Hafþór Harðarson og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR eru keilarar ársins 2022

Facebook
Twitter

Stjórn KLÍ hefur útnefnt þau Hafþór Harðarson og Lindu Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem keilara ársins 2022,
er þetta í 8. sinn sem Hafþór hlýtur þessa útnefningu og fyrsta sinn sem Linda Hrönn er útnefnd.

Hafþór Harðarson er keilari ársins í karlaflokki og er það í áttunda sinn sem hann hlýtur þennan titil. Hafþór hefur verið virkur í mótum á árinu og náð frábærum árangri bæði persónulega og með liði sínu
ÍR-PLS. Hafþór varð á árinu íslandsmeistari einstaklinga, reykjavíkurmeistari og lenti í 2. sæti á RIG.
Í deildinni átti Hafþór hæsta leikinn í karlaflokki með 290 pinna, hann átti hæsta meðaltal 219,33 ásamt því að vera fellukóngur með að meðaltali 6,64 fellur í leik. ÍR-PLS urðu bikar- og deildarmeistarar með hæsta meðaltal í deildinni ásamt því að hljóta stjörnuskjöldinn.

 

Linda Hrönn Magnúsdóttir er keilari ársins í kvennaflokki og er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur þann titil. Linda varð á árinu íslandsmeistari einstaklinga, stigameistari kvenna, sigraði Íslandsmót para ásamt Gunnari Þór Ásgeirssyni ásamt því að ná 2. sæti í deildinni með liði sínu ÍR-TT.
Þessu til viðbótar náði Linda Hrönn á verðlaunapall á Evrópumóti öldunga þegar hún náði 3. sæti eftir harða og spennandi keppni.

 

 

Keilusambandið óskar þeim innilega til hamingju!

Nýjustu fréttirnar