Deildarbikar liða 2006-2007

Facebook
Twitter

1. umferðin í Deildarbikar liða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 7. nóvember. Í ár taka 10 lið þátt í Deildarbikarnum 7 lið frá ÍR, 2 lið frá KR og 1 lið frá KFK, en meistarar síðasta árs KR-A taka ekki þátt að þessu sinni. Keppt verður einu sinni í mánuði á þriðjudagskvöldum í tveimur riðlum, alls 6 umferðir yfir veturinn, sjá nánar í dagskrá. Tvö efstu lið úr hvorum riðli fara áfram í úrslitakeppni, þar sem allir leika við alla, tvöfalda umferð. Að lokinni 1. umferð er staðan sú að ÍR-PLS er efst í A riðli með 6 stig. ÍR-A er í 2. sæti einnig með 6 stig og ÍR-P er í 3. sæti með 4 stig. Í B riðli er ÍR-L í 1. sæti með 8 stig, KR-B er í 2. sæti með 6 stig og ÍR-KLS er í 3. sæti með 4 stig. Önnur umferð í Deildarbikar liða fer fram þriðjudaginn 12. desember n.k. Sjá nánar um stöðu í deildarbikar.

Nýjustu fréttirnar