bikar

Keilufélags Reykjavíkur liðin Grænu töffararnir og Valkyrjur sigruðu í gærkvöldi í Bikarkeppni Keilusambandsins 2019.

KFR Grænu töffararnir lögðu lið ÍA með 3 vinningum gegn 1 þar sem ÍA liðið vann fyrsta leikinn á aðeins einum pinna, 565 gegn 564. Grænu töffararnir sigruðu síðan næstu leiki með 546 gegn 522, 649 gegn 593 og loks 570 gegn 533.

KFR Valkyrjur sigruðu lið ÍR SK í bráðabana en ÍR SK vann fyrsta leikinn 550 gegn 462. Valkyrjur svöruðu fyrir sig með sigri í næstu tveim leikjum 553 gegn 485 og 589 gegn 449. ÍR SK kom til baka og tryggði sér bráðabana með 461 gegn 439. Valkyrjur sigruðu hinsvegar bráðabanann örugglega með 117 gegn 82.

KFR Grænu töffararnir: Steinþór Geirdal Jóhannsson, Björn Birgisson og Björn G Sigurðsson

ÍA: Þorleifur Jón Hreiðarsson, Matthías Leó Sigurðsson og Jóhann Ársæll Atlason

KFR Valkyrjur: Hafdís Pála Jónasdóttir, Katrín Fjóla Bragadóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir

ÍR SK: Sigrún Guðmundsdóttir, Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir

ÍA 1 Íslandsmeistarar unglingaliða 2019

Í morgun fór fram síðasta umferðin á Íslandsmóti unglingaliða 2019 og eftir hana var úrslitakeppni 4 efstu liða eftir forkeppnina. Íslandsmeistarar unglingaliða 2019 er lið ÍA 1.

ÍA 1 sigraði lið ÍR 1 í úrslitum með tveimur vinningum gegn engum en áður lögðu ÍA 1 lið KFR 1 í ansi spennandi viðureign 2 – 1 þar sem sigurinn hafðist í lokaramma leiksins. ÍR 1 sigraði lið ÍR 2 í hinum undanúrslitaleiknum 2 – 0.

Meistaramót ÍR 2019

 Meistaramót ÍR 2019 verður haldið laugardaginn 11.maí kl. 10:00 í Keiluhöllinni Egilshöll.

Að venju er þetta mót aðeins ætlað ÍR-ingum.
Lokað fyrir skráningu fimmtudaginn 9.maí kl 21:00
Spilaðir verða þrír leikir.
úrslit eru á milli:
Fjórir efstu karlar,
fjórar efstu konurnar og
4 efstu þess fyrir utan með forgjöf keppa til úrslita,
1. sæti gegn því 4. og
2. og 3. sæti.
Sigurvegarar úr þeirri viðureign keppa svo um 1.sæti
Ekki er borið á fyrir úrslit

Olíuburður verður
PBA CP3 42fet

Skráning er hér

Verð: 3.000kr

Úrslit í bikar 2019


Úrslit í bikar fara fram á sunnudaginn 28.apríl kl 19:00

Þar mætast:
Í karla flokki 
KFR Grænu töffararnir og ÍA  (19-20)
Í kvenna flokki 
ÍR SK og KFR Valkyrjur  (21-22)

Keppni hefst kl 19:00 upp í Keiluhöllini Egilshöll og hvetjum við alla til að mæta og stiðja sitt lið 

A landslið karla sem keppir á EMC 2019

Landsliðsþjálfarnir Robert Anderson og Hafþór Harðarson hafa valið þá leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Evrópumóti karla EMC 2019 sem fram fer í Munchen 10. til 21. júní í sumar. 

Þeir eru:
Arnar Davíð Jónsson – Hauganes /  KFR
Andrés Páll Júlíusson – ÍR
Einar Már Björnsson   – ÍR
Gunnar Þór Ásgeirsson – ÍR
Gústaf Smári Björnsson – KFR
Jón Ingi Ragnarsson – BK Brio / KFR

 

 

Aðalfundur Keiludeildar ÍR 2019

Boðað er til aðalfundar Keiludeildar ÍR miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00 í sal ÍR heimilisins Skógarseli 12.

Dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
  3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár
  4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
  5. Kosinn formaður
  6. Kosnir 4 aðrir stjórnarmenn og tveir varamenn
  7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins
  8. Ákveðin æfingagjöld
  9. Önnur mál

 

Boðið er upp á léttar veitingar í lokin – Stjórn deildarinnar

AMF 3.umferð 2019

 

Dagana 12. til 18. maí verður 3. umferð í forkeppni AMF haldin

í Keiluhöllinni Egilshöll.

Sama fyrirkomulag verður á 3. umferð eins og var í fyrra
Boðið er upp á 4 Squad en engin úrslit verða í 3. umferðinni.
Hægt er að leika í öllum riðlunum og gildir þá besta serían til AMF stiga.
Tíu bestu seríurnar í riðlakeppnunum fá því AMF stig.
Leikin er 6 leikja sería með hefðbundinni færslu eftir hvern leik.
Konur fá 8 pinna forgjöf.

Boðið er upp á eftirfarandi riðla og athugið að það þarf að skrá sig í hvern riðil sérstaklega og að takmarkaður fjöldi kemst að í hverjum riðli.
Skráningarfrestur er í hvern riðil fyrir sig:
1.Squad: 12.maí kl 09:00 Lokað fyrir skráningu Fimmtudaginn 9.maí kl 21:00
2.Squad: 13.maí kl 19:00 Lokað fyrir skráningu Sunnudaginn 12.maí kl 13:00
3.Squad: 14.maí kl 19:00 Lokað fyrir skráningu Mánudaginn 13.maí kl: 21:00
4.Squad: 18.maí kl 09:00 Lokað fyrir skráningu Fimmtudaginn 16.maí kl 21:00

Staðan eins og hún er núna í AMF má finna hér

Olíuburður í 3. umferðinni Beaten Path

Verð pr. seríu er 6.000,- kr.

Greitt er í mótið í afgreiðslu 


Styrtaraðili á AMF 2019 í ár er Keiluhöllin Egilshöll