Keilarar ársins 2004

Facebook
Twitter

Í gær miðvikudaginn 29. desember var í hófi á Grand Hótel Reykjavík tilkynnt val á íþróttamönnum sérsambandanna fyrir árið 2004. Keilarar ársins 2004 voru valin þau Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Magnús Magnússon KR. Sigfríður vann nær alla titla sem í boði voru þetta árið bæði í einstaklings, para og liðakeppni. Sigfríður og Magnús voru bæði Íslandsmeistarar einstaklinga og tóku þátt í Evrópubikar einstaklinga, auk þess sem Magnús var fulltrúi Íslands á AMF World Cup. Að venju var einnig á sama tíma tilkynnt val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Væntanlega hefur það fæstum komið á óvart að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður með Chelsea í Englandi varð valinn Íþróttamaður ársins 2004, en í öðru sæti í kjörinu var Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari úr FH og í þriðja sæti Rúnar Alexandersson fimleikamaður.

Nýjustu fréttirnar