Íslandsmót einstaklinga 2013 – Undanúrslit

Facebook
Twitter

Keppni í undanúrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu fer nú fram í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Undanúrslitum er nú lokið í kvennaflokki og það eru Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR sem keppa til úrslita. Dagný Edda er í 1. sæti með 4.684 pinna og 125 pinna forskot á Lindu Hrönn sem varð í 2. sæti með 4.559. Guðný Gunnarsdóttir ÍR spilaði best allra í kvöld með 1.332 í 7 leikjum sem er 190,29 að meðaltali í leik og spilaði sig upp í 3. sætið með samtals 4.513 pinna. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR varð í 4. sæti með 4.481 pinna, Ástrós Pétursdóttir ÍR var í 5. sæti með 4.419 pinna, Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH varð í 6. sæti með 4.381 pinna, Ragna Guðrún Magnúsdóttir endaði í 7. sæti með 4.274 og Hafdís Pála Jónasdóttir varð í 8. sæti með 4.203 pinna. Vegna villu í skjali með leikjum undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki er því miður ekki hægt að birta það eins og er.

Undanúrslitum er nú lokið í karlaflokki og það verða Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA sem keppa til úrslita.  Hafþór endaði í 1. sæti með 5.580 pinna, 12 pinnum ofar en Skúli sem varð í 2. sæti með 5.568. Skúli spilaði best allra keppenda í kvöld með 1.543 pinna í 7 leikjum sem gerir 220,43 að meðaltali í leik. Magnús Magnússon ÍR endaði í 3. sæti með 5.525, Kristján Þórðarsson varð í 4. sæti með 5.225, Einar Már Björnsson ÍR varð í 5. sæti með 5.211, Arnar Sæbergsson ÍR endaði í 6. sæti með 5.058 pinna, Arnar Davíð Jónsson KFR varð í 7. sæti með 4.942 og Björn Birgisson KFR varð 8. með 4.901. Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Eftir sex leiki er æsileg spenna á toppnum í karlaflokki. Magnús Magnússon ÍR kominn aftur upp í 1. sætið með 5.338, Hafþór Harðarson ÍR er kominn í 2. sætið 13 pinnum á eftir Magnúsi með 5.325 og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA er fallinn niður í 3. sætið 23 pinnum á eftir Hafþóri með 5.302 pinna. Einar Már Björnsson ÍR er kominn í 4. sætið með 5.021 og Kristján Þórðarsson ÍA er í 5. sætinu með 4.997.

Nú þegar sex leikjum er lokið í kvennaflokki og aðeins einn leikur eftir, er Dagný Edda Þórisdóttir KFR í 1. sæti með 4.464, Linda Hrönn Magnúsdóttur ÍR er í 2. sæti með 4.379 og hefur 64 pinna forskot á Guðrúnu Soffíu Guðmundsdóttur ÍR í 3. sæti með 4.315 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 4. sætinu með 4.285, 94 pinnum á eftir Lindu.

Eftir fimm leiki í kvennaflokki er Dagný Edda Þórisdóttir KFR í 1. sæti með 4.280 og 109 pinna forskot á Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR í 2. sæti með 4.171. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR er í 3. sæti með 4.150 og 21 pinna á eftir Lindu Hrönn. Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 4. sæti með 4.108 og hefur 63 pinna forskot á Ástrósu Pétursdóttir ÍR sem er komin í 5. sæti með 4.014 og 15 pinnum meira en Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH sem er í 6. sæti með 3.999 pinna.

Þegar fjórum leikjum er lokið í undanúrslitunum er staðan þannig í kvennaflokki að Dagný Edda Þórisdóttir KFR er í 1. sæti og hefur 122 pinna forskot á Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR sem er komin í 2. sætið, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR er í 3. sæti 13 pinnum á eftir Lindu Hrönn og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er komin í 4. sætið og hefur 67 pinna forskot á Ragnheiði Þorgilsdóttur ÍFH sem er í 5. sæti.

Eftir fjóra leiki í karlaflokki er Skúli Freyr Sigurðsson kominn í 1. sætið, Magnús Magnússon er dottinn niður í 2. sætið 43 pinnum á eftir Skúla. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti 22 pinnum á eftir Magnúsi og Kristján Þórðarsson ÍA heldur 4. sætinu.

Eftir þrjá leiki í karlaflokki er Magnús Magnússon ÍR í 1. sæti með 32 pinna í forskot á Skúla Frey Sigurðsson í 2. sæti. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti 69 pinnum á eftir Skúla  og Kristján Þórðarsson ÍA er enn í 4. sæti.

Þegar tveimur leikjum er lokið í undanúrslitunum er staðan þannig í kvennaflokki að Dagný Edda Þórisdóttir KFR er í 1. sæti og hefur 120 pinna forskot á Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR sem er komin í 2. sætið, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR er í 3. sæti 29 pinnum á eftir og Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH er í 4. sæti.

Þegar tveimur leikjum er lokið í karlaflokki er Magnús Magnússon ÍR í 1. sæti með 56 pinna forskot á Skúla Frey Sigurðsson sem er kominn í 2. sætið. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti 11 pinnum á eftir Skúla  og Kristján Þórðarsson ÍA er enn í 4. sæti.

Leikir í undanúrslitum og úrslitum karla

Vegna villu í skjali með leikjum undanúrslitum og úrslitum í kvennaflokki er því miður ekki hægt að birta það eins og er.

Nýjustu fréttirnar