Olíuburður

Facebook
Twitter

 

Nú er komið að því að skipta um olíuburð í deildinni. Fært verður yfir í Broadway núna um helgina og verður því hægt að æfa sig í honum á laugardag og sunnudag. Einnig verður hægt að spila í broadway á sunnudagskvöld í Pepsi Max mótinu.  Smellið á meira til að sjá svo heildarskipulagið fyrir veturinn.
 
·        

Allar deildir verða spilaðar í sama olíuburð 1DKK, 1DKVK og 2DKK

·         Tímabilið verður þrískipt fram að úrslitakeppni og miðað verður við umferðirnar hjá konunum. Þ.e.a.s. eftir hverja umferð hjá konunum verður skipt um olíuburð í húsinu.

·         Miðað verður við dagsetningar í dagskrá en ekki lok umferða ef að leikjum verður frestað.

·         Oliuburðirnir verða allir úr challenge seríunni frá Kegel.

·         Í fyrsta þriðjung verður spilað í Route 66

·         Í öðrum þriðjung verður spilað í Broadway frá og með 9. nóvember

·         Í síðasta þriðjung verður spilað í Beaten path frá og með 24. janúar

·         Í úrslitakeppni fær heimaliðið að velja einn af þremur ofangreindum olíuburðum sem að búið er að spila í um veturinn.

·         Skila verður inn vali á olíuburði í úrslitakeppni minnst tólf tímum fyrir leik til formanns tækninefndar  [email protected]

·         Í íslandsmótum verða valdir olíuburðir úr PBA seríunni eða Sport seríunni frá Kegel

Nýjustu fréttirnar