Bikarkeppni KLÍ 4 liða úrslit

Dregið verður í 4. liða úrslit Bikarkeppni liða áður en deildarkeppni hefst í Egilshöllinni þriðjudaginn 19. febrúar kl.18:55.

Í pottinum eru bikarmeistarar ÍR-TT, ÍR-BK, KFR-Afturgöngurnar og KFR-Valkyrjur í kvennaflokki og bikarmeistaranir ÍR-KLS, ÍA, ÍA-W og ÍR-L í karlaflokki.

Undanúrslit Bikarkeppninnar fara fram þriðjudaginn 2. apríl n.k.

Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.

Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.

Fáum við að sjá nýja bikarmeistara liða í ár?

ÍR-KLS urðu bikarmeistarar liða síðustu 3 árin 2010 – 2012, ÍR-TT urðu bikarmeistarar 2012 og 2010, KFR-Afturgöngurnar hafa 12 sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2011 og eru sigursælastar allra liða (sjá mynd). KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. Önnur lið sem keppa í undanúrslitunum að þessu sinni hafa ekki orðið bikarmeistarar liða. Sjá bikarmeistara fyrri ára.

Að loknu Íslandsmóti einstaklinga

Jóna Gunnarsdóttir úr KFR-Afturgöngunum, sem er einn af okkar reyndustu kvenkeilurunum, náði þeim merka áfanga að taka þátt í Íslandsmóti einstaklinga 25 árið í röð þegar mótið fór fram um síðustu mánaðarmót. Það sem er ennþá markverðara er að hún hefur alltaf komist áfram úr forkeppninni og hennar besti árangur er Íslandsmeistaratitilinn árið 1993. Jóna var landsliðskona til fjölda ára hefur margsinnis orðið Íslands-, Bikarmeistari og Meistari meistaranna með liði sínu og unnið til fjölda annarra titla bæði í liða- og einstaklingskeppni.

 

Svo er einnig gaman er að segja frá því að fjöldi áhorfenda mætti til að fylgjast með spennandi keppni í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið í keilusalnum í Egilshöll. Margir notuð einnig nýjustu tækni og fylgdust með fréttunum á heimasíðu og samskiptavef Keilusambandsins og/eða fylgdust með beinni útsendingu Sporttv frá keppninni í undanúrslitum og úrslitum. Benda má á að upptakan hjá Sporttv er aðgengileg á vefnum hjá þeim í 6 mánuði eftir útsendingu. Það skal ósagt látið hvort það var þessi athygli sem varð til þess að fulltrúar lyfjanefndar ÍSÍ mættu til að taka sigurvegarana í lyfjapróf, en að minnsta kosti er það í fyrsta skipti í mörg ár sem okkur er auðsýndur sá heiður.

Svona mót er ekki haldið nema fjöldi manns komi að vinnunni við undirbúning og framkvæmd mótsins og eins og áður þá er það mótanefnd KLÍ sem ber mestan hitann og þungann af vinnunni. Að þessu sinni voru það þeir Heiðar Rafn Sverrisson og Andrés Haukur Hreinsson lögðu til flestar stundirnar, en fjölmargir komu þeim til aðstoðar frá ÍFH, KFR og ÍR. Svo má ekki gleyma öllu starfsfólki Keiluhallarinnar, fréttaritara, ljósmyndara, fréttamanni, myndatökutökumönnum og fleiri sem öll lögðu sitt af mörkum.

Keppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu 2013 fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. febrúar. Alls tóku 14 konur og 28 karlar þátt í forkeppni mótsins og er það sami fjöldi og undanfarin ár. Keppt var við krefjandi aðstæður þar sem spilað var í tveimur mismunandi olíuburðum sem báðir reyndu mikið á keppendur. Í forkeppninni var spilað annan daginn í stuttum olíuburði og hinn daginn í löngum olíuburði. En þegar komið var lengra í keppninni var spilað í báðum olíuburðum í einu, þannig að langi olíuburðurinn var á vinstri braut og stutti olíuburðurinn á hægri braut. En það fyrirkomulag hefur meðal annars tíðkast á Evrópubikarmóti landsmeistara sem sigurvegar mótsins ávinna sér rétt til þátttöku á. Nánari upplýsingar má finna í fréttum af Íslandsmóti einstaklinga hér á heimasíðunni.
 

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2013

Íslandsmót einstaklinga í keilu með forgjöf verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. mars n.k.

Forkeppnin fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilaðir eru 8 leikir í forkeppninni, 4 leikir í hvoru húsi. Keppni í milliriðili fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 4. mars og hefst keppni kl. 19:00. Keppni í undanúrslitum fer fram í í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00 og keppni í úrslitum fer fram strax að loknum undanúrslitunum. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Skráning er á netinu og lýkur fimmtudaginn 28. febrúar kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu

Sjá reglugerð um Íslandsmót einstaklinga.

Snæfríður Telma Jónsson ÍR og Kristján Þórðarson ÍA voru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf 2012. Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Íslandsmót unglinga 2013

Íslandsmóti unglinga í keilu 2013 verður haldið í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Keiluhöllinni Egilshöll helgarnar 16. – 17. og 23. – 24. febrúar 2013. Skráning fer fram hjá þjálfurum og lýkur fimmtudaginn 14. febrúar kl. 22:00.

Sú breyting hefur hefur verið gerð á dagskránni um næstu helgi að keppendur í 3., 4. og 5 flokki byrja að spila klukkan 10:00 á laugardaginn 23. febrúar í Öskjuhlíðinni og klukkan 09:30 á sunnudaginn 24. febrúar í Egilshöllinni.  Keppendur í 1. og 2. flokki byrja að spila á sunnudaginn 24. febrúar klukkan 08:00 í Egilshöllinni.

Íslandsmót unglinga 2013 verður haldið dagana 16. febrúar, 17. febrúar, 23. febrúar og 24. febrúar.

1. og 2. flokkur spila 18 leiki, 6 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, en í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00 og sunnudag 24. febrúar kl. 08:00.
3., 4. og 5. flokkur spila 12 leiki, 3 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00, í Öskjuhlíð laugardag 23. febrúar kl. 10:00 og í Egilshöll sunnudag 24. febrúar kl. 09:30.
Þrír efstu keppendurnir í 1 – 3 flokki spila til úrslita að lokinni keppni sunnudaginn 24. febrúar, en í 4. og 5. flokki er ekki spilað til úrslita. Úrslit í opna flokknum verða spiluð stax að loknum úrslitum í öðrum flokkum.

Sjá nánar í auglýsingu

Flokka skipting í mótinu er eftirfarandi:
1. Flokkur 17 – 18 ára (f. 1995 – 1996)
2. Flokkur 15 – 16 ára (f. 1997 – 1998)
3. Flokkur 13 – 14 ára (f. 1999 – 2000)
4. Flokkur 11 – 12 ára (f. 2001 – 2002)
5. Flokkur 9 – 10 ára (f. 2003 – 2004)

Skráning fer fram hjá þjálfurum og lýkur fimmtudaginn 14. febrúar kl. 22:00. Olíuburður í mótinu verður auglýstur síðar. Sjá nánar  í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót unglinga.

Unglinganefnd KLÍ

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR voru Íslandsmeistarar í opnum flokki á Íslandsmóti unglinga í keilu 2012. Sjá einnig upplýsingar um Íslandsmeistara fyrri ára.

 

Meistarakeppni ungmenna 4. umferð

4. umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun. Keppendur voru 41 talsins og var sérstaklega góð þátttaka í yngstu flokkunum. Greinilegt er að barna- og unglingastarfið hjá félögunum er að skila sér í auknum fjölda keppenda.

Landsliðsfólkið okkar stóð sig mjög vel í keppninni og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR setti glæsilegt Íslandsmet í 6 leikjum í flokki 15 – 16 ára pilta þegar hann spilaði 1.283 eða 213,8 að meðaltali í leik og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR bætti persónulegt met bæði hæsta leik 223 og í 6 leikjum þegar hún spilaði 1.096.

Einnig er búið að staðfesta Íslandsmet Andra Freys Jónassonar KFR 1.083 í 5 leikjum í sama flokki sem hann setti í 2. umferð Meistarakeppni ungmenna 24. nóvember 2014. 

Sjá upplýsingar um Íslandsmet og persónulegan árangur  sem skráður er í Allsherjarmeðaltali.

Sigurvegarar í einstökum flokkum voru eftirtaldir:

1. flokkur pilta
Arnar Davíð Jónsson KFR 1.233
Guðlaugur Valgeirsson KFR 1.218
Andri Þór Göthe ÍR 1.081

2. flokkur stúlkna
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 1.096
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 998
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 732

2. flokkur pilta
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 1.283
Andri Freyr Jónsson KFR 1.173
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.015

3. flokkur stúlkna
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 818
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 801
Helga Ósk Freysdóttir KFR 777

3. flokkur pilta
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 864
Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 836
Erlingur Sigvaldason ÍR 816

4. flokkur stúlkna
Elva Rós Hannesdóttir 332

4. flokkur pilta
Benóný Sigurðsson ÍR 374
Ágúst Stefánsson ÍR 369
Jóhann Ársæll Atlason ÍA 360

Sjá leiki í 4. umferð og stöðuna í Meistarakeppni ungmenna

Karlalandsliðið tilkynnt

Hörður Ingi Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur nú tilkynnt hópinn sem skipar karlalandslið Íslands í keilu á Heimsmeistaramót 2013 sem haldið verður í borginni i Las Vegas í Bandaríkjunum dagana 18. – 31. ágúst n.k.

Karlalandsliðið verður þannig skipað Arnar Davíð Jónsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR, Einar Már Björnsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR, Magnús Magnússon ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA.Varamaður verður Stefán Claessen ÍR.

Einar Már Björnsson ÍR (sjá mynd) er nýliði í hópnum að þessu sinni. Arnar Davíð Jónsson KFR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA eru á sínu öðru móti með karlalandsliðinu, en þeir voru í liðinu sem keppti á Evrópumótinu í Vín í Austurríki í ágúst. Andrés Páll Júlíusson ÍR er að keppa á sínu þriðja móti, en hann keppti á Evrópumótinu í Vín 2007 og Heimsmeistaramótinu í Bankok í Tælandi 2008 og kemur því aftur  inn í liðið aftur eftir nokkurra ára hlé.

Á mótinu verður keppt í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi, liðakeppni og meistarakeppni einstaklinga. Sjá heimasíðu mótsins

Allar nánari upplýsingar gefa þjálfari og landsliðsnefnd KLÍ

Myndin er af Einari Má Björnssyni ÍR sem er nýliðinn í karlalandsliðinu að þessu sinni.

Íslandsmeistarar einstaklinga 2013

Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu 2013. Í 2. sæti urðu Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA og í 3. sæti voru Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Magnús Magnússon ÍR.

Dagný Edda hefur þrisvar sinnum áður unnið titilinn Íslandsmeistari einstaklinga, árin 2008, 2010 og 2011 og sömu ár var hún valinn Keilari ársins bæði hjá Keilusambandi Íslands og Keilufélagi Reykjavíkur. Hafþór varð nú Íslandsmeistari einstaklinga þriðja árið í röð, hann var valinn Keilari ársins bæði hjá KLÍ og Keiludeild ÍR síðustu tvö ár og einnig árið 2008. Árið 2011 var hann kjörinn Íþróttamaður ársins hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur og komst á lista yfir íþróttamann ársins í kjöri íþróttafréttamanna.

Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Leikir í undanúrslitum kvenna
Staða í undanúrslitum kvenna

Íslandsmót einstaklinga 2013 – Úrslit

Keppni í úrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í kvöld.  Spiluð voru úrslit milli tveggja efstu keppendanna í karla- og kvennaflokki. Reglurnar eru þannig að keppanda í efsta sæti fyrir úrslitin nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en keppandinn í 2. sæti þarf að vinna þrjár viðureignir (3 stig). Jafnteflisviðureignir telja sem skipt viðureign (hálft stig á hvorn), ef enn er jafnt eftir 5 leiki þá ræður pinnafall. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari einstaklinga og ávinnur sér rétt til þátttöku á Evrópubikarmóti einstaklinga í keilu.

Í kvennaflokki kepptu Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR til úrslita. Dagný Edda vann fyrsta leikinn með 190 en Linda Hrönn spilaði 164. Dagný Edda vann annan leikinn með 171 pinna gegn 162 hjá Lindu Hrönn. Dagný Edda Þórisdóttir KFR er því Íslandsmeistari einstaklinga 2013 í kvennaflokki.

Í karlaflokki kepptu Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA til úrslita. Skúli Freyr vann fyrsta leikinn með 216, en Hafþór spilaði 202. Hafþór vann annan leikinn með 251 gegn 246 hjá Skúla Frey og Hafþór tryggði sér að lokum titilinn með sigri í þriðja leiknum 219 gegn 198 hjá Skúla. Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Íslandsmót einstaklinga 2013 – Undanúrslit

Keppni í undanúrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu fer nú fram í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Undanúrslitum er nú lokið í kvennaflokki og það eru Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR sem keppa til úrslita. Dagný Edda er í 1. sæti með 4.684 pinna og 125 pinna forskot á Lindu Hrönn sem varð í 2. sæti með 4.559. Guðný Gunnarsdóttir ÍR spilaði best allra í kvöld með 1.332 í 7 leikjum sem er 190,29 að meðaltali í leik og spilaði sig upp í 3. sætið með samtals 4.513 pinna. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR varð í 4. sæti með 4.481 pinna, Ástrós Pétursdóttir ÍR var í 5. sæti með 4.419 pinna, Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH varð í 6. sæti með 4.381 pinna, Ragna Guðrún Magnúsdóttir endaði í 7. sæti með 4.274 og Hafdís Pála Jónasdóttir varð í 8. sæti með 4.203 pinna. Vegna villu í skjali með leikjum undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki er því miður ekki hægt að birta það eins og er.

Undanúrslitum er nú lokið í karlaflokki og það verða Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA sem keppa til úrslita.  Hafþór endaði í 1. sæti með 5.580 pinna, 12 pinnum ofar en Skúli sem varð í 2. sæti með 5.568. Skúli spilaði best allra keppenda í kvöld með 1.543 pinna í 7 leikjum sem gerir 220,43 að meðaltali í leik. Magnús Magnússon ÍR endaði í 3. sæti með 5.525, Kristján Þórðarsson varð í 4. sæti með 5.225, Einar Már Björnsson ÍR varð í 5. sæti með 5.211, Arnar Sæbergsson ÍR endaði í 6. sæti með 5.058 pinna, Arnar Davíð Jónsson KFR varð í 7. sæti með 4.942 og Björn Birgisson KFR varð 8. með 4.901. Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Eftir sex leiki er æsileg spenna á toppnum í karlaflokki. Magnús Magnússon ÍR kominn aftur upp í 1. sætið með 5.338, Hafþór Harðarson ÍR er kominn í 2. sætið 13 pinnum á eftir Magnúsi með 5.325 og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA er fallinn niður í 3. sætið 23 pinnum á eftir Hafþóri með 5.302 pinna. Einar Már Björnsson ÍR er kominn í 4. sætið með 5.021 og Kristján Þórðarsson ÍA er í 5. sætinu með 4.997.

Nú þegar sex leikjum er lokið í kvennaflokki og aðeins einn leikur eftir, er Dagný Edda Þórisdóttir KFR í 1. sæti með 4.464, Linda Hrönn Magnúsdóttur ÍR er í 2. sæti með 4.379 og hefur 64 pinna forskot á Guðrúnu Soffíu Guðmundsdóttur ÍR í 3. sæti með 4.315 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 4. sætinu með 4.285, 94 pinnum á eftir Lindu.

Eftir fimm leiki í kvennaflokki er Dagný Edda Þórisdóttir KFR í 1. sæti með 4.280 og 109 pinna forskot á Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR í 2. sæti með 4.171. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR er í 3. sæti með 4.150 og 21 pinna á eftir Lindu Hrönn. Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 4. sæti með 4.108 og hefur 63 pinna forskot á Ástrósu Pétursdóttir ÍR sem er komin í 5. sæti með 4.014 og 15 pinnum meira en Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH sem er í 6. sæti með 3.999 pinna.

Þegar fjórum leikjum er lokið í undanúrslitunum er staðan þannig í kvennaflokki að Dagný Edda Þórisdóttir KFR er í 1. sæti og hefur 122 pinna forskot á Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR sem er komin í 2. sætið, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR er í 3. sæti 13 pinnum á eftir Lindu Hrönn og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er komin í 4. sætið og hefur 67 pinna forskot á Ragnheiði Þorgilsdóttur ÍFH sem er í 5. sæti.

Eftir fjóra leiki í karlaflokki er Skúli Freyr Sigurðsson kominn í 1. sætið, Magnús Magnússon er dottinn niður í 2. sætið 43 pinnum á eftir Skúla. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti 22 pinnum á eftir Magnúsi og Kristján Þórðarsson ÍA heldur 4. sætinu.

Eftir þrjá leiki í karlaflokki er Magnús Magnússon ÍR í 1. sæti með 32 pinna í forskot á Skúla Frey Sigurðsson í 2. sæti. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti 69 pinnum á eftir Skúla  og Kristján Þórðarsson ÍA er enn í 4. sæti.

Þegar tveimur leikjum er lokið í undanúrslitunum er staðan þannig í kvennaflokki að Dagný Edda Þórisdóttir KFR er í 1. sæti og hefur 120 pinna forskot á Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR sem er komin í 2. sætið, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR er í 3. sæti 29 pinnum á eftir og Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH er í 4. sæti.

Þegar tveimur leikjum er lokið í karlaflokki er Magnús Magnússon ÍR í 1. sæti með 56 pinna forskot á Skúla Frey Sigurðsson sem er kominn í 2. sætið. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti 11 pinnum á eftir Skúla  og Kristján Þórðarsson ÍA er enn í 4. sæti.

Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Vegna villu í skjali með leikjum undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki er því miður ekki hægt að birta það eins og er.