AMF í Mexico

2 keppnisdagur:

‘i dag byrjaði Jón Ingi mjög vel og átti síðan í smá strögli en hélt nokkuð haus og spilaði í heildina yfir 200. leikirnir voru þannig: 216-232-179-190-200-193 = 1210 og samtalls er hann með 2439 og er 46 pinnum frá köttinu.  það eru komnir 2 fullkomnir leikir (300) sá fyrri kom í gær hjá konunum og var það spilari frá Columbiu og í  dag kom einn frá körlunum og var það spilari frá Rússlandi.  það er enn sama veðrið hér það dregur aldrei fyrir sólu vegna þess að það sjást aldrei nein ský hér.  Við höfum það gott og byðjum að heilsa frá Mexico

Hörður Ingi og Jón Ingi

ps. Árni Geir til hamingju með 300 leikinn

AMF world cup

Dagur 1 í keppninni:

þá hefur Jón Ingi lokið  fyrrsta skoti og spilaði hann fína keilu, 207-212-200-217-192-201 = 1229.  þetta er nú bara góð byrjun á mótinu hjá Jóni, hann var að kasta vel en var ekkert sérstaklga heppinn, það datt ekkert af lausum boltum, hann þurfti að setja hann alltaf í vasann.  Ég hefði viljað sjá nokkrar fellur í viðbót með smá heppni, hún (heppnin) þarf líka að vera með.  það er geggjað veður hér sól og nokkur hiti.  Okkur líður mjög vel og sofum vel saman.

kveðja frá Mexico

Hörður Ingi og Jón Ingi

Olíuburður

 

Nú er komið að því að skipta um olíuburð í deildinni. Fært verður yfir í Broadway núna um helgina og verður því hægt að æfa sig í honum á laugardag og sunnudag. Einnig verður hægt að spila í broadway á sunnudagskvöld í Pepsi Max mótinu.  Smellið á meira til að sjá svo heildarskipulagið fyrir veturinn.
 
·        

Allar deildir verða spilaðar í sama olíuburð 1DKK, 1DKVK og 2DKK

·         Tímabilið verður þrískipt fram að úrslitakeppni og miðað verður við umferðirnar hjá konunum. Þ.e.a.s. eftir hverja umferð hjá konunum verður skipt um olíuburð í húsinu.

·         Miðað verður við dagsetningar í dagskrá en ekki lok umferða ef að leikjum verður frestað.

·         Oliuburðirnir verða allir úr challenge seríunni frá Kegel.

·         Í fyrsta þriðjung verður spilað í Route 66

·         Í öðrum þriðjung verður spilað í Broadway frá og með 9. nóvember

·         Í síðasta þriðjung verður spilað í Beaten path frá og með 24. janúar

·         Í úrslitakeppni fær heimaliðið að velja einn af þremur ofangreindum olíuburðum sem að búið er að spila í um veturinn.

·         Skila verður inn vali á olíuburði í úrslitakeppni minnst tólf tímum fyrir leik til formanns tækninefndar  [email protected]

·         Í íslandsmótum verða valdir olíuburðir úr PBA seríunni eða Sport seríunni frá Kegel

AMF world cup

í dag fara Jón Ingi Ragnarsson og Hörður Ingi til Hermosillo í Mexico þar sem Jón Ingi mun taka þátt í Heimsbikarmóti einstaklinga.  Við leggjum af stað kl. 17 í dag til New York og svo í nótt förum af stað til Phoenix og þaðan til Mexico, við lendum þar kl. 13 að staðartíma sem er kl. 20 að isl. tíma þ. 07.11

síða mótsins er www.qubicaamf.com þaðan farið á news og á þeirri síðu til vinstri sjáið þið bowling world cup 2008

Bikarkeppni liða

Í kvöld var dregið í 32 liða úrslit í bikarkeppni karla, þar sem að það voru bara 18 lið í pottinum þá voru dregin út 4 lið. Og fór þetta svona.

 

KFK-A – JP-Kast.

ÍR-A – KR-B.

 

Leikirnir verða spilaðir sunnudaginn 23. Nóv. Klukkan 09:00.

 

Evrópubikar einstaklinga

Þá hafa Dagný og Steinþór lokið keppni hér í Duisburg. Dagný spilaði í morgunn og átti sinn besta dag, endaði með 1530.  Hún endaði í 22. sæti með 187,63 í meðaltal.  Steinþór spilaði svo eftir hádegi og hann átti einnig sinn besta dag og spilaði 1621.  Hann endaði i 20. sæti með 199,5 í meðaltal.  Á morgunn leika svo átta efstu til úrslita.  Nánar á heimasíðu mótsins.

Við biðjum kærlega að heilsa heim.

Evrópubikar einstaklinga

Leikið var í langri olíu á öðrum degi mótsins í Duisburg.  Steinþór spilaði 1582 eða þrem pinnum lægra en á fyrsta degi.  Hann er núna í 21. sæti með tæpa 198 í meðaltal og er 196 pinnum frá áttunda sætinu.  Dagný spilaði 1479 og er í 24. sæti.  Hún er með 185,8 í meðaltal, en vantar 328 pinna í 8. sætið. Leikið er í blandaðri oliu í dag og byrjar Dagný að spila klukkan 9.  Nánar á heimasíðu mótsins.

Evrópubikar einstaklinga

Þá hafa Dagný og Steinþór lokið keppni á fyrsta degi mótsins.  í dag var leikið í stuttu olíunni.  Dagný er í 20. sæti með 186,7 í meðaltal og Steinþór í 16. sæti með 198,1 í meðaltal.  Aðstæður eru til fyrirmyndar, nema ef vera skyldi að stikbrautir eru mjög sleipar.  Á morgunn keppa þau í langri olíu og vonandi gengur þeim sem best. Staðan og einstaka leikir eru á heimasíðu mótsins www.ecc2008.dbu-bowling.com

Evrópubikar landsmeistara

Keilusamband Íslands sendi að vanda keppendur til þátttöku á Evrópubikar landsmeistara í keilu, en að þessu sinni verður mótið haldið borginni Duisburg í Þýskalandi dagana 20. október til 26. október 2008.

Fulltrúar okkar á mótinu eruÍslandsmeistarar einstaklinga 2008, þau Dagný Edda Þórisdóttir  úr KFR og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR.  Þjálfari, fararstjóri og fulltrúi KLÍ er Theódóra Ólafsdóttir.

 

Mótið verður haldið í 24 brauta salur, Treff Bowling Centre

Keppnisfyrirkomulag mótsins er þannig að keppt er í einstaklingskeppni þar sem spilaðir eru 8 leikir í senn í þrem leikjablokkum,  8 leikir í stuttri olíu, 8 leikir í langri og síðan 8 leikir blandað þ.e.s.a. stutt og löng á sama setti alls 24 leikir.  Að loknum þessum 24 leikjum komast 8 efstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki áfram í úrslit. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins .