Félagakeppni KLÍ

Fyrsta umferð Félagakeppni KLÍ fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð mánudaginn 6. nóvember. Til keppni voru mætt lið frá 5 félögum, Íþróttafélagi Reykjavíkur ÍR, Keilufélagi Akraness KFA, Keilufélagi Reykjavíkur KFR, Keilufélaginu Keilu KFK og Knattspyrnufélagi Reykjavíkur KR. Staðan er þannig að lokinni þessari fyrstu umferð að KFR er með örugga forystu í 1. sæti með 28 stig, KFA er í 2. sæti með 19 stig, KR í 3. sæti með 17 stig, ÍR er í 4. sæti með 14 stig og KFK rekur lestina í 5. sæti með 12 stig. Sjá nánar um stöðuna og úrslit viðureigna

Önnur umferð í Félagakeppni KLÍ fer fram mánudaginn 22. janúar 2007.

Deildarbikar liða 2006-2007

1. umferðin í Deildarbikar liða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 7. nóvember. Í ár taka 10 lið þátt í Deildarbikarnum 7 lið frá ÍR, 2 lið frá KR og 1 lið frá KFK, en meistarar síðasta árs KR-A taka ekki þátt að þessu sinni. Keppt verður einu sinni í mánuði á þriðjudagskvöldum í tveimur riðlum, alls 6 umferðir yfir veturinn, sjá nánar í dagskrá. Tvö efstu lið úr hvorum riðli fara áfram í úrslitakeppni, þar sem allir leika við alla, tvöfalda umferð. Að lokinni 1. umferð er staðan sú að ÍR-PLS er efst í A riðli með 6 stig. ÍR-A er í 2. sæti einnig með 6 stig og ÍR-P er í 3. sæti með 4 stig. Í B riðli er ÍR-L í 1. sæti með 8 stig, KR-B er í 2. sæti með 6 stig og ÍR-KLS er í 3. sæti með 4 stig. Önnur umferð í Deildarbikar liða fer fram þriðjudaginn 12. desember n.k. Sjá nánar um stöðu í deildarbikar.

Staðan í Íslandsmóti liða

Nú er öllum frestuðum leikjum lokið á Íslandsmóti liða og staða eftir 5. umferð birt á síðunni undir Deildir . Í 1. deild kvenna og 2. deild karla verður þó að athuga að staðan verður ekki rétt fyrr en öll lið hafa setið hjá. Staðan er nú jöfn og spennandi í 1. deild karla, KR-A er í efsta sæti með 69 stig, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 65 stig og KR-B og ÍR-KLS koma fast á hæla þeim með 63 og 61 stig. Í 1. deild kvenna eru KFR-Valkyrjur efstar með 78 stig, ÍR-TT er í 2. sæti með 69 stig og KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 57,5 stig en þau lið hafa leikið einu leik færri en KFR-Valkyrjur sem sitja hjá í næstu umferð. Í 2. deild karla hafa liðsmenn KFR-JP-kast tekið afgerandi forystu í deildinni og eru nú með 72,5 stig að loknum 5 leikjum. Í 2. sæti er KR-C með 58 stig, KFA-ÍA er í 3. sæti með 54 stig og ÍR-Línur eru í 4. sæti með 51 stig.

Dagskrána í deildunum fram að áramótum má finna undir Deildir > Dagskrá

Úrslit úr frestuðum leik í 1. deild kvenna

Í gærkvöldi lauk formlega 3. umferð í 1. deild kvenna með viðureign ÍR-TT og KFR-Valkyrja. Fóru leikar þannig að ÍR-TT lögðu KFR-Valkyrjur með 12 stigum gegn 8. Með sigrinum komust ÍR-TT upp í 2. sætið í deildinni en í næstu umferð eiga KFR-Valkyrjur að sitja hjá.
2065 ( 734 – 685 – 646 )  ÍR-TT
1987 ( 636 – 657 – 694 )  KFR-Valkyrjur
 
Staðan eftir 5. umferðir:
1.   78,0   KFR-Valkyrjur
2.   69,0   ÍR-TT
3.   57,5   KFR-Afturgöngurnar
4.   31,5   ÍR-BK
5.   30,0   KFR-Skutlurnar
6.   17,0   KFA-ÍA
7.   17,0   ÍR-KK
 
Í 6. umferð mánudaginn 13. nóvember eru viðureignirnar þessar:
ÍR-BK – ÍR-TT
ÍR-KK – KFR-Afturgöngurnar
KFR-Skutlurnar – KFA-ÍA
KFR-Valkyrjur sitja hjá.

Reykjavíkurmót liða 2006

Reykjavíkurmót liða 2006 verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 11. nóvember n.k. og hefst keppni kl. 9:00. Leikið verður 3 manna blönduðum liðum og leikin einföld umferð allir við alla og keppt til stiga. Ef fleiri en 6 liða taka þátt verður dregið í riðla og efstu liðin úr hvorum riðli keppa síðan til úrslita um titilinn Reykjavíkurmeistari liða 2006. Sjá nánar í auglýsingu.

Meistarakeppni ungmenna 1. umferð

1. umferðin í Meistarakeppni ungmenna fór fram laugardaginn 4. nóvember. Kepptu unglingar í 1., 2. og 3. flokki í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð en 4. flokkurinn spilaði í Keilusalnum á Akranesi. Alls tóku 27 unglinga þátt í mótinu að þessu sinni og var spilamennska mjög góð. Eini keppandinn í  1. flokki stúlkna var nýr keppandi frá KFA Margrét Jónsdóttir sem tók þátt í sínu fyrsta móti. Í 1. flokki pilta sigraði Hafþór Harðarson KFR með 1.202, í 2. sæti var Magnús S. Guðmundsson KFA með 1.178, í 3. sæti Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR með 1.037. Í 2. flokki stúlkna sigraði Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR með 1.049 og í 2. sæti var Karen Rut Sigurðardóttir með 901. Í 2. flokki pilta sigraði Róbert Dan Sigurðsson ÍR með hæsta skori dagsins 1.224, í 2. sæti var Stefán Claessen ÍR með 1.204 og í 3. sæti var Bjarni Páll Jakobsson KFR með 1.177. í 3. flokki stúlkna sigraði Ástrós Pétursdóttir ÍR með 954, í 2. sæti var Bylgja Ösp Pedersen KFA með 834 og í 3. sæti var Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 700. í 4. flokki stúlkna var einn keppandi Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA með 405 seríu í 3 leikjum. Í 4. flokki pilta var jöfn og spennandi keppni, þar sem Kristófer Arnar Júliusson KFA vann með 368, í 2. sæti var Gunnar Ágúst Ómarsson með 363 og í 3. sæti Árni Magnússon með 343. Sjá nánar um úrslit og skor mótsins

Íslandsmót unglingaliða 1. umferð

1. umferð í Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 28. október. Til leiks voru mætt fjögur lið, eitt frá ÍR, tvö lið frá KFA og eitt lið frá KFR og voru leikir spennandi og góð spilamennska hjá mörgum. Staðan er nú þannig að lið KFA-ÍA 1 vann alla sína leiki og er því með 6 stig að loknum þremur leikjum og 1.294 pinna. Lið ÍR er í 2. sæti með 4 stig og 1.434 pinna. Lið KFA-ÍA-2 er í 3. sæti einnig með 4 stig og 908 pinna og lið KFR er í 4. sæti án stiga með 997 pinna. Sjá nánar um stöðuna, úrslit leikja og skor leikmanna.

Dagskráin næstu vikurnar

Í næstu viku verður gert hlé á spilamennsku í deildum en þess í stað fer fram keppni í Félagakeppni KLÍ mánudaginn 6. nóvember  og Deildarbikar liða þriðjudaginn 7. nóvember og hefst keppni á sama tíma og deildirnar eða kl. 19:00.
 
Dagskráin í deildunum fram að áramótum er komin inn á heimasíðuna undir Deildir > Dagskrá, en sjá má drög að dagskrá annarra móta og unglingamóta á keppnistímabilinu hér.

Meistarakeppni ungmenna 2006 – 2007

1. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 4. nóvember n.k. og hefst upphitun kl. 9:00. Verð er óbreytt frá síðasta ári, eða kr. 1.800 fyrir þá keppendur sem spila 6 leiki og kr. 900 fyrir þá keppendur sem spila 3 leiki. Skráning er hjá þjálfurum félaganna og á netfangið [email protected]. Athugið að í skráningu þarf að koma fram fullt nafn keppanda og kennitala. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til fimmtudagsins 2. nóvember kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu.

Keppt er í Meistarakeppni ungmenna einu sinni í mánuði á keppnistímabilinu frá nóvember fram í mars a.m.k. 4 umferðir. Keppt er í einstaklingskeppni í 4 flokkum pilta og stúlkna á aldrinum 11 til 22 ára og veitt eru 1 – 12 stig fyrir sæti í flokki í hverri umferð. Spilaðir eru 6 leikir í 1. – 3. flokki (3 keppendur á braut), skipt um brautir eftir hverja tvo leiki og tekur spilamennskan u.þ.b. 2 ½ – 3 klst í hverri umferð ef engar tafir verða. Í 4. flokki eru spilaðir 3 leikir (3 keppendur á braut) og tekur spilamennskan u.þ.b. 2 ½ klst í hverri umferð ef engar tafir verða. Fjöldi keppenda var á bilinu 24 – 29 í hverri umferð á síðasta keppnistímbili. Umsjón mótsins er í höndum KLÍ, en þátttakendur greiða kostnað vegna brautarleigu. Sjá nánar í reglugerð um Meistarakeppni ungmenna.
 
Keppt verður í Meistarakeppni ungmenna á laugardögum kl. 9:00 – 11:30/12:00, einu sinni í mánuði frá nóvember til mars, og verða keppnisdagar í vetur eftirtaldir:
1. umferð laugardagur 4. nóvember 2006 kl. 9:00
2. umferð laugardagur 2. desember 2006 kl. 9:00
3. umferð laugardagur 20. janúar 2007 kl. 9:00
4. umferð laugardagur 10. mars 2007 kl. 9:00
5. umferð laugardagur 24. mars 2007 kl. 9:00

Sjá nánar í dagskrá unglingamóta keppnistímabilið 2006 – 2007