Dagskrá 21 – 24 jan 2023

Laugardagur 21.jan kl 09:00 fer fram early bird á RIG23 í Egilshöll

Kl 13:30 fer fram einn leikur í 3.deild upp á Akranesi er sá leikur spilaður í medium burði
3-4: ÍA-B – ÍR-Gaurar (3. deild karla, 15. umferð)

Sunnudagur 22.jan
kl 10:00 fer fram 8.liða bikar, Þeir leikir sem fara fram eru:
9-10: KFR-Valkyrjur – KFR-Skutlurnar
11-12: ÍR-BK – KFR-Ásynjur
13-14: ÍR-Elding – ÍR-TT
15-16: KFR-Stormsveitin – ÍR-Geirfuglar
17-18: ÍR-PLS – KFR-JP-Kast
19-20: ÍR-A – ÍA
21-22: ÍR-Fagmaður – KFR-Lærlingar
Olíuburðru í bikar er : Markaryd 2022 – 42 fet – Ratio 3.39

Kl 14:00 fer fram einn leikur í 1.deild upp á Akranesi sem spilaður er í stuttum burði
3-4: ÍA – KR-A (1. deild karla, 12. umferð)

Mánudagur 23.janúar
Allir leikir eru spilaðir í medium burði
11-12: Ösp-Gyðjur – ÍA-Meyjur (2. deild kvenna, 14. umferð)
13-14: KFR-Ásynjur – ÍR-N (2. deild kvenna, 14. umferð)
15-16: ÍR-KK – ÍR-VÁ (2. deild kvenna, 14. umferð)
17-18: KFR-Þröstur – ÍR-T (2. deild karla, 12. umferð)
19-20: KFR-JP-Kast – ÍR-Broskarlar (2. deild karla, 12. umferð)
21-22: ÍR-Fagmaður – ÍR-Naddóður (2. deild karla, 12. umferð)

Einn leikur fer fram á Akranesi og er hann spilaður í löngum burði
3-4: ÍA-C – ÍR-Blikk (2. deild karla, 12. umferð)

Þriðjudagur 24.janúar
Einn leikur fer fram í stuttum burð og restin í medium burði
Þeir leikir sem að eru í medium burði eru:
3-4: ÍR-Land – ÍR-L (1. deild karla, 12. umferð)
5-6: ÍR-A – KFR-Grænu töffararnir (1. deild karla, 12. umferð)
7-8: ÍR-KLS – KFR-Lærlingar (1. deild karla, 12. umferð)
9-10: KFR-Stormsveitin – ÍR-PLS (1. deild karla, 12. umferð)
11-12: ÍR-Elding – KFR-Afturgöngurnar (1. deild kvenna, 14. umferð)
13-14: KFR-Valkyrjur – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna, 14. umferð)
15-16: ÍR-TT – ÍR-BK (1. deild kvenna, 14. umferð)
17-18: Ösp-Loki – ÍR-Keila.is (3. deild karla, 15. umferð)
19-20: KR-B – Ösp-Ásar (3. deild karla, 15. umferð)

Sá leikur sem að fer fram í stuttum burði:
21-22: ÍR-NAS – ÍR-Geirfuglar (3. deild karla, 15. umferð)

Hægt er að nálgaast úrslit úr deildum hér fyrir neðan:
1.deild kvenna

2.deild kvenna

1.deild karla

2.deild karla 

3.deild karla

Reglur um val á olíuburði í deildarkeppni allra deilda

Boðið er upp á þrjá olíuburði fyrir deildarkeppni, stuttan, miðlungs og langan olíuburð.
Sjálfgefinn burður, ef heimalið velur ekki, er alltaf miðlungs olíuburðurinn.

Heimalið getur valið milli þessara þriggja olíuburða. (Stuttur, Medium og Langur)
Ósk um olíuburð þarf að berast á oliuburdur[at]kli.is  fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið fyrir næstu leikviku
sé leikdagur mánudagur eða þriðjudagur.
Fyrir leikdaga sem eru um helgi þarf beiðnin að berast Mótanefnd fyrir kl. 22:00 á mánudagskvöldi
fyrir komandi helgi.
Senda þarf beiðni á netfangið oliuburdur[at]kli.is

 

 



U18 lið Íslands valið fyrir Evrópumót unglinga

Evrópumót unglinga (U18) verður haldið dagana 1. – 10. apríl 2023 og hefur Guðmundur Sigurðsson þjálfari liðsins valið eftirtalda leikmenn í sitt lið.  Guðmundi til aðstoðar á mótinu verður Jónína Björg Magnúsdóttir.

 
Stúlkur:
 
Alexandra Kristjánsdóttir
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir
Olivia Clara Steinunn Lindén
Viktoría Hrund Þórisdóttir
 
Piltar:
 
Ásgeir Karl Gústafsson
Matthías Leó Sigurðsson
Mikael Aron Vilhelmsson
Tristan Máni Nínuson

Íslandsmót Einstaklinga 2023 með forgjöf

Íslandsmót Einstaklinga með forgjöf 2023 fer fram 18 – 21.feb 2023
 

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur föstudaginn 17. febrúar klukkan 13:00.
Skráning hér

Olíuburður í mótinu er: Middle road – 39 fet 

Reglugerð um mótið er hægt að nálgast hér 

Forkeppni 18 & 19 febrúar 2022 kl 09:00

Verð í forkeppni kr. 15.000
Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.

Forgjöf er 80% af mismun meðaltals og 220, hámark 80 pinnar.
Ekki er hægt að hafa neikvæða forgjöf og sé leimaður með hærra meðaltal en 220 skal hann hafa 0 í forgjöf. Hámarksskor í einum leik verður aldrei hærra en 300.
Til að hafa þátttökurétt í íslandsmóti einstaklinga með forgjöf þarf viðkomandi að hafa meðaltal viðurkennt af KLÍ úr a.m.k. 18 leikjum, annars er forgjöf engin.

12 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar halda áfram í milliriðil.

Milliriðill mánudaginn 20.feb kl 19:00

12 efstu keppendurnir spila 6 leiki,

6 efstu keppendurnir í karla og kvenna flokk fara áfram í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.

Undanúrslit þriðjudaginn 21.feb kl 19:00

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit spiluð á eftir undanúrslitum

Úrslit:

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu karla/kvenna

Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga.

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur.

Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 17. febrúar klukkan 13:00.

Mótanefnd KLÍ

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

 

8 liða bikar

Sunnudaginn 22.janúar kl 10:00 fer fram 8.liða bikar karla og kvenna
Þeir leikir sem að eru á dagskrá eru:

KFR-Valkyrjur – KFR-Skutlurnar    (7 – 8)
ÍA-Meyjur – KFR-Afturgöngurnar  (9 – 10)
ÍR-BK – KFR-Ásynjur (11- 12)
ÍR-Elding – ÍR-TT  (13 – 14)
KFR-Stormsveitin – ÍR-Geirfuglar (15 – 16)
ÍR-PLS – KFR JP Kast (17 – 18)
ÍR-A – ÍA (19 – 20)
ÍR-Fagmaður – KFR-Lærlingar (21 – 22)

Dregið verður í 4 liða bikar eftir þessa leiki


Leikdagar í bikar eru:
4.liða     26.2.2023
Úrslit     11.4.2023

RIG Bowling 2023 – Skráning opin – Margir erlendir keppendur á leiðinni

Keilusamband Íslands heldur keilumót á Reykjavik International Games 2023. Er þetta í 15. sinn sem keilan er á RIG af þeim 16 skiptum sem þessir leikar hafa farið fram í höfuðborginni. Skráning í riðla er nú opin og má skrá sig hér í alla riðla en sérstök skráning í Early Bird riðilinn fer fram hér í gegn um Sportabler þar sem greiða þarf mótsgjaldið með kortafærslu við skráningu. Athugði að hámark komast 44 keilarar að í hverjum riðli. Athugði að fyrirvarar eru á hvort riðlar séu haldnir ef næg þátttaka fæst ekki. Hægt verður að skrá sig á biðlista í gegn um Sportabler fyllist riðillinn.

Sterkir erlendi keppendur sem aldrei fyrr

Á mótið í ár koma nokkrir sterkir erlendir keppendur auk annarra sem koma til lands á eigin vegum. Það sýnir hversu þekkt mót þetta er orðið í Evrópu en þar má m.a. þakka kynningu PWBA kvenna sem komið hafa undanfarin ár.

 

Verity Crawley frá Englandi       

Veriy er að koma hingað í annað skiptið. Hún er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA og ein allra besta enska keilukonan í dag enda fastagestur í landsliði þeirra.
 

Jesper Agerbo frá Danmörku   

Jesper ætti ekki að þurfa að kynna fyrir íslenskum keilurum. Hann hefur oft komið hér á RIG og vann leikana 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur m.a. unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og Heimsmeistaramótum. Með honum koma nokkrir keilarar frá Danaveldi.

 

Mattis Möller frá Svíþjóð         

Von er á að komandi landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands mæti enn og aftur til okkar og verði með okkur á RIG. Hver man ekki eftir 7 – 10 glennunni sem Möller þrumaði niður 2019?

 

Auk þessara keilara hafa nokkrir erlendir aðilar boðað komu sína og má búast við að mótið í ár verði það fjölmennasta af erlendum keppendum til þessa.

Um mótið

Streymt verður frá riðlum og úrslitadegi á Fésbókarsíðu RIG Bowling

Upplýsingar um fleiri erlenda keppndur koma síðar.

Leikir í deild 9 og 10 janúar

Á mánudag 9 janúar er spilað í löngum og medium burði:

Sá leikur sem að er spilaður í löngum burði
9-10: ÍR-Broskarlar – ÍR-Naddóður (2. deild karla, 10. umferð)

Þeir leikir sem að eru í medium burði eru:
11-12: KFR-Þröstur – ÍA-W (2. deild karla, 10. umferð) 
13-14: KFR-JP-Kast – ÍR-Blikk (2. deild karla, 10. umferð) 
15-16: ÍR-Fagmaður – ÍR-T (2. deild karla, 10. umferð) 
17-18: Ösp-Gyðjur – ÍR-KK (2. deild kvenna, 12. umferð) 
19-20: ÍR-VÁ – ÍR-N (2. deild kvenna, 12. umferð) 
21-22: KFR-Ásynjur – ÍA-Meyjur (2. deild kvenna, 12. umferð)

Á þriðjudag 10 janúar er svo spilað i medium og stuttum burði

Þeir leikir sem að eru í medium burði eru:
7-8: ÍR-BK – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna, 12. umferð) 
9-10: KFR-Valkyrjur – KFR-Afturgöngurnar (1. deild kvenna, 12. umferð) 
11-12: ÍR-Land – KFR-Grænu töffararnir (1. deild karla, 10. umferð) 
13-14: ÍR-KLS – KR-A (1. deild karla, 10. umferð) 
15-16: KFR-Lærlingar – ÍR-PLS (1. deild karla, 10. umferð) 
17-18: Ösp-Loki – KR-B (3. deild karla, 13. umferð) 
19-20: ÍR-Splitturnar þrjár – ÍR-Geirfuglar (3. deild karla, 13. umferð) 

Sá leikur sem að er í stuttum burði er:
21-22: ÍR-NAS – ÍR-Keila.is (3. deild karla, 13. umferð)

 

Hægt er að nálgaast úrslit úr deildum hér fyrir neðan:
1.deild kvenna

2.deild kvenna

1.deild karla

2.deild karla 

3.deild karla

Reglur um val á olíuburði í deildarkeppni allra deilda

Boðið er upp á þrjá olíuburði fyrir deildarkeppni, stuttan, miðlungs og langan olíuburð.
Sjálfgefinn burður, ef heimalið velur ekki, er alltaf miðlungs olíuburðurinn.

Heimalið getur valið milli þessara þriggja olíuburða. (Stuttur, Medium og Langur)
Ósk um olíuburð þarf að berast á oliuburdur[at]kli.is  fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið fyrir næstu leikviku
sé leikdagur mánudagur eða þriðjudagur.
Fyrir leikdaga sem eru um helgi þarf beiðnin að berast Mótanefnd fyrir kl. 22:00 á mánudagskvöldi
fyrir komandi helgi.
Senda þarf beiðni á netfangið oliuburdur[at]kli.is

Deild af stað eftir jólafrí

Deildin fer af stað aftur eftir jólafrí
Þeir leikir sem að fara fram um helgina eru:

Laugardagurinn 7. janúar
Keiluhöllin Egilshöll
Kl: 11:00
Spilað í medium burði
19-20: ÍR-Naddóður – Þór (2. deild karla, 11. umferð) 
21-22: KR-B – Þór-Víkingar (3. deild karla, 12. umferð) 

Kl: 13:30
Spilað í medium burði
21-22: ÍR-Geirfuglar – Þór-Víkingar (3. deild karla, 10. umferð)  

Keilusalurinn Akranesi
Kl: 16:00
Spilað í Löngum burði 
3-4: Þór – KFR-Þröstur (2. deild karla, 9. umferð) 

Sunnudagurinn 8. janúar
Keilusalurinn Akranesi
Kl: 11:00
Spilað í Löngum burði 
3-4: ÍA-C – Þór (2. deild karla, 10. umferð) 

Kl: 13:30
Spilað í medium burði
3-4: ÍA-B – Þór-Víkingar (3. deild karla, 9. umferð)  

Kl: 16:00
Spilað í Löngum burði 
3-4: ÍA – ÍR-A (1. deild karla, 10. umferð) 

 

Keilufélag ÍA hefur verið dugleg að sýna beint frá þeim leikjum sem að eru spilaðir á Akranesi og er hægt að nálgast útsendingarnar á facebooksíðu hjá þeim hér

Hægt er að nálgaast úrslit úr deildum hér fyrir neðan:
1.deild kvenna

2.deild kvenna

1.deild karla

2.deild karla 

3.deild karla

Reglur um val á olíuburði í deildarkeppni allra deilda

Boðið er upp á þrjá olíuburði fyrir deildarkeppni, stuttan, miðlungs og langan olíuburð.
Sjálfgefinn burður, ef heimalið velur ekki, er alltaf miðlungs olíuburðurinn.

Heimalið getur valið milli þessara þriggja olíuburða.
Ósk um olíuburð þarf að berast Mótanefnd fyrir kl. 22:00 miðvikudagskvöldið fyrir næstu leikviku
sé leikdagur mánudagur eða þriðjudagur.
Fyrir leikdaga sem eru um helgi þarf beiðnin að berast Mótanefnd fyrir kl. 22:00 á mánudagskvöldi
fyrir komandi helgi.
Senda þarf beiðni á netfangið oliuburdur[at]kli.is

Reykjavík International Games 2023

RIG 2023 verður haldið dagana 21. janúar til 2. febrúar næstkomandi

Skráning á RIG 2023 er í fullum gangi og opið er fyrir skráningu í Early Bird riðilinn. Mótið verður áfram með sama sniði og undanfarin ár og eru þegar margir erlendir keppendur á leiðinni í mótið í ár. Verða þeir kynntir nánar síðar.

Úrslit mótsins verða fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 19:30 og verður þeim sjónvarpað í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.

Við byrjum mótið laugardaginn 21. janúar næstkomandi með Early Bird riðli en í framhaldinu verða svo fjölmargir riðlar í boði, sjá neðar í frétt.

Final Step 1 verður keyrt strax í gang eftir riðil 8 á miðvikudagskvöldinu 1. febrúar og er áætlað að það byrji kl. 21:00 – Ef sá sem á sæti í Final Step 1 er ekki á staðnum fer andstæðingur viðkomandi áfram í Final Step 2.

Skráning á RIG 2022 í keilu er hér

Nánar um mótið

Dagskrá RIG 2023 í keilu er sem hér segir

  • 20.1.23 kl. 09:00  |  Early Bird riðill
  • 28.1.23 kl. 09:00  |  Riðill 1
  • 29.1.23 kl. 09:00  |  Riðill 2
  • 30.1.23 kl. 15:00  |  Riðill 3
  • 30.1.23 kl. 19:00  |  Riðill 4
  • 31.1.23 kl. 15:00  |  Riðill 5
  • 31.1.23 kl. 19:00  |  Riðill 6
  • 01.2.23 kl. 15:00  |  Riðill 7
  • 01.2.23 kl. 19:00  |  Riðill 8
  • 01.2.23 kl. 21:00  |  Final Step 1 | Aukasæti gegn sætum 17 til 24
  • 02.2.23 kl. 15:30  |  Final Step 2 | Sigurvegarar Final Step 1 gegn sætum 9 til 16
  • 02.2.23 kl. 16:30  |  Final Step 3 | Sigurvegarar Final Step 2 gegn sætum 1 til 8
  • 02.2.23 kl. 18:00  |  Final Step 4 | 8 manna úrslit
  • 02.2.23 kl. 20:00  |  Final Step 5 | Úrslit 4 efstu í beinni sjónvarpsútsendingu

Mótsreglur RIG 2023 keilu

  • Forkeppni eru 6 leikir, færsla um brautarsett eftir hvern leik – Spila má alla riðla og gildir þá besta sería til úrslita
  • 32 komast í lokakeppnina
  • Bestu 24 seríurnar komast beint í úrslit (Final Step’s)
  • Sæti 25 til 32 raðast eftirfarandi:
    • Bestu seríur karls og konu í 50+ / sæti 25 og 26
    • Bestu seríur pilts og stúlku í u18 / sæti 27 og 28
    • Bestu seríur karls og konu í Early Bird  / sæti 29 og 30
    • Túrbó leikir  / 5. leikur sæti 231 og 6. leikur sæti 32
  • Sæti 1 til 8 koma inn í Final Step 3
  • Sæti 9 til 16 koma inn í Final Step 2
  • Sæti 17 til 24 keppa við aukasætin í Final Step 1 miðvikudagskvöldið 3. febrúar kl. 21
  • Í Final Step 1 til 4 þarf að sigra tvo leiki til að komast áfram
  • Í úrslitum í sjónvarpi leika 4 efstu einn leik og dettur sá út sem er með lægsta skorið. Þrír halda áfram og spila annan leik, lægsta skor dettur út. Tveir keppa þá um titilinn RIG meistari í keilu 2021

Reglur um jafntefli

Í forkeppni. Ef leikmenn eru með jafn háa seríu þá gildir hærri síðasti leikur seríunnar til úrslita

Í Final Step 1 – 5. Ef leikmenn eru jafnir þá er Roll off, eitt kast á leikmann þar til úrslit ráðast

Túrbó leikir. Ef leikmenn eru með jafn háan leik í Túrbó ræður sætaröðun úrslitum

Verð í forkeppni RIG 2023 í keilu

  • Early Bird kr. 7.000,-
  • Entry kr. 10.000,-
  • Re-entry kr. 8.000,-
  • TURBO leikir kr. 1.000,-

Olíuburður er sem fyrr HIGH STREET

 

 

Hafþór Harðarson og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR eru keilarar ársins 2022

Stjórn KLÍ hefur útnefnt þau Hafþór Harðarson og Lindu Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem keilara ársins 2022,
er þetta í 8. sinn sem Hafþór hlýtur þessa útnefningu og fyrsta sinn sem Linda Hrönn er útnefnd.

Hafþór Harðarson er keilari ársins í karlaflokki og er það í áttunda sinn sem hann hlýtur þennan titil. Hafþór hefur verið virkur í mótum á árinu og náð frábærum árangri bæði persónulega og með liði sínu
ÍR-PLS. Hafþór varð á árinu íslandsmeistari einstaklinga, reykjavíkurmeistari og lenti í 2. sæti á RIG.
Í deildinni átti Hafþór hæsta leikinn í karlaflokki með 290 pinna, hann átti hæsta meðaltal 219,33 ásamt því að vera fellukóngur með að meðaltali 6,64 fellur í leik. ÍR-PLS urðu bikar- og deildarmeistarar með hæsta meðaltal í deildinni ásamt því að hljóta stjörnuskjöldinn.

 

Linda Hrönn Magnúsdóttir er keilari ársins í kvennaflokki og er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur þann titil. Linda varð á árinu íslandsmeistari einstaklinga, stigameistari kvenna, sigraði Íslandsmót para ásamt Gunnari Þór Ásgeirssyni ásamt því að ná 2. sæti í deildinni með liði sínu ÍR-TT.
Þessu til viðbótar náði Linda Hrönn á verðlaunapall á Evrópumóti öldunga þegar hún náði 3. sæti eftir harða og spennandi keppni.

 

 

Keilusambandið óskar þeim innilega til hamingju!