Íslandsmót einstaklinga verður haldið í Keilu í Mjódd dagana 24. – 27. febrúar næstkomandi.
Íslandsmót unglinga 2005
Íslandsmót unglinga verður haldið í Keilu í Mjódd dagana 5. – 13. mars næstkomandi, en keppt er í 4 aldursflokkum 11-18 ára.
Auglýsing um mótið
Bikarkeppni 8 liða úrslit
Það verður dregið í 8 liða úrslitum karla og kvenna í Keilu í Mjódd í kvöld kl 19.00, allir velkomnir að fylgjast með.
Konurnar munu spila 31.janúar og karlarnir 2. febrúar.
Brautarskipan 1. deild karla seinni hluti
Búið er að raða niður seinni hlutanum.
Hjóna- og paramót KFR
Fyrsta umferðin í Opna hjóna- og paramóti KFR og Garðheima eftir áramótin fer fram sunnudaginn 9. janúar og hefst mótið kl. 20:00.
Keilarar ársins 2004
Í gær miðvikudaginn 29. desember var í hófi á Grand Hótel Reykjavík tilkynnt val á íþróttamönnum sérsambandanna fyrir árið 2004. Keilarar ársins 2004 voru valin þau Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Magnús Magnússon KR. Sigfríður vann nær alla titla sem í boði voru þetta árið bæði í einstaklings, para og liðakeppni. Sigfríður og Magnús voru bæði Íslandsmeistarar einstaklinga og tóku þátt í Evrópubikar einstaklinga, auk þess sem Magnús var fulltrúi Íslands á AMF World Cup. Að venju var einnig á sama tíma tilkynnt val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Væntanlega hefur það fæstum komið á óvart að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður með Chelsea í Englandi varð valinn Íþróttamaður ársins 2004, en í öðru sæti í kjörinu var Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari úr FH og í þriðja sæti Rúnar Alexandersson fimleikamaður.
Keilarar ársins 2004
Í gær miðvikudaginn 29. desember var í hófi á Grand Hótel Reykjavík tilkynnt val á íþróttamönnum sérsambandanna fyrir árið 2004. Keilarar ársins 2004 voru valin þau Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Magnús Magnússon KR. Sigfríður vann nær alla titla sem í boði voru þetta árið bæði í einstaklings, para og liðakeppni. Sigfríður og Magnús voru bæði Íslandsmeistarar einstaklinga og tóku þátt í Evrópubikar einstaklinga, auk þess sem Magnús var fulltrúi Íslands á AMF World Cup. Að venju var einnig á sama tíma tilkynnt val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Væntanlega hefur það fæstum komið á óvart að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður með Chelsea í Englandi varð valinn Íþróttamaður ársins 2004, en í öðru sæti í kjörinu var Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari úr FH og í þriðja sæti Rúnar Alexandersson fimleikamaður.
Keilarar ársins 2004
Í gær miðvikudaginn 29. desember var í hófi á Grand Hótel Reykjavík tilkynnt val á íþróttamönnum sérsambandanna fyrir árið 2004. Keilarar ársins 2004 voru valin þau Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Magnús Magnússon KR. Sigfríður vann nær alla titla sem í boði voru þetta árið bæði í einstaklings, para og liðakeppni. Sigfríður og Magnús voru bæði Íslandsmeistarar einstaklinga og tóku þátt í Evrópubikar einstaklinga, auk þess sem Magnús var fulltrúi Íslands á AMF World Cup. Að venju var einnig á sama tíma tilkynnt val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Væntanlega hefur það fæstum komið á óvart að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður með Chelsea í Englandi varð valinn Íþróttamaður ársins 2004, en í öðru sæti í kjörinu var Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari úr FH og í þriðja sæti Rúnar Alexandersson fimleikamaður.
Heimsbikarkeppni liða
Stelpunum okkar gengur ekki nógu vel, en eftir 6 umferðir eru þær í 13. og síðasta sæti án stiga. Þær eru búnar að spila gegn Austurríki, Kína, Taipai, Svíþjóð, Ítalíu og Bandaríkjunum.
Heimsbikarkeppni liða
Íslenska kvennalandsliðið er nú í Hollandi að spila á heimsbikarkeppni liða. Mótið er gríðarlega sterkt, en einungis eru efstu liðin í hverri álfukeppni sem vinna sér keppnisrétt á mótið.